Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 51
| ATVINNA |
Samhentir óska eftir að ráða tæknimann til starfa með almenna vélbúnaðar-, rafmagns-,
rafeinda- og tölvuþekkingu.
Upplýsingar veitir:
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 1. apríl.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfssvið
• Bilanagreining og viðgerðir á raf- og vélbúnaði
• Uppsetning og þjónusta við nýjar vélar
• Viðhald á tækjabúnaði og fasteignum félagsins
Tæknimaður
Samhentir - Kassagerð er þjónustufyrirtæki með heildarlausnir í umbúðum og öðrum
rekstrarvörum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru matvælaframleiðendur um allt land og um
borð í fiskiskipum. Vinnan fer ýmist fram á verkstæði Samhentra eða hjá viðskiptavinum.
Viðkomandi þarf að ferðast um landið til að þjóna viðskiptamönnum og eitthvað til birgja
erlendis vegna námskeiða eða til að afla sér þekkingar.
Hæfniskröfur
• Vélfræðingur, rafvirki eða sambærileg tæknikunnátta
• Gott vald á ensku, skrifaðri og talaðri
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
• Úrræðagóður og fær um að vinna skipulega og sjálfstætt
Upplýsingar veita:
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 31. mars.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Mannauðsstjóri
Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu fyrirtækisins.
Mannauðsstjóri ber ábyrgð á öllum þáttum mannauðsstjórnunar með það að markmiði að styðja við velferð og ánægju
starfsmanna. Mannauðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra.
SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf., einkaleyfishafi
Subway á Íslandi, rekur 24 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land. Fyrsti veitingastaður Subway á
Íslandi var opnaður árið 1994. Markmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragðgóðan skyndibita
með hollustu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að matseðillinn bjóði upp á bragðgóða valkosti sem henta heilbrigðum
lífsstíl. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli uppfylla ströngustu skilyrði um ferskleika og gæði.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Umsjón með ráðningum og móttöku nýliða
• Kjaramál og samskipti við stéttarfélög
• Umsjón með fræðslu- og þjálfunarmálum
• Ráðgjöf og stuðningur við starfsmenn
• Umsjón með starfsþróunarmálum og frammistöðumati
• Þróun starfsmannastefnu í samráði við
framkvæmdastjóra
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði
mannauðsstjórnunar
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla af mannauðsstjórnun
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Faglegur metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
• Haldgóð þekking á launavinnslu og meginþáttum
kjarasamninga
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Verkefnastjóri fasteigna
Fasteignafélagið Sjöstjarnan ehf, sem á og leigir út fasteignir auk þess að sinna byggingaþróunarverkefnum, óskar
eftir að ráða verkefnastjóra sem kemur til með að hafa yfirumsjón með fasteignum og viðhaldi þeirra. Í því felst m.a.
að fylgjast með ástandi húsa og lóða, skipuleggja endurbætur og viðhald ásamt því að vera tengiliður við verktaka.
Viðkomandi sinnir jafnframt verkefnastjórnun vegna nýrra framkvæmda á vegum félagsins.
Helstu verkefni
• Verkefnastjórnun nýrra framkvæmda
• Eftirlit með ástandi fasteigna
• Yfirumsjón með viðhaldi og endurbótum fasteigna
• Samskipti við verktaka
• Gerð verk-, tíma- og kostnaðaráætlana
• Kostnaðareftirlit og tilboðsgerð
Hæfniskröfur
• Menntun á sviði byggingafræði, tæknifræði eða verkfræði
• Iðnmenntun á byggingasviði er kostur
• Réttindi sem byggingastjóri er kostur
• Reynsla af stjórnun viðhaldsverkefna fasteigna
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Gjaldkeri
Leitað er eftir gjaldkera með góða bókhaldsþekkingu til að annast bókhald og gjaldkerastörf fyrir Stjörnuna ehf. einkaleyfishafa
Subway á Íslandi og tengd félög. Reynsla af sambærilegum störfum er mikilvæg sem og nákvæm og öguð vinnubrögð.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Almenn gjaldkerastörf
• Gerð greiðsluáætlana
• Færsla bókhalds dótturfélaga
• Reikningagerð
• Afstemmingar
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Reynsla af gjaldkerastörfum og gerð greiðsluáætlana
• Haldgóð reynsla af bókhaldsstörfum
• Viðurkenndur bókari eða svipuð menntun æskileg
• Þekking á Navision eða sambærilegu fjárhagskerfi
• Góð kunnátta í Excel
• Gott vald á íslenskri tungu
LAUGARDAGUR 22. mars 2014 7