Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 98
Hljómsveitin Kaleo hlaut alls þrenn verðlaun á Hlustendaverðlaunun- um sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gærkvöldi. Jökull Júlíusson, söngvari sveitar- innar, var valinn söngvari ársins og sveitin sjálf nýliði ársins. Þá hlaut plata þeirra, Kaleo, verðlaun sem plata ársins. Hljómsveitin Of Monsters and Men getur líka verið sátt við sinn hlut. Söngkona sveitarinnar, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, var valin söngkona ársins og bandið í heild sinni valið flytjandi ársins. Það voru hlustendur Bylgjunn- ar, FM957 og X-ins 977 sem völdu hvað stóð upp úr á síðasta ári í íslenskri tónlist og fór kosning fram á visir.is. Verðlaunahátíðin var sannköll- uð veisla fyrir eyrað en meðal þeirra sem stigu á svið voru Emil- íana Torrini, Lay Low, Skálmöld, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Í hlut- verki kynna voru þau Sverrir Þór Sverrisson og Saga Garðarsdóttir sem reyttu af sér brandarana eins og þeim einum er lagið. liljakatrin@frettabladid.is Kaleo kom, sá og sigraði Nýliðarnir í Kaleo hlutu þrenn verðlaun á Hlustendaverðlaununum sem veitt voru í Háskólabíói í gær. Þá hlaut Of Monsters and Men tvenn verðlaun. SIGURSÆLIR Kaleo nældi sér í þrennu í gærkvöldi. RADDBÖNDIN ÞANIN Nanna Bryndís er söngkona ársins. SENDU ÞAKKIR Daft Punk á besta erlenda lagið og sendi hlustendum myndbandskveðju. LAG ÁRSINS Baggalútsmenn eiga lag ársins ásamt Jóhönnu Guðrúnu. LAG ÁRSINS Mamma þarf að djamma– Baggalútur og Jóhanna Guðrún PLATA ÁRSINS Kaleo– Kaleo SÖNGVARI ÁRSINS Jökull Júlíusson– Kaleo SÖNGKONA ÁRSINS Nanna Bryndís Hilmarsdóttir– Of Monsters And Men FLYTJANDI ÁRSINS Of Monsters And Men NÝLIÐI ÁRSINS Kaleo MYNDBAND ÁRSINS Gleipnir– Skálmöld ERLENDA LAG ÁRSINS Get Lucky– Daft Punk VERÐLAUNAHAFAR LÍFIÐ 22. mars 2014 LAUGARDAGUR Hönnunarmars byrjar í Glóey Sjáðu alla möguleikana í gerð lampa og ljósa. Ótrúlegt úrval af silkisnúrum, flottum perum og íhlutum til ljósagerðar. Fagmenn á staðnum. Frábært efni á góðu verði. Nicovel®lyfjatyggigúmmí VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. NEY140201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.