Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 4
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 1 + 2 = 3 5.026 börn fæddust á metárinu 2009 og munu þau streyma í grunnskólana í haust. ferðamenn heimsóttu Geysi á fyrsta degi gjaldheimtu. 1.000 140 þúsund manns eru taldir hafa látist í þriggja ára borgarastyrjöld í Sýrlandi. 18 milljónir króna myndi kosta að moka vegi alla daga vikunnar á Vest- fjörðum. sem krefjast bóta vegna lækna- mistaka fá bætur að meðaltali. 35% SJÚKLINGA 1.800 félagslegar íbúðir eru í Reykjavík. hefur kostað að rita sögu verkalýðshreyfingar- innar á Vestfjörðum og er vinnunni ekki lokið. 22 milljónir VARNARMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-SÝN, sneri aftur til landsins í gærkvöldi eftir umfangsmikla skoðun og viðhald í Noregi undanfarna mánuði. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni hefur þyrlan verið betrumbætt með nætursjón- aukabúnaði sem gerir hana mun hæfari til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa. Þá hefur þyrlan verið máluð í áberandi appelsínurauðum lit sem til stendur að allar þyrlur Gæsl- unnar beri í framtíðinni. - bá Þyrlan TF-SÝN snýr aftur: Betrumbætt og í nýjum lit VIÐSKIPTI Verslunarráð Íslands í Japan fagnar þingsályktunartil- lögu Össurar Skarphéðinssonar um að hefja undirbúning að gerð fríverslunarsamnings við Japan. Það hvetur til þverpólitískrar samstöðu um áframhaldandi frí- verslunarviðræður. Í tilkynningu frá ráðinu segir að japönsk stjórnvöld leggi nú meiri áherslu á samstarf við Ísland, líkt og sjáist á fyrirhug- aðri stækkun sendiráðs Japans á Íslandi og heimsókn Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Jap- ans, til Íslands í fyrra. - bá Verslunarráð Íslands í Japan: Fagnar tillögu um samning JAPAN Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir um gerð fríverslunarsamnings milli landanna tveggja. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGIN Hæglætisveður í dag og á morgun en hvessir annað kvöld með stífri SA-átt og bætir í úrkomu, fyrst SV-lands. Kólnar til morguns, frost 0-8 stig, en hlýnar á ný aðfaranótt mánudags og má þá búast við rigningu eða slyddu víða um land. -3° 8 m/s -1° 6 m/s 1° 5 m/s 2° 10 m/s Hæg breytileg átt, hvessir SV-lands með kvöldinu SA-átt 10-18m/s, lægir með deginum Gildistími korta er um hádegi 17° 28° 5° 14° 23° 10° 14° 9° 8° 21° 12° 19° 21° 25° 12° 16° 9° 13° 1° 8 m/s 2° 14 m/s -1° 10 m/s -2° 12 m/s -2° 6 m/s -1° 5 m/s -5° 7 m/s -1° 3° -3° 1° -1° 4° -1° 2° -2° 1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LÖGREGLUMÁL Ungur maður ját- aði í gær að hafa rænt verslunina Dalsnesti í Hafnarfirði þann 10. mars síðastliðinn. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn og tekinn í skýrslu- töku en sleppt að henni lokinni. Hann má eiga von á ákæru vegna ránsins. Að sögn Sigurðar Lárussonar, eiganda verslunarinnar, rændi maðurinn búðina með hettu yfir höfðinu og vopnaður felgulykli. Hann náði pening úr búðarkass- anum en þýfið hefur ekki fundist. - hrs Ránið í Dalsnesti upplýst: Handtekinn og játaði brotið KJARAMÁL Félag framhaldsskóla- kennara átelur menntamálayfir- völd fyrir hringlandahátt, vill- andi umræður og skammsýni í málefnum framhaldsskóla. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi félagsins í gær. Í ályktuninni eru stjórnvöld meðal annars ávítuð fyrir að boða styttingu náms til stúdents- prófs en félagið segir ekkert virð- ast liggja því til grundvallar en að þrengja að framhaldsskólun- um fjárhagslega. Eins og kunnugt er stendur nú yfir verkfall framhaldsskóla- kennara vegna launadeilna. - bá Ný ályktun frá aðalfundi: Kennarar ávíta stjórnvöld ÁBERANDI Til stendur að allar þyrlur Langhelgisgæslunnar beri þennan lit í framtíðinni. MYND/TÆKNIDEILD LHG MENNING Salir Hörpu voru í notk- un tvo þriðju hluta árs í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu um nýtingu á sölum hússins. Best nýtti salur hússins, Kalda- lón, er jafnframt sá minnsti en hann var í notkun 316 daga úr ári, eða um 87 prósent ársins. Fæstir viðburðir voru í Silfur- bergi, helsta ráðstefnusal húss- ins, en hann var í notkun 168 daga ársins. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að mest séu sóknar- færin í ráðstefnuhaldi. „Við jukum ráðstefnutekjurnar um rúmlega 40 prósent í fyrra og við sjáum mikil sóknarfæri þar.“ Hann segir að glögglega megi sjá árstíðabundinn mun á nýtingu hússins. „Við þurfum mest að bæta okkur að sumri til. Þá er nýtingin minnst þrátt fyrir að mannfjöldinn sem streymir hér í gegn sé sá sami og yfir veturinn.“ Halldór segir að fjöldann yfir sumarið megi rekja til ferðamanna sem koma og skoða Hörpu en þó vanti upp á að í húsinu séu nógu margir viðburðir sem sérstaklega sé beint að ferðamönnum. „Nú þegar húsið hefur ekki verið opið nema í tæp þrjú ár er þetta komið í ótrúlega hátt nýtingarhlutfall. Við höfum verið að reyna að læra af tónlistar- og ráðstefnuhúsum í öðrum löndum en hliðstæðurnar eru frekar vandfundnar. Í alþjóð- legum samanburði er miðað við að raunhæf hámarksnýting sé 80 pró- sent. Við erum því mjög stolt af því hve nýtingin er góð.“ Að sögn Halldórs kemur ekki til greina að lækka leigugjald fyrir sali Hörpu með það að mark- miði að laða fleiri aðila að húsinu. „Þegar nýtingin er svo mikil sem raun ber vitni og Harpa að berj- ast í bökkum fjárhagslega, eins og allir vita, þá förum við ekki að lækka leigugjaldið.“ Hann segir að nú þegar megi búast við fleiri ráð- stefnum í húsið. „Ráðstefnur eru bókaðar mörg ár fram í tímann, það var því algjörlega óraunsætt á sínum tíma að ætlast til þess að nýopnað hús hýsti margar ráð- stefnur fljótlega eftir opnun.“ Guðfinna S. Bjarnadóttir, stjórn- arformaður Hörpu, segir að sókn- arfæri séu vissulega til staðar. „Við stjórnin erum í stefnumót- unarvinnu og nýting hússins er örugglega eitt af því sem verður til umræðu.“ snaeros@frettabladid.is 66 prósenta nýting á sölunum í Hörpu Nýting á sölunum fjórum í Hörpu árið 2013 var góð. Ráðstefnutekjur hússins jukust um fjörutíu prósent það ár en aldrei hafa fleiri gestir lagt leið sína í húsið. Forstjóri Hörpu segir að þó þurfi að bæta nýtingu hússins yfir sumartímann. HALLDÓR GUÐMUNDSSON Forstjóri Hörpu er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur. MYND/HALLDÓR HEILDARNÝTING HÖRPU 2013 Eldborg Norðurljós Silfurberg Kaldalón Útleigðir dagar Óútleigðir dagar 226 139 247 118 168 197 49 316
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.