Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 12
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 INDLAND, AP Dómstóll í Mumbai á Indlandi dæmdi í gær fjóra menn í lífstíðarfangelsi fyrir hópnauðg- un. Þeir nauðguðu konu í yfirgef- inni verksmiðju í fyrra. Saksóknari í málinu sagði að ákveðið hefði verið að beita þyngstu mögulegu refsingu í mál- inu. Auk þess að nauðga konunni voru mennirnir dæmdir fyrir mannrán og „ónáttúruleg kyn- mök“. Þrír mannanna hafa verið sakfelldir fyrir að hafa nauðgað annarri konu í Nýju-Delí. - bj Fjórir sekir um hópnauðgun: Dæmdir í ævi- langt fangelsi TYRKLAND, AP Tyrknesk stjórn- völd lokuðu fyrir aðgang lands- manna að samfélagsmiðlinum Twitter. Upptökum sem þykja sanna spillingu meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar hefur verið dreift með Twitter. Forsætisráðherra Tyrklands hótaði því að „rífa upp rætur“ Twitter í Tyrklandi. Upptök- urnar bendla hann auk annarra við spillingu. Þrátt fyrir bann- ið héldu tístin um upptökurnar áfram að berast. - bj Loka á Twitter í Tyrklandi: Notað til að sýna spillingu AFGANISTAN, AP Fjórir byssumenn myrtu níu á hóteli í Kabúl, höfuð- borg Afganistan, í gær. Á meðal látinna var afganskur fréttamað- ur AFP-fréttastofunnar, kona hans og tvö börn. Yngsti sonur hjónanna særðist illa og berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. Serena-hótelið er talið einn af öruggustu stöðunum í Kabúl og kom það yfirvöldum mjög á óvart að byssumönnunum hafði tekist að komast vopnaðir fram hjá öryggis- vörðum hótelsins. Talíbanar hafa lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. Þeir hafa gert fjölmargar skotárásir í Kabúl síðustu vikur. Stutt er síðan tals- menn þeirra hótuðu að trufla for- setakosningar sem fyrirhugaðar eru í landinu eftir mánuð. Auk erlendra ríkisborgara var mikill fjöldi Afgana á hótelinu til að fagna persnesku áramótunum. Árásarmennirnir fjórir féllu allir í þriggja klukkustunda skot- bardaga við lögreglu eftir morðin. - bj Talíbanar myrtu níu í skotárás á hóteli í Kabúl í aðdraganda forsetakosninga: Tvö börn fréttamanns AFP myrt SKOTÁRÁS Lögreglumenn skutu árásarmennina fjóra til bana í þriggja klukkustunda skotbardaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Talið er að 16.000 til 18.000 Íslendingar 40 ára og eldri glími við langvinna lungna- teppu (LLT). Einn af hverjum tíu hefur talsverð eða alvarleg ein- kenni. Sjúkdómurinn er nú fjórða algengasta dánarorsök Íslendinga. Sjúkdómsbyrðin vegna lang- vinnra öndunarfærasjúkdóma er álíka mikil og vegna brjósta- og blöðruhálskrabbameins, krabba- meins í eggjastokkum og í enda- þarmi – samtals. Þetta kemur fram í skrifum Hans Jakobs Beck, yfirlækn- is lungnateymis Reykjalund- ar, og Guðbjargar Pétursdóttur, hjúkrunar- og teymisstjóra, í nýj- asta fréttablaði SÍBS. Hans Jakob segir að langvinn- ir öndunarfærasjúkdómar fari hljótt miðað við hversu miklum heilsu farsskaða þeir valda. „Þetta er mikið rætt á alþjóðavettvangi, hversu hulið þetta vandamál er. Fólk ber sjúkdóminn ekki utan á sér fyrr en hann er langt geng- inn og skýringarinnar er kannski að leita þar,“ segir Hans Jakob og bætir við að rannsóknir hafi sýnt að 18 til 19 prósent fólks 40 ára og eldri uppfylli greiningarskilmerki fyrir sjúkdóminn. Helmingurinn af þeim er á stigi eitt og einkennalaus með öllu. „Hinn helmingurinn er með sjúkdóminn á því stigi að hann fer að draga úr lífsgæðum fólks og einkenni fara að koma í ljós,“ segir Hans Jakob og bætir við að lang- vinn lungna teppa sé ólæknandi en þó hægt að halda einkennum niðri með réttri meðferð. Þegar horft er til aukinnar dánartíðni hér- lendis af völd- um lungnateppu- sjúkdóma verður að hafa hug- fast að margir af fjölmennustu árgöngum þjóð- arinnar, fólk fætt á árunum 1950 til 1965, er að komast á þann aldur sem sjúkdóm- arnir leggjast á fólk. Því má búast við því að næstu tíu til tuttugu árin muni ástandið verða alvarlegt, áður en samdráttur í reykingum síðustu ára fer að segja til sín í fækkun sjúkdómstilfella. Mikill árangur hefur náðst í baráttunni við hjarta- og æða- sjúkdóma á undanförnum árum, en lungnasjúkdómar eru ekki ofarlega í huga fólks. Þessu er full ástæða til að breyta að sögn Hans Jakobs. Þá sé eftir að minn- ast á þjóðfélagslegan kostnað, en lungnalyf vega sífellt meira í heildarlyfjakostnaði þjóðarinnar. svavar@frettabladid.is Fer hljótt en veldur örorku og dauða Einn af hverjum fimm Íslendingum fjörutíu ára og eldri þjáist af einkennum langvinnrar lungnateppu. Fjölmargir komast ekki að því fyrr en of seint. SÖKUDÓLGUR- INN Reykingar eru langstærsti áhættuþátturinn vegna lungnateppu – sem er lífshættu- legur sjúkdómur og ólæknandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP • Langvinn lungnateppa er orsök bróðurparts langvinnra öndunar færa- sjúkdóma almennt. • Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir tvo sjúkdóma, lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. LLT er nú orðin 6. algengasta dánar orsökin á Vesturlöndum. • Byggt á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um langvinna lungnasjúk dóma kemur í ljós að sjúkdómarnir eru orsök um 5 prósenta af heilsufarsskaða Íslendinga, hvort heldur mælt er í ótímabærum dauða eða árum lifuðum með örorku. • Helsta orsökin er reykingar. • Aukna dánartíðni af völdum lungnateppusjúkdóma hérlendis má rekja til þess að stór hópur reykingamanna er nú að ná þeim aldri þegar sjúkdómurinn leggst á fólk, en fólk fætt á árunum 1950 til 1965 er meðal fjölmennustu árganga þjóðarinnar. Heimild: HL stöðin [hlstodin.is] Ein helsta dánarorsökin á Vesturlöndum Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A S ÍA 1 40 62 9 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun www.rekstrarland.is Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 Sótthreinsimottur eru ein besta og öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að smit berist inn í gripahús. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Sótthreinsimottumars í Rekstrarlandi 20% af verði á seldum mottum í mars rennur til Krabbameinsfélagsins. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 05 80 HANS JAKOB BECK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.