Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 110
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74 UPPNÁM Á TÖKUSTAÐ Tökur á auglýsingu fyrir kampa- vínsrisann Dom Pérignon hafa staðið yfir á Íslandi síðustu daga og aðstoðar Sagafilm tökuliðið. Í miðjum tökum fór tökuliðið út að borða á Grillmarkaðinum og lenti aðaltökumaðurinn frá Frakklandi í því að bragða humar en hann er með bráðaofnæmi fyrir honum. „Hann var sendur með sjúkrabíl og þurfti að gista yfir nótt á spítala,“ segir Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm. Annars hafa tökur gengið vel og klárast um helgina. - lkg Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Viltu vinna miða á Justin Timberlake? Opið allar helgar á Fiskislóð 29 8:00-19:00 virka daga og 10:00-18:00 um helgar Löður dregur út tvo miða fyrir einn heppinn föstudaginn 4 apríl! Farðu á Facebook-síðu Löðurs og taktu þátt. Þú gætir verið að fara á Justin Timberlake í ágúst. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skrifa eitthvað af viti og flyt opinberlega,“ segir hin tvítuga Vigdís Ósk Howser, sigurveg- ari Ljóðlympíuleikana sem fóru fram á Lofti Hosteli í vikunni. Ljóðlympíuleikar eru ljóðaslamm sem ungskáldahópurinn Fríyrkj- an og Meðgönguljóð standa fyrir. „Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís, en tíu aðrir keppendur létu ljós sitt skína. „Ég bjóst ekki við neinu eftir að hafa heyrt öll hin ljóðin, allir hinir stóðu sig svo vel,“ segir Vigdís hógvær. Í dómnefnd sátu þau Hallgrím- ur Helgason, Sigurbjörg Þrastar- dóttir, Bergrún Anna Hallsteins- dóttir og Stefán Ingvar Vigfússon. Eftir ljóðaslammið voru það hinar sívinsælu Reykjavíkur- dætur sem tróðu upp en Vigdís er nýliði í rappsveitinni. „Ég kem fram ásamt stelpun- um í Reykjavíkurdætrum 4. apríl á Harlem, þær eru algjör snilld,“ segir Vigdís, sem lýsir því síðan hvernig tónlistarkonurnar veittu henni innblástur til þess að byrja að skrifa og rappa sjálf. „Ég var bara dolfallin um leið og ég sá þær fyrst,“ segir Vigdís sem gaf sig á tal við stelpurnar eftir fyrstu tónleikana sem hún sá. „Ég spurði hvort ég mætti ekki prófa að rappa með þeim og þær tóku bara vel í það.“ Vigdís segir mikla grósku vera í ljóðamenningu Reykjavíkur og að fólk sækist sífellt meira í að tjá sig með þessum hætti. „Þetta er alls staðar – fullt af fólki sem ég bjóst einhvern veginn aldrei við að semdi ljóð er að því núna,“ segir Vigdís. „Það er mjög spennandi að sjá þessa senu þró- ast, það eru allir með sinn eigin stíl.“ Sjálf vinnur Vigdís við harð- fiskvinnslu í Hafnarfirðinum. „Ég mæti klukkan sjö á morgn- ana, þannig að það var ekki beint möguleiki á að fagna fram á nótt eftir Ljóðaslammið,“ segir Vig- dís og hlær. „En ég klára vinnu- daginn klukkan þrjú og þá hef ég nógan tíma til að skrifa og æfa flæðið.“ baldvin@365.is Ljóðaslammari í harðfi skverkun Hin tvítuga Hafnarfj arðarmær Vigdís Ósk Howser kom, sá og sigraði á Ljóðlympíuleikunum. Hún vinnur í harðfi ski á daginn og rappar á kvöldin. LJÓÐASLAMMAR Vigdís Ósk Howser fékk innblástur frá rappsveinni Reykjavíkurdætrum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Þetta er mikill og skemmtilegur doðrantur. Fullkominn ferðafélagi,“ segir leikarinn og vísindamaðurinn Ævar Þór Benediktsson. Ný bók eftir hann, Umhverfis Ísland í 30 tilraunum, kemur út í maí. Margir þekkja Ævar örugglega úr þáttun- um Ævar vísindamaður á RÚV en síðasti þátturinn fer í loftið í kvöld. „Í bókinni er stoppað á þrjátíu stöðum á Íslandi þar sem ég segi frá skemmtilegum staðreynd- um um staðinn, meðal annars með vísan í þjóðsögur og Íslend- ingasögurnar. Á hverjum stað er framkvæmd tilraun sem tengist staðnum en hægt er að gera allar tilraunirnar heima líka. Það á samt helst ekki að framkvæma þær inni í bílnum. Ég mæli með því að sleppa því,“ segir Ævar, sem gaf út bókina Glósubók Ævars vísinda- manns árið 2011 sem vakti mikla lukku og er uppseld hjá útgefanda. „Ég byggi bókina að stórum hluta á eigin reynslu,“ segir Ævar. Í sjónvarpsþætti sínum hvetur hann ungmenni til að senda sér póst og hefur ekki staðið á því. „Ég reyni að svara öllum og því gengur það hægt. Viðbrögðin frá krökkunum hafa verið stórkost- leg og ég gæti verið í fullri vinnu við að svara spurningum þeirra. Ég vanda mig mikið því ég vil svara öllum vel og rétt. Krakk- arnir spyrja mikið út í það hvern- ig snjallsímar virka, út í líkamann, heilann og hvað er innan í okkur. Svo fékk ég til dæmis bón um dag- inn sem hljóðaði einfaldlega svona: Geturðu hjálpað mér að finna upp tæki sem hjálpar mömmu að vera minna þreytt,“ segir Ævar, sem er því í miklu ábyrgðarhlutverki. „Ég tek þetta hlutverk mjög alvarlega. Ég hef einnig fengið bréf frá foreldrum þar sem þau segja mér að börnin noti svör- in frá mér til að æfa sig að lesa. Það er æðislegt og ýtir enn frekar undir að ég vandi mig við þetta allt saman.“ - lkg Full vinna að svara bréfum aðdáenda Ævar vísindamaður gefur út nýja bók í maí með tilraunum sem hægt er að framkvæma á ferðalagi. Í bókinni er sérkafli um tilraunir sem taka lengri tíma og hægt er að setja af stað áður en lagt er í ferðalag. Þá sést árangur þegar heim er komið. Þá er einnig sérkafli sem fjallar um hvernig á að bregðast við í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum sem geta komið upp á ferðalagi. PLAIN VANILLA FLYTUR Snjallleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem framleiðir spurningaleikinn QuizUp flytur á Laugaveg 77. „Við erum bara búin að sprengja utan af okkur hús- næðið og erum því að flytja í gamla húsnæði Landsbankans, VISA og Valitor á Laugavegi. Við verð- um á tveimur hæðum á nýja staðnum, þetta eru rétt rúmlega 1.000 fermetrar,“ segir Þor- steinn Baldur Friðriksson, framkvæmda- stjóri Plain Vanilla. - fbj SILJA MAGG SLÆR Í GEGN Ljósmyndarinn Silja Magg myndaði á dögunum fyrirsætuna Ana Castelo fyrir marsútgáfu tímaritsins Nylon. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til en myndirnar eru tólf talsins og birtast þær í svarthvítu og eru sjáanlegar á heimasíðu Silju, siljamagg.com. Einnig myndaði Silja nýlega fyrirsætuna Juliu Restoin fyrir spænska glans- tímaritið Grazia. Þær myndir eru einnig hægt að skoða á heimasíðu hennar. - bþ „Ekkert. Sönn saga. Svona eru þær. Forðist plokk- ara.“ GAME OF THRONES- STJARNAN EMILIA CLARKE UM HVERNIG HÚN HUGSAR UM AUGABRÚNIRNAR SÍNAR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.