Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 2
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜18
HELGIN 20➜48
SPORT 68
MENNING 58➜60
FIMM Í FRÉTTUM UPPSAGNIR Á RÚV OG STAR WARS TIL ÍSLANDS
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Falleg
hjólhýsi
KLASSÍSKUR RISASLAGUR Á SPÁNI 68
Nær Barcelona að stöðva sigurgöngu Real Madrid?
HRAFN TEKUR VIÐ STJÖRNUNNI 68
Eft irmaður Teits Örlygssonar er fundinn.
SKAPBÆTANDI TÓNLIST 58
Jónas Sen skrifar um Mozart-tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
HANS OG GRÉTA Í KÓPAVOGI 58
Óp-hópurinn setur upp óperu í Salnum.
SPILAR Í NEW YORK OG WASHINGTON 59
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir í stuttu stoppi á Íslandi.
SIGURVEGARAR HLUST-
ENDAVERÐLAUNANNA 62
Kaleo var meðal þeirra sveita sem
fóru heim með verðlaun í gær-
kvöldi.
GETUR FÓLK FEST Í SAM-
FÖRUM? 65
Kynfræðingurinn Sigga Dögg svarar
spurningum lesenda.
SIGURVEGARI LJÓÐLYMPÍU-
LEIKANNA 74
Vígdís Ósk Howser er ljóðaslammari
sem rappar og vinnur í harðfiski á
daginn.
LÍFIÐ 62➜74
KLASSÍSKA FLÍKIN 32
Hvíta skyrtan er ómissandi í fataskápinn og passar við allt.
KAFFIBOLLASPJALL 36
Mæðgin hittast á hverjum degi yfir einum kaffibolla.
BAKAR OG SYNGUR 42
Söngkonan Greta Mjöll Samúelsdóttir í yfirheyrslunni.
Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ 46
Bekkjarfélagarnir Birgir, Úlfur og Bjartur í spjalli á krakkasíðunni.
STÆRSTI SKAÐINN 16
Þorsteinn Pálsson um fj ármagnshöft .
ÁRANGURSTENGDAR GREIÐSLUR TIL KENNARA ERU
TÍMASKEKKJA 18
Anna Kristín Sigurðardóttir um launapotta kennara.
EKKI FLÓKIÐ VERKEFNI 18
Ari Trausti Guðmundsson um reglur fyrir forsetann.
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON
Nýr útvarpsstjóri sagði öllum
framkvæmdastjórum RÚV upp
með það að markmiði að hag-
ræða og jafna kynjahlutföll.
Fréttastjóri RÚV, Óðinn Jóns-
son, var einn þeirra sem sagt var upp.
AÐALHEIÐUR STEINGRÍMS-
DÓTTIR , hjá Félagi fram-
haldsskólakennara, stendur í
ströngum kjaraviðræðum en
verkfall hefur staðið yfir síðan
á mánudag. Lausn á deilunni er
ekki í sjónmáli.
SIGURÐUR INGI JÓHANNS-
SON gegndi stöðu forsætis-,
fjármála-, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra og umhverfis-
og auðlindaráðherra í vikunni
vegna utanlandsferða Sigmund-
ar Davíðs Gunnlaugssonar og
Bjarna Benediktssonar.
PATTI SMITH tónlistarkona
kom, sá og sigraði á náttúru-
verndartónleikum í Hörpu.
Hún talaði um einstaka nátt-
úrufegurð Íslands og söng
meðal annars Perfect Day eftir
vin sinn Lou Reed.
➜ R2D2 Litla vélmennið kemur hingað til lands í apríl en nýja Star Wars-myndin verður að hluta
til tekin upp hérlendis. Stórstjarnan er orðin 37 ára gömul og því enginn nýgræðingur í bransanum.
SAMFÉLAGSMÁL „Allur ágóði
af ballinu sem ég held í
kvöld rennur óskiptur til
Krabbameinsfélagsins,“
sagði Páll Sævar Guðjóns-
son þegar hann hafði sigr-
að í einstaklingskeppni
Mottumars 2014 í gær.
Páll safnaði samtals
1.069.000 krónum. Hann
sigraði í keppninni með
sex hundruð þúsund króna áheiti
um klukkustund áður en söfnunar-
átakinu lauk.
„Ég stend fyrir árgangaballi
fyrrverandi nemenda úr Haga-
skóla á veitingastaðnum Rúbín og
þessi upphæð er brot af því sem
kemur inn í miðasölunni,“ segir
Páll og tekur fram að upphæðin
geti á endanum orðið enn hærri.
Páll greindist sjálfur með
krabbamein í ristli í janúar 2012,
þá 42 ára gamall. Hann er nú laus
við meinið en fer í reglubundið eft-
irlit. Páll starfar sem skrifstofu-
stjóri og er einnig vallar-
þulur á Laugardalsvelli
og KR-vellinum í Frosta-
skjóli.
Liðið Vinir Villa fór
með sigur af hólmi í liða-
keppni söfnunarátaksins.
Meðlimir liðsins söfnuðu
1.223.000 krónum en þeir
voru allir vinir Vilhjálms
Óla Valssonar, sigurveg-
ara Mottumars 2013, sem lést af
völdum krabbameins í lok mars í
fyrra.
„Það er ekki hægt að segja
annað en að þetta hafi komið á
óvart enda áttum við ekki von á
því að þetta færi yfir milljón krón-
ur,“ segir Hreggviður Símonarson,
liðsstjóri Vina Villa.
Hann segir upphaflegt mark-
mið liðsins hafa hljóðað upp á eitt
hundrað þúsund krónur en það var
síðan hækkað upp í 1.639.000 krón-
ur, sömu upphæð og Vilhjálmur
safnaði árið 2013.
„Við misstum þrjá samstarfs-
félaga hjá Landhelgisgæslunni úr
krabbameini í fyrra þannig að við
vorum í rauninni að heiðra minn-
ingu þeirra allra með þessu,“ segir
Hreggviður.
haraldur@frettabladid.is
Sigraði í Mottumars
með miðasölu á ball
Sigurvegarinn í einstaklingskeppni Mottumars greindist sjálfur með krabbamein
fyrir tveimur árum. Vinir Villa sigruðu í liðakeppninni. Meðlimir liðsins misstu í
fyrra þrjá samstarfsfélaga úr krabbameini. Um 26 milljónir króna söfnuðust.
Alls söfnuðust 26.035.907 krónur
í Mottumars að þessu sinni
en í fyrra söfnuðust rúmar 25
milljónir.
Lokahóf söfnunarátaksins var
haldið í Hörpu í gærkvöldi og
þá voru veitt verðlaun fyrir þrjú
efstu sætin í báðum keppnunum.
Meistarafélag hárskera sá
einnig um að velja fegurstu
mottuna og þau verðlaun fóru til
Guðna Hannessonar frá Akranesi.
66 PRÓSENTA NÝTING 4
Um það bil 66 prósenta nýting var á sölum Hörpu árið 2013. Ráðstefnutekjur jukust um
40 prósent það ár en aldrei hafa fl eiri gestir lagt leið sína í húsið.
VIÐHORFIÐ KANNAÐ 6
Tillögur að nýjum virkjanakostum til
meðferðar við 3. áfanga rammaáætlunar
eru ekki síst til að kanna hugarfar lands-
manna gagnvart orkunýtingu.
KJÖTIÐ TIL JAPANS 8
Áfangastaður fl utningaskipsins Ölmu,
sem verið er að lesta með frosnum
hvalafurðum í Hafnarfj arðarhöfn, er
Osaka í Japan.
VELDUR ÖRORKU OG
DAUÐA 12
Einn af hverjum fi mm Íslendingum fj örutíu ára og eldri þjáist af einkennum langvinnrar
lungnateppu. Fjölmargir komast ekki að því fyrr en of seint.
PÁLL SÆVAR
GUÐJÓNSSON
SIGURLIÐIÐ Vinir Villa
tóku við verðlaununum
í lokahófi Mottumars
2014 í Hörpu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra mun
í dag heimsækja úkraínska þingið
og funda með Andrii Deshchytsia,
utanríkisráðherra landsins.
Þar mun Gunnar Bragi kynna
afstöðu stjórnvalda til yfirtöku
Rússa á Krímskaga, sem hann
hefur lýst yfir að sé brot á alþjóða-
lögum, og þátttöku Íslands í refsi-
aðgerðum gegn Rússum.
Ráðherra mun hefja daginn
með heimsókn í þingið þar sem
hann ætlar að hitta fulltrúa allra
þingflokka og kynna þeim afstöðu
íslenskra stjórnvalda og heyra hver
sjónarmið þingmannanna eru.
Að heimsókninni lokinni mun
ráðherra borða hádegisverð með
fulltrúum frjálsra félagasamtaka
á staðnum og þar á eftir litast um
á Maidan-torgi í Kænugarði. Í gær
var liðinn mánuður frá átökunum
á torginu.
Um kvöldmatarleytið mun ráð-
herra síðan hitta starfandi utanrík-
isráðherra landsins og borða með
honum kvöldverð.
Krímskagi varð í gær formlega
hluti af Rússlandi, þegar Vladimír
Pútín Rússlandsforseti undirritaði
lög þess efnis. - hmp, hg
Utanríkisráðherra ætlar að hitta fulltrúa frjálsra félagasamtaka í Kænugarði:
Fundar með ráðamönnum í dag
Á VELLINUM Kostiantin Malovany,
ræðismaður Íslands í Kænugarði, tók á
móti utanríkisráðherra á Boryspil-flug-
vellinum í Kænugarði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
26 milljónir