Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 16
22. mars 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fjármálaráðherra birti í vik-unni greinargerð um fram-gang stríðsins við fjár-magnshöftin. Hún segir það helst að tíðindalítið er af þeim vígstöðvum. En hitt er spauglaust íhugunarefni að í greinargerð- inni er staðfest að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins ákvað í nóvember á síðasta ári að hætta þátttöku í starfshópi um losun fjár- magnshafta. Í aðildarviðræðunum féllst sam- bandið á að fela hópi sérfræðinga að kanna hvernig losa mætti um fjármagnshöftin. Seðlabanki Evr- ópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áttu einnig aðild að þessari vinnu en forystan var á hendi Íslands. Engar skuld- bindingar voru gefnar fyrirfram um aðkomu þess- ara aðila að lausn gjaldeyrishafta- klípunnar. En hitt gat engum dulist að með því að fallast á að skoða málið með þessum hætti voru framkvæmdastjórnin, evrópski seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn að viðurkenna þá sér- stöðu Íslands sem nú er Þrándur í Götu frjálsra viðskipta við umheim- inn og fjármálastöðugleika. Fyllsta ástæða er til að ætla að þetta þríeyki hafi gert sér grein fyrir að það kynni að þurfa að koma að lausn þessa vanda ef Ísland tæki að viðræðum loknum ákvörðun um inngöngu. Alltént var augljóst að aðkoma þess væri ekki útilokuð færi svo. Starfshópurinn var því afar mikilvægur. Þegar hann er lagður niður er að sama skapi ljóst að kostir Íslands þrengjast til muna. Þetta er senni- lega einn stærsti skaðinn sem hlot- ist hefur af Evrópustefnu ríkis- stjórnarinnar að svo komnu máli. Menn axla mikla ábyrgð þegar þeir láta þröngsýni í utanríkismálum loka slíkum leiðum. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Stærsti skaðinn Í þessu falli getur enginn skákað í skjóli landsfundar Sjálfstæð-isflokksins. Hann samþykkti nefnilega mjög skýra ályktun um að óvíst væri að krónan dygði til frambúðar og kanna yrði aðra kosti með gjaldmiðil. Eigi að síður hefur utanríkis- ráðherra haldið þannig á Evr- ópumálunum að búið er að leysa upp alþjóðlegan starfshóp sem hafði þetta brýnasta úrlausn- arefni íslenskrar hagstjórnar til skoðunar. Með því var gyrt fyrir raunhæfustu leiðina til að sjá aðra möguleika í gjaldmiðils- málum. Því verður trauðla trúað að það hafi verið gert með glöðu geði þeirra sem kjörnir voru til að framfylgja landsfundarálykt- un Sjálfstæðisflokksins. Greinargerð fjármálaráðherra staðfestir það sem lengi hefur verið vitað að engin skjót lausn er í sjónmál á kreppu haftanna. Annars vegar dregur greinar- gerðin upp skýra mynd af þeim skuldbindingum sem við blasa um greiðslur opinberra aðila og einkaaðila í erlendum gjald- eyri á næstu árum. Hún sýnir að fjármálastöðugleiki án einhvers konar hafta er útilokaður, að minnsta kosti út þennan áratug. Draumar um annað verða að bíða þess að komið verði fram á þriðja tug aldarinnar. Hins vegar er grein gerð fyrir þeim haftareglum sem taka eiga við þegar losað verður um núver- andi reglur. Haftaúrræðunum verður fjölgað og þau fá ný nöfn. Þetta þarf ekki að þýða að metn- aðarleysi hafi leyst háleit kosn- ingamarkmið af hólmi. Þessi kaldi veruleiki hefur alltaf verið ljós ef þeim leiðum yrði hafnað sem nú er verið að eyðileggja. Engin lausn í sjónmáli Þær fimm nýju tegundir hafta, hraðahindrana og varúðar-reglna, sem greinargerð- in skilgreinir, eru í samræmi við það sem Seðlabankinn nefndi í tíð vinstri stjórnarinnar: 1) Nýjar regl- ur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð. 2) Takmörkun á söfnun innlána erlendis. 3) Bann við gjaldeyris- lánum. 4) Skattur á fjármagnsflutn- inga. 5) Áframhaldandi bein höft á lífeyrissjóðina. Reglum af þessu tagi má vita- skuld beita með mismiklum þunga. Þær geta eftir atvikum leitt til minni takmarkana en nú eru en líka meiri. Aðalatriðið er að króna án allra hafta er handan við þá vídd sem augað eygir. Núverandi haftareglur samrým- ast heimildum í samningnum um evrópska efnahagssvæðið um tíma- bundnar neyðarráðstafanir. Þegar nýju reglurnar hafa verið lögfest- ar verður komin varanleg skipan þessara mála sem ekki verður séð að samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til frjálsra fjármagns- flutninga á svæðinu þó að þær kunni að einhverju marki að gera það. Ætla verður að utanríkisráðherra hafi þegar átt ítarlegar viðræður við Evrópusambandið, Noreg og Liechtenstein um þessa stöðu og hvernig hann telur að laga megi hana að reglum innri markaðar- ins. Engin rök eru fyrir því að halda þeim tillögum leyndum. Hafi slíkar viðræður aftur á móti ekki átt sér stað væri það óafsakanlegt kæruleysi. Áður en tillaga um slit á aðildar- viðræðunum verður afgreidd úr þingnefnd hlýtur utanríkisráðherra að birta þær hugmyndir sem hann hefur til lausnar á þessum vanda. En á meðan leynd hvílir yfir þeim úrræðum er framtíð Íslands á Evr- ópska efnahagssvæðinu í uppnámi og stjórnarstefnan spurningamerki. Afl étta á leynd RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS JBL Cinema SB200 59.990 VERÐ HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu G unnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heim- sókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusam- bandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðn- ing við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefn- unnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hags- munamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vett- vangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins? Utanríkisráðherra gerir vel í að heimsækja Úkraínu: Nýi banda maður- inn kvaddur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.