Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 112
Mest lesið
NÆRMYND
Andri Snær, höfundur bókanna Drauma-
landið og Sagan af bláa hnettinum, komst
í fréttirnar í vikunni fyrir þátt sinn í stór-
tónleikunum Stopp– Gætum garðsins! sem
haldnir voru í Eldborg. Ágóði viðburðarins
og söfnunarinnar var 35 milljónir króna sem
runnu til Náttúruverndarsamtaka Íslands og
Landverndar. Listamennirnir gáfu vinnu sína
en fram komu meðal annars Björk og Of
Monsters and Men og hin sænska Lykke Li.
Andri Snær
Magnason
Rithöfundur og ljóðskáld
ALDUR 40 ára
Frá því að hann var strákur var hann
bara mjúkur og þægur. Hann hefur
alltaf verið mikill gleðigjafi og aldrei
til vandræða. Hann var stundum pínu-
lítið utan við sig en feikilega athugull
og góður legó-maður. Aðeins fimm
ára vissi hann öll nöfnin á risaeðl-
unum. Eitt sinn vorum við á safni í
Bandaríkjunum að skoða
risaeðlur en þá benti
hann safnverðinum á að
það vantaði hryggjarlið
og það reyndist rétt.
Kristín Björnsdóttir,
móðir
Okkar kynslóð á honum margt að
þakka varðandi náttúruvernd og hans
dásamlegu skrif. Andri er einstaklega
vel gefinn strákur, hjartahlýr og yndis-
legur sveimhugi sem getur gert marga
hluti í einu. Hann er og fylginn sér en
ég veit ekki hvar hann væri
án konunnar sinnar því
hún veitir honum mikinn
stuðning.
Pálmi Guðmundsson,
sjónvarpsstjóri Skjás
Eins, besti vinur
Það er gaman að vera ferðafélagi Andra
í gegnum í lífið. Hann er ótrúlega frjór
í hugsun og flinkur að vinna úr hug-
myndum og koma þeim á framfæri. Sýn
hans á hlutina er oft öðruvísi og hann
hugsar í stærra samhengi og fallega til
framtíðar. Til dæmis til
náttúruverndar. Hann
er frábær vinur og fjöl-
skyldufaðir og ég er
stolt af honum.
Margrét Sjöfn
Torp, eiginkona
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
FRUMSÝNING
NÝR RENAULT MEGANE
BL ehf / Sævarhöfða 2
110 Reykjavík
VELKOMIN Í KAFFI
OG REYNSLUAKSTUR
Nú er
opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla