Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 10
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 PERÚ, AP Mashcu-Piro þjóðflokkur- inn í Perú hefur stigið fram úr ein- angrun vegna rasks frá ólöglegu skógarhöggi og smyglurum. Yfir hundrað frumbyggjar birt- ust vopnaðir sveðjum og bogum á bakka árinnar Las Piedras og höfðu í hótunum við íbúa þorpsins Monte Salvado hinu megin árinnar. Þeir eru sagðir hafa krafist þess að fá banana, reipi og sveðjur og sneru við þegar þeim var bent á bananstæðu þeirra megin árinnar. Í Perú er bannað að hafa sam- skipti við 15 þjóðflokka sem þar búa enn einangraðir í skóglendi í hlíðum Andesfjalla. Talið er að þar búi 12 til 15 þúsund manns. - gb Þjóðflokkur í Perú ósáttur: Veifa sveðjum í mótmælaskyni FRUMBYGGJAR Mashcu-Piro þjóð- flokkurinn hefur búið einangraður í frumskógum Perú. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði VIRKJANAMÁL Svanfríður Jónas- dóttir, fyrrverandi formaður verk- efnisstjórnar um rammaáætlun, segir af og frá að fagleg sjónar- mið hafi ekki búið að baki því að Norðlingaölduveita hafi verið sett í verndarflokk í rammaáætlun. „Nei, það er af faglegum ástæð- um sem að Norðlingaölduveita lendir í verndarflokki. Það eru full- komlega faglegar ástæður og það hafði enginn stjórnmálamaður nein afskipti af því,“ segir Svanfríður. Hún segir ýmsa samverkandi þætti hafa verið þess valdandi að Norðlingaölduveita sé í verndar- flokki. „Þegar ákvörðun var tekin um Norðlingaölduveitu var ekki síst litið til þess að Alþingi var búið að fjalla um Norð- lingaölduveitu,“ segir Svanfríður. Hún segir að nátt- úruverndaráætlun hafi meðal annars haft áhrif á matið. „Norðlinga- ölduveita var í raun- inni komin hálfa leið inn í friðunarflokk af því að Alþingi hafði með náttúruverndar- áætlun stækkað útmörk friðlands- ins. Það var litið til þess sem Alþingi hafði áður tekið ákvörðun um,“ segir Svanhildur. Orð Svan- fríðar eru þvert á orð iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstu- daginn að skipun Norðlingaöldu- veitu í verndarflokk hefði verið „pólitísk ákvörðun tekin af Alþingi og í krafti síðasta meirihluta“. - js Fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar talar þvert á orð iðnaðarráðherra: Í verndarflokk að faglegu mati SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR SÝRLAND Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi saka stjórnarherinn um efnavopnaárás, sem kostað hefur hundruð manna, ef ekki vel yfir þúsund, lífið í einu úthverfa höf- uðborgarinnar Damaskus. Sýrlandsstjórn segir ekkert hæft í þessu en myndir af fjöl- mörgum líkum barna og fullorð- inna sýna að mannfallið er mikið. Engin skotsár sjást á líkunum og blóð sést ekki heldur. Samtök, sem hafa höfuðstöðvar í Bretlandi en fylgjast með mann- réttindabrotum í Sýrlandi, segja að eiturgasi hafi verið skotið með flugskeytum bæði af jörðu og úr lofti á bæinn Arbin, sem er rétt austan við Damaskus. Nokkra furðu vekur að stjórnar- herinn skuli ákveða að beita efna- vopnum einmitt nú, þegar tuttugu manna sendinefnd sérfræðinga frá Sameinuðu þjóðunum er nýkomin til landsins til að kanna ásakanir um að efnavopnum hafi verið beitt á þremur stöðum í borgarastríðinu þar. Frakkar, Bandaríkin og fleiri ríki hafa nú krafist þess að þessi efnavopnahópur Sameinuðu þjóðanna haldi án tafar til Arbin að kanna ummerki þar og komast til botns í málinu. Tölur um mannfall hafa verið nokkuð á reiki. Á myndunum sjást tugir líka. Samtök stjórnar- andstæðinga tala um að meira en hundrað hafi látist, en sumir stjórnarandstæðingar segja meira en 1.300 manns látna. Misvísandi tölur af þessu tagi eru algengar í kjölfar mannskæðra árása í Sýrlandi, þar sem stjórnin heimilar ekki óháðum frétta- mönnum og samtökum aðgang að upplýsingum. Upplýsingaráðherra Sýrlands sagði ásakanirnar tóman tilbúning og til þess eins ætlaðar að afvegaleiða eftirlitsmennina frá Sameinuðu þjóðunum. „Ef Sýrlandsstjórn hefur ekkert að fela og vill í raun að gerð verði óháð og trúverðug rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi, þá mun hún veita hópi Sameinuðu þjóðanna tafar- lausan og óhindraðan aðgang að þessum stað,“ segir Josh Earnest, talsmaður Bandaríkjastjórnar. Átökin í Sýrlandi hófust með friðsamlegum mótmælum í mars árið 2011 og hafa stigmagnast með hverjum mánuðinum sem líður. Þau hafa kostað meira en hundrað þúsund manns lífið. gudsteinn@frettabladid.is Sýrlandsher sakaður um að beita efnavopnum á borgara Stjórn Assads Sýrlandsforseta sökuð um efnavopnaárás í einu úthverfa höfuðborgarinnar Damaskus. Ljóst þykir að hundruð hafi látist. Stjórnarandstæðingar segja 13 hundruð hafa týnt lífi. Mörg börn eru meðal hinna látnu. ÁRÁSIN KOSTAÐI HUNDRUÐ, EF EKKI ÞÚSUNDIR LÍFIÐ Skelfilegar myndir birtust í gær af líkum barna jafnt sem fullorðinna í Arbin. NORDICPHOTOS/AFP HÖNNUN Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Telegraph er uppi orðrómur um að iPhone 5S- síminn muni verða fáanlegur í gull- lit innan skamms, en hingað til hafa símarnir einungis verið til í svörtu og hvítu. Ef rétt reyn- ist mun litnum líklega svipa til litar á iPod mini, sem er fáanlegur í gulllituðu, en liturinn er mattur og heldur daufur. Talið er að Apple sé með þessu að reyna að höfða betur til kaup- enda í Kína og á Indlandi en þar eru gylltir símar einstaklega vin- sælir meðal neytenda. - le Orðrómur um meira litaval: Nýr iPhone- sími í gulllit ATVINNUMÁL Markaðsstofa Norð- urlands hefur áhyggjur af auknum umsvifum ólöglegrar atvinnu- starfsemi í ferðaþjónustunni. Í til- kynningu seigir að mikil þörf sé á markvissum aðgerðum til þess að sporna við slíkri starfsemi, einkum í tengslum við leyfislausa gistingu, bílaleigur og ferðaskipu- leggjendur. Skorað er á Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, að beita sér af hörku gegn ólöglegri atvinnustarf- semi innan geirans. - le Ólöglegir þvælast fyrir: Segja mikla þörf á aðgerðum VIÐSKIPTI Rannsóknasetur verslunarinnar mun stýra tveggja ára evrópsku rann sóknarverkefni sem miðar að eflingu starfs- þjálfunar í verslunum. Markmið verkefnisins er að til verði sérhæfðir starfsmenn í verslunum sem tekið geta að sér þjálfun og verklega kennslu nýrra starfsmanna. Verkefnið er liður í því að bæta fagmennsku í versl- unarstörfum og verður það próf- að í verslunum Samkaupa hér á landi. - ka Nýtt rannsóknarverkefni: Fagmennska í verslun aukin UTANRÍKISMÁL Fundaði um norðurslóðir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra fundaði í gær með Patrick Borbey frá Kanada, formanni embættis- mannanefndar Norðurskautsráðsins. Kanada fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin. Gunnar Bragi ræddi mikilvægi norðurslóða í utanríkisstefnu stjórnvalda og mikilvægi Norður- skautsráðsins fyrir alþjóðasamvinnu á norðurslóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.