Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 10
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Meistaranám í upplýsingafræði FJARNÁM / STAÐNÁM þitt er valið www.hi.is FÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD Upplýsingafræði byggir á kunnáttu, eðli og einkennum upplýsinga og þekkingar. Dæmi um áherslur: • Upplýsingaöryggi • Markaðssetning upplýsinga- og skjalastjórnunar • Gæða- og þekkingarstjórnun • Rekstur rafrænna gagnasafna og upplýsingakerfa • Upplýsingahegðun og áhrifaþættir • Samfélagsmiðlar og upplýsingavefir MIS í upplýsingafræði (Master of Information Science) Nám fyrir fólk með grunnnám úr öðrum námsgreinum en upplýsingafræði. MA í upplýsingafræði (Magister Artium) Nám ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi í upplýsingafræði. Upplýsingar veita Félags- og mannvísindadeild s: 525 5444 fom@hi.is, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor jg@hi.is, s: 892 4718 og Ágústa Pálsdóttir, prófessor agustap@hi.is, s: 696 5801. Skráning er til 15. apríl á hi.is - Kíktu á nýtt kynningarmyndband á Youtube: Upplýsingafræði Þótt fæstir séu beinlínis bjartsýn- ir þegar kjaradeila er komin í hnút ætlar Guðríður Arnardóttir, nýr for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, að leyfa sér að nálgast deiluna af bjartsýni, eins og hún orðar það. „Ég ætla að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Ég tel að það sé vilji allra sem að borðinu koma. Þótt deilan leysist ekki á einum eða tveimur dögum hef ég trú á því að hún geri það fyrr en seinna. Mikilvægasta verkefnið núna er að leysa þessa deilu og koma stétt- inni á lygnan sjó í kjaramálum.“ Ólgusjór varð þegar stytting framhaldsskólans var kynnt sem hluti af tillögum ríkisins í kjara- samningaviðræðunum við kenn- ara á dögunum. „Ráðherra er ekki bara að stytta námið, heldur setur hann þessar hugmyndir, sem við vitum ekki hversu þróaðar eru, inn sem skiptimynt gegn launa- hækkun. Ég slæ engar hugmynd- ir út af borðinu og er óhrædd við breytingar, annars stöðnum við en fyrst byrjar maður á faglegri umræðu. Svo á að taka ákvörðun um kerfisbreytingu. Í framhaldi af því á breytingin, þegar hún hefur verið útfærð, að koma inn í kjaraviðræður.“ Að borðinu á öllum stigum Faglega umræðan á að vera með þátttöku framhaldsskólakennara, að mati Guðríðar. „Sem faglegur fyrirliði vil ég fá tækifæri til að koma að borðinu á öllum stigum. Þótt við höfum öll gengið í gegn- um skólakerfið, og það reyndar mismunandi mikið, þá verður ekki fram hjá því gengið að sérfræð- ingarnir eru inni í skólunum. Það er sanngjörn krafa að sjónarmið okkar stéttar komi að borðinu.“ Guðríður bendir á að skoða þurfi vandlega alla þætti þegar verið sé að bera skólakerfið hér saman við skólakerfi í öðrum löndum. „Skólaárið er mismun- andi langt í OECD-ríkjunum auk þess sem ekki er alls staðar lág- markskrafa um ákveðinn árang- ur við útskrift. Nemendur útskrif- ast sama hver frammistaðan er. Í Danmörku þurfa nemendur sem hafa útskrifast sem stúdentar til dæmis að fara í aðfaranám í ein- hverjum tilfellum fyrir ákveðn- ar háskólagreinar vegna ónógs undir búnings í framhaldsskóla. Slíkt aðfaranám er ekki alls stað- ar á vegum hins opinbera. Ég tel víst að við viljum ekki skerða gæði stúdentsprófsins en ef við ætlum að fækka námsárunum þurfum við að lengja skólaárið.“ Ákveðin efnahagsaðgerð Formaðurinn segir að slíkt yrði ekki bara kerfisbreyting, held- ur einnig ákveðin efnahagsað- gerð. „Hún hefði áhrif á fjár- hag íslenskra heimila. Við erum með ákveðna samfélagsgerð þar sem atvinnuþátttaka nemenda er mikil. Þeir vinna fyrir bókum og vasapeningum á sumrin og einnig með námi á veturna. Búast má við því að vinnan minnki mikið þegar náminu er þjappað saman. Í Dan- mörku fá framhaldsskólanemar vasapeninga frá hinu opinbera. Þeir þurfa heldur ekki að greiða fyrir námsbækur.“ Breyting á námsefni hefur verið í umræðunni að undan- förnu. „Kennarar hafa lagt mik- inn metnað í gerð námsefnis. Þeir hafa gert það að lið í undirbúningi kennslu að koma námsefni á raf- rænt form. Við þurfum að stór- auka styrki til að nútímavæða námsefni svo ég grípi til orða menntamálaráðherra um breyt- ingu á því.“ Guðríður kveðst leggja áherslu á að umræðan um skólamál- in verði yfirveguð. „Menn hafa verið að hengja sig á eitt úrræði og kasta því inn í umræðuna, eins og til dæmis brottfallstölur. Inni í þeim tölum eru nemendur sem hafa skipt um skóla en hafa útskrifast á réttum tíma. Það gleymist að benda á þessa stað- reynd. Það er auk þess fásinna að reikna dæmið, eins og gert var í skýrsu sveitarfélaganna um kostnað vegna brottfalls, að svokallaðir brottfallsnemendur fari á fjárhagsaðstoð sveitar- félaganna.“ Spurð um hvort menntun kenn- ara séu nógu góð segir Guðríður svo vera. „Kennarar eru hæfir og vel menntaðir en menntun þeirra má ekki staðna. Það er brýnt verkefni að upplýsa almenning um hvað felst í kennarastarfinu. Kennarar eru stétt sem vinnur óreglulegan vinnutíma og vinn- ur síst minna en aðrar vinnandi stéttir. Við erum ekki bara í sól- böðum á sumrin og í jólabakstri í desember.“ Óhrædd við kerfisbreytingar Nýr formaður Félags framhaldsskólakennara, Guðríður Arnardóttir, ætlar að koma stéttinni á lygnan sjó í kjaramálum. Sanngjörn krafa að kennarar fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á öllum stigum umræðunnar um breytingar á náminu til stúdentsprófs. NÝR FORMAÐUR Guðríður Arnardóttir fer á viðræðufundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég ætla að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Ég tel að það sé vilji allra sem að borðinu koma. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. KENNARAR Í KJARABARÁTTU Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ingibjorgbs@frettabladid.is ÁSTRALÍA, AP Leit ástralskra leitar- flugvéla að braki úr malasísku þotunni sem hvarf fyrir rúmum tveimur vikum bar engan árang- ur í gær. Leitað var á stóru svæði um 2.500 kílómetra vestur af megin- landi Ástralíu eftir að hlutir sem gætu verið brak úr vélinni sáust á gervihnattamyndum sem teknar voru fyrir nokkrum dögum. Leitarvélarnar eru um fjórar klukkustundir að fljúga frá Ástra- líu á leitarsvæðið og hafa aðeins flugþol til að leita í tvær klukku- stundir áður en þær þurfa að fljúga til baka. Þrjár ratsjárvélar tóku þátt í leitinni í gær. Warren Truss, starfandi forsæt- isráðherra Ástralíu, reyndi að slá á væntingar til leitarinnar. „Hlut- ir sem flutu fyrir mörgum dögum gætu verið sokknir niður á botn í dag. Það er einnig augljóst að brakið gæti hafa borist hundruð kílómetra á þeim tíma sem er lið- inn frá því það sást.“ Tvær kínverskar leitarvélar og tvær flugvélar frá Japan eru væntanlegar til Ástralíu í dag. Floti skipa er á leiðinni á svæði frá Kína, en nokkrir dagar eru í að skipin geti hafið leit. Norskt vöruflutningaskip er á svæðinu við leit og fleiri skip hafa tekið stefnuna á þennan afskekkta hluta Indlandshafs í þeirri von að finna eitthvað sem gæti gefið vís- bendingu um hvað varð um týndu malasísku þotuna. - bj Umfangsmikil leit að malasísku þotunni í Ástralíu: Leit flugvéla bar engan árangur í gær LANGFLUG Þrjár ástr- alskar P-3C Orion ratsjár- vélar búnar fullkomnum leitartækjum hafa tekið þátt í leitinni að malasísku þotunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.