Fréttablaðið - 22.03.2014, Side 94

Fréttablaðið - 22.03.2014, Side 94
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýraleg- an hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og til- veruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslensk- aðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverk- stæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjöt- súpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslend- ingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því for- eldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugað- ar sunnudaginn 30. mars klukk- an 13.30 og 16. gun@frettabladid.is Setja óperuna í skondinn búning Barnaóperan Hans og Gréta verður frumsýnd af Óp-hópnum á morgun í Salnum í Kópavogi. Næsta sýning er líka á morgun. Gestir mega syngja með. NORNIN Bylgja Dís Gunnars- dóttir í hlutverki nornarinnar bragðar á kjötsúpunni. MYND/ SIGURLAUG KNUDSEN STEFÁNS- DÓTTIR TÓNLIST ★★★★ ★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist eftir Mozart Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir Stjórnandi: Leo Hussain ELDBORG HÖRPU FIMMTUDAGINN 20. MARS Maður les alls kyns vitleysu á net- inu um klassíska tónlist. Til dæmis að Mozart hafi eitt sinn spurt: „Hvað er leiðinlegra en ein flauta? Jú, tvær flautur.“ Reyndar er til bréf frá honum þar sem hann seg- ist ekki vera hrifinn af þverflaut- unni. Líklega var ástæðan sú að hann var í vondu skapi yfir að ein- hver hafði pantað verk fyrir flautu frá honum, sem hann borgaði svo ekki fyrir. Í öllu falli samdi hann ekki mikið af einleiksverkum fyrir flautu, samanborið við píanókons- ertana sem eru 27 talsins. Eitt af þessum flautueinleiks- verkum var á dagskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Það var konsert nr. 1 í G-dúr og var ein- leikari Hallfríður Ólafsdóttir. Leikur hennar var sérlega falleg- ur. Hröð tónahlaup voru skýr og vandvirknislega leikin. Alls konar stefbrot voru mótuð af kostgæfni. Túlkunin í það heila var lífleg og tilfinningarík. Hljómsveitin spil- aði líka ágætlega undir stjórn Leos Hussain. Almennt talað voru strengirnir vel samstilltir og annað var í góðu jafnvægi. Dagskráin var öll eftir Mozart. Tónleikarnir voru í grænu röðinni svokölluðu, en hún helgast fyrst og fremst af léttmeti, a.m.k. mjög aðgengilegri tónlist. Verk Moz- arts eru ekki alltaf persónuleg, hann gat samið glaðlega tónsmíð þótt allt væri í klessu í einka- lífinu, fjármálin í rúst og heils- an slæm. Þetta kemur sterklega fram í kvikmynd Milos Forman, Amadeus. Hún er vissulega ekki sagnfræðilega rétt. En hún sýnir samt skýrt að tónlist Mozarts var himnesk. Hún streymdi í gegnum hann án nokkurrar fyrirstöðu, þótt hann sjálfur væri hálfgerð- ur asni. Senan þegar hann liggur fyrir dauðanum og er að semja sálumessu er frábær. Fyrst heyr- ist ein og ein rödd sem oft virk- ar skringilega, en svo þegar allt kemur saman er útkoman stór- fengleg. Það er þess virði að sjá Amadeus bara út af þessu atriði. Lítið er að segja um restina af dagskrá Sinfóníutónleikanna. Við fengum að heyra balletttónlist úr fyrstu alvöru óperu Mozarts, Idomeneo, Maurerische Trauer- musik (sorgartónlist fyrir Frí- múrararegluna sem Mozart til- heyrði) og sinfóníu nr. 36. Það var gaman að þessu öllu. Sérstaklega frímúraratónlistinni, sem var óvanalega raddsett, með kraft- meiri bassatónum en vaninn er hjá tónskáldinu. Danstónlistin og sinfónían liðu áfram án þess að neitt sérstakt bæri til tíðinda. Hljómsveitin var í góðu formi. Mismunandi hljóð- færahópar voru með sitt á hreinu. Heildarhljómurinn var þéttur og sannfærandi. Túlkunin var litrík og kröftug. Og samt var tónlist- in svo þægileg áheyrnar að hægt var að loka augunum og slaka á. Það er fátt sem kemur manni í betra skap en að hafa Mozart lágt stilltan á fóninum heima. Dóttir mín fæddist einmitt undir slíkum kringumstæðum. Betri fæðingar- tónlist er vandfundin. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Mozart var prýðilega útfærður og rann ljúflega niður. Skapbætandi tónlist EINLEIKAR- INN Hallfríður Ólafsdóttir. „Leikur hennar var sérlega fal- legur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM ➜ Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Halldór B. Runólfsson safnstjóri verður með leiðsögn um yfir- litssýningu á verkum Magnús- ar Kjartanssonar, Form, litur, líkami: Háspenna/lífshætta á morgun klukkan 14 í Listasafni Íslands. Sýningin er yfirlitssýning á verkum Magnúsar. Magnús var meðal þeirra listamanna sem brúuðu bilið milli formrænnar myndlistar eftirstríðsáranna – bæði óhlutbundinnar og fígúra- tívrar – og póstmódernískrar listar á 9. og 10. áratug liðinnar aldar. Leiðsögn um sýningu Magnúsar LEIÐSÖGN Höfuðfætlur eftir Magnús Kjartansson. MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.