Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 4
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
1 + 2 = 3
5.026
börn fæddust á metárinu
2009 og munu þau streyma
í grunnskólana í haust.
ferðamenn heimsóttu
Geysi á fyrsta degi
gjaldheimtu.
1.000
140
þúsund
manns
eru taldir hafa látist í þriggja
ára borgarastyrjöld í Sýrlandi.
18 milljónir
króna myndi kosta að
moka vegi alla daga
vikunnar á Vest-
fjörðum.
sem krefjast bóta vegna lækna-
mistaka fá bætur að meðaltali.
35%
SJÚKLINGA
1.800
félagslegar
íbúðir eru í
Reykjavík.
hefur kostað að rita sögu verkalýðshreyfingar-
innar á Vestfjörðum og er vinnunni ekki lokið.
22 milljónir
VARNARMÁL Þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-SÝN, sneri aftur
til landsins í gærkvöldi eftir
umfangsmikla skoðun og viðhald
í Noregi undanfarna mánuði.
Samkvæmt tilkynningu frá
Landhelgisgæslunni hefur þyrlan
verið betrumbætt með nætursjón-
aukabúnaði sem gerir hana mun
hæfari til leitar-, björgunar- og
eftirlitsstarfa.
Þá hefur þyrlan verið máluð í
áberandi appelsínurauðum lit sem
til stendur að allar þyrlur Gæsl-
unnar beri í framtíðinni. - bá
Þyrlan TF-SÝN snýr aftur:
Betrumbætt og
í nýjum lit
VIÐSKIPTI Verslunarráð Íslands í
Japan fagnar þingsályktunartil-
lögu Össurar Skarphéðinssonar
um að hefja undirbúning að gerð
fríverslunarsamnings við Japan.
Það hvetur til þverpólitískrar
samstöðu um áframhaldandi frí-
verslunarviðræður.
Í tilkynningu frá ráðinu segir
að japönsk stjórnvöld leggi nú
meiri áherslu á samstarf við
Ísland, líkt og sjáist á fyrirhug-
aðri stækkun sendiráðs Japans
á Íslandi og heimsókn Nobuteru
Ishihara, umhverfisráðherra Jap-
ans, til Íslands í fyrra. - bá
Verslunarráð Íslands í Japan:
Fagnar tillögu
um samning
JAPAN Þingsályktunartillaga liggur nú
fyrir um gerð fríverslunarsamnings milli
landanna tveggja. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HELGIN Hæglætisveður í dag og á morgun en hvessir annað kvöld með stífri SA-átt
og bætir í úrkomu, fyrst SV-lands. Kólnar til morguns, frost 0-8 stig, en hlýnar á ný
aðfaranótt mánudags og má þá búast við rigningu eða slyddu víða um land.
-3°
8
m/s
-1°
6
m/s
1°
5
m/s
2°
10
m/s
Hæg
breytileg
átt,
hvessir
SV-lands
með
kvöldinu
SA-átt
10-18m/s,
lægir með
deginum
Gildistími korta er um hádegi
17°
28°
5°
14°
23°
10°
14°
9°
8°
21°
12°
19°
21°
25°
12°
16°
9°
13°
1°
8
m/s
2°
14
m/s
-1°
10
m/s
-2°
12
m/s
-2°
6
m/s
-1°
5
m/s
-5°
7
m/s
-1°
3°
-3°
1°
-1°
4°
-1°
2°
-2°
1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MÁNUDAGUR
Á MORGUN
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
LÖGREGLUMÁL Ungur maður ját-
aði í gær að hafa rænt verslunina
Dalsnesti í Hafnarfirði þann
10. mars síðastliðinn.
Að sögn lögreglu var maðurinn
handtekinn og tekinn í skýrslu-
töku en sleppt að henni lokinni.
Hann má eiga von á ákæru vegna
ránsins.
Að sögn Sigurðar Lárussonar,
eiganda verslunarinnar, rændi
maðurinn búðina með hettu yfir
höfðinu og vopnaður felgulykli.
Hann náði pening úr búðarkass-
anum en þýfið hefur ekki fundist.
- hrs
Ránið í Dalsnesti upplýst:
Handtekinn og
játaði brotið KJARAMÁL Félag framhaldsskóla-
kennara átelur menntamálayfir-
völd fyrir hringlandahátt, vill-
andi umræður og skammsýni í
málefnum framhaldsskóla. Þetta
kemur fram í ályktun sem sam-
þykkt var á aðalfundi félagsins
í gær.
Í ályktuninni eru stjórnvöld
meðal annars ávítuð fyrir að
boða styttingu náms til stúdents-
prófs en félagið segir ekkert virð-
ast liggja því til grundvallar en
að þrengja að framhaldsskólun-
um fjárhagslega.
Eins og kunnugt er stendur
nú yfir verkfall framhaldsskóla-
kennara vegna launadeilna. - bá
Ný ályktun frá aðalfundi:
Kennarar ávíta
stjórnvöld
ÁBERANDI Til stendur að allar þyrlur
Langhelgisgæslunnar beri þennan lit í
framtíðinni. MYND/TÆKNIDEILD LHG
MENNING Salir Hörpu voru í notk-
un tvo þriðju hluta árs í fyrra.
Þetta kemur fram í upplýsingum
frá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu
um nýtingu á sölum hússins.
Best nýtti salur hússins, Kalda-
lón, er jafnframt sá minnsti en
hann var í notkun 316 daga úr ári,
eða um 87 prósent ársins.
Fæstir viðburðir voru í Silfur-
bergi, helsta ráðstefnusal húss-
ins, en hann var í notkun 168 daga
ársins.
Halldór Guðmundsson, forstjóri
Hörpu, segir að mest séu sóknar-
færin í ráðstefnuhaldi. „Við jukum
ráðstefnutekjurnar um rúmlega 40
prósent í fyrra og við sjáum mikil
sóknarfæri þar.“
Hann segir að glögglega megi
sjá árstíðabundinn mun á nýtingu
hússins. „Við þurfum mest að bæta
okkur að sumri til. Þá er nýtingin
minnst þrátt fyrir að mannfjöldinn
sem streymir hér í gegn sé sá sami
og yfir veturinn.“
Halldór segir að fjöldann yfir
sumarið megi rekja til ferðamanna
sem koma og skoða Hörpu en þó
vanti upp á að í húsinu séu nógu
margir viðburðir sem sérstaklega
sé beint að ferðamönnum. „Nú
þegar húsið hefur ekki verið opið
nema í tæp þrjú ár er þetta komið
í ótrúlega hátt nýtingarhlutfall.
Við höfum verið að reyna að læra
af tónlistar- og ráðstefnuhúsum í
öðrum löndum en hliðstæðurnar
eru frekar vandfundnar. Í alþjóð-
legum samanburði er miðað við að
raunhæf hámarksnýting sé 80 pró-
sent. Við erum því mjög stolt af því
hve nýtingin er góð.“
Að sögn Halldórs kemur ekki til
greina að lækka leigugjald fyrir
sali Hörpu með það að mark-
miði að laða fleiri aðila að húsinu.
„Þegar nýtingin er svo mikil sem
raun ber vitni og Harpa að berj-
ast í bökkum fjárhagslega, eins
og allir vita, þá förum við ekki að
lækka leigugjaldið.“ Hann segir að
nú þegar megi búast við fleiri ráð-
stefnum í húsið. „Ráðstefnur eru
bókaðar mörg ár fram í tímann,
það var því algjörlega óraunsætt
á sínum tíma að ætlast til þess að
nýopnað hús hýsti margar ráð-
stefnur fljótlega eftir opnun.“
Guðfinna S. Bjarnadóttir, stjórn-
arformaður Hörpu, segir að sókn-
arfæri séu vissulega til staðar.
„Við stjórnin erum í stefnumót-
unarvinnu og nýting hússins er
örugglega eitt af því sem verður
til umræðu.“
snaeros@frettabladid.is
66 prósenta nýting
á sölunum í Hörpu
Nýting á sölunum fjórum í Hörpu árið 2013 var góð. Ráðstefnutekjur hússins
jukust um fjörutíu prósent það ár en aldrei hafa fleiri gestir lagt leið sína í húsið.
Forstjóri Hörpu segir að þó þurfi að bæta nýtingu hússins yfir sumartímann.
HALLDÓR GUÐMUNDSSON Forstjóri Hörpu er stoltur af þeim árangri sem náðst
hefur. MYND/HALLDÓR
HEILDARNÝTING HÖRPU 2013
Eldborg Norðurljós Silfurberg Kaldalón
Útleigðir dagar Óútleigðir dagar
226
139
247
118
168
197
49
316