Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 26
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Arnór tekur á móti mér á heimili sínu í miðbæn-um. Hann er nýflutt-ur í íbúðina og afsakar IKEA-umbúðirnar sem bíða eftir að komast í Sorpu. Arnór hefur búið á Seltjarn- arnesi með kærustunni sinni síð- astliðin tvö ár og það er stórt skref fyrir hann að vera kominn nálægt Laugaveginum aftur. Arnór varð fyrir alvarlegri líkamsárás nóttina eftir föstudaginn langa árið 2012, á horni Laugavegs og Smiðjustígs. „Systur mínar tvær voru í heim- sókn frá Danmörku og við ákváð- um að taka gott djamm. Við vorum á Faktorý og klukkan hálf fimm var svo kominn tími til að fara heim. Það varð einhver misskiln- ingur á milli okkar systkina svo við fórum að rífast, þú veist, bara eins og systkini gera.“ Systkinin gengu út af Faktorý og stoppuðu til að útkljá málin. Þá var skyndilega gripið í Arnór aftan frá. „Það fyrsta sem ég hugs- aði var að þetta væri einhver stór- vinur sem ég þekkti sem væri að reyna að vera fyndinn en svo sá ég í augum systra minna að það væri ekki rétt. Þeir tóku mig niður í götuna og fóru svo á móti systrum mínum. Þær fengu algjört sjokk og öskruðu bara endalaust: Hvað er í gangi, hvað er í gangi? Ég reif mig á lappir og ýtti öðrum upp að glugga verslunarinnar. Ég reyndi að koma þeim í skilning um að þetta væru systur mínar. Þá var ég tekinn niður og fékk spark í and- litið og heilahristing við það. Hann dúndraði bara beint í höfuðið og braut annan augnbotninn í mér.“ Vonbrigði á vonbrigði ofan „Ég áttaði mig ekki á því þarna hvað þetta var í raun alvarleg lík- amsárás. Lögreglan kom svo og talaði við þá saman sem mér þótti skrítið því þeir gátu samræmt sögur sínar. En svo horfði ég bara á þar sem þeim var sleppt lausum og þeir gengu niður götuna. Þá kom fyrsta sjokkið og ég hélt að ég fengi aldrei lok í málið. Von- brigðin voru ótrúleg.“ Seinni vonbrigði kvöldsins voru þegar lögreglan keyrði Arnór og systur hans á Bráða- móttöku Landspítalans. „Við vorum ekki alveg komin þegar ég sagði að mér liði illa og þeir spurðu hvort ég væri að fara að æla í bílinn. Ég sagðist halda það og þá stoppuðu þeir bílinn svo ég kæmist út. Svo keyrðu þeir bara í burtu. Þetta er grátbroslegt í minningunni en auðvitað var ég við það að kasta upp því ég var með heilahristing. Það eru ein- kenni heilahristings, að fólk kasti upp. Ég tók því ekki illa þá en systur mínar tóku því mjög illa. Ég gat ekki hugsað skýrt.“ Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags en skrifstofa lögregl- unnar er lokuð um helgar og á helgidögum. „Það voru vonbrigði að þurfa að bíða yfir alla páska- helgina með að kæra. Ég hef unnið á hótelum og í verslunum sem ekki er lokað yfir hátíðarnar en svo þegar koma rauðir dagar þá lokar lögreglan. Ég var mætt- ur um leið og skrifstofan opnaði á þriðjudegi til að kæra.“ Upp á eigin spýtur Arnór kærði og fór í kjölfarið í skýrslutöku. Hann hafði haft nægan tíma til að hugsa um aðstæður árásarinnar og þótti líklegt að eftirlitsmyndavélar í skartgripaversluninni hefðu náð einhverjum hlutum árásarinnar. „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem tók skýrslu af mér bað mig að fara í verslunina og athuga með upptökur. Mér fannst það fárán- legt. Ég fór samt því ég vildi gera allt rétt.“ Í versluninni fékk hann að vita að eftirlitsmyndavélar verslun- arinnar hefðu náð árásinni og að lögreglu væru velkomið að sækja upptökurnar „Ég hafði samband við lögregluna og þrýsti svo reglulega á þá að ná í upptök- urnar. Fjórum vikum síðar fékk ég símtal og þá hafði lögreglan aldrei farið að ná í gögnin svo búið var að eyða þeim. Eftir- málin voru þannig að ég upplifði mig oft mjög ráðalausan, engin áfallahjálp var veitt en ég þurfti að sækja sálfræðihjálp til Dan- merkur til að díla við tilfinning- arnar sem komu upp eftir árás- ina. Það var enginn eftirfylgni, enginn sem benti mér á hvert ég ætti að snúa mér næst.“ Hittir árásarmennina í vinnunni Arnór hefur nokkrum sinnum lent í því að vinna með mönnun- um eftir árásina. Hann hafði líka unnið með þeim áður því þeir hafa tekið að sér verkefni hjá fyr- irtæki sem sér um öryggis gæslu hér í Reykjavík. „Fólk getur kannski sett sig í þessi spor ef það hefur lent í einhverju svip- uðu. Það er ömurlegt að þurfa að hitta ofbeldismanninn á „skrif- stofunni“ alltaf.“ Eftir að mennirnir höfðu verið dæmdir í héraðsdómi ræddi Arnór við yfirmann þeirra vegna þess að hann átti að koma fram á stórum tónleikum í Laugardalshöll og gat ekki hugsað sér að rekast á þá þar. „Hann sagði að það væru alltaf tvær hliðar á málum. Ég veit ekki hvernig mér tókst að kyngja því.“ Biðin eftir dómi erfið Mennirnir tveir voru dæmdir í Hæstarétti þann 13. mars síð- astliðinn. Arnór segir biðina eftir niðurstöðu í málinu hafa verið mjög erfiða. „Ég vissi ekk- ert hvaða afsakanir þeir gætu borið fram og það var óþægi- legt. Ég fór að hugsa alls konar skrítið og jafnvel kenna mér um árásina. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði getað brugðist öðruvísi við eða hvort ég var að kalla þetta yfir mig.“ Ofbeldismennirnir fengu báðir skilorðsbundinn fangelsisdóm og voru dæmdir til greiðslu sektar. „Ég veit samt ekki hvort þetta var persónuleg árás eða algjör tilviljun. Þetta mál er búið að bíða í tvö ár og ég veit enn ekki af hverju þeir gerðu þetta.“ Breyttur maður eftir árásina Arnór var að vinna í grunnskóla í Breiðholti við tónlistarkennslu þegar árásin átti sér stað. „Ég var frá vinnu í tvær til þrjár vikur vegna áverkanna en svo gat ég ekki kennt því ég var svo hræddur um að höndla ekki álag- ið. Maður reynir að hjálpa krökk- unum en ekki bara að kenna þeim tónlist og það er mjög erfitt ef maður er ekki sjálfur í jafnvægi. Krakkarnir eiga skilið 100 pró- sent einbeitingu. Þau eiga ekki skilið að fá einhvern inn sem kemur með 50 prósent orku í byrj- un tímans.“ Hann varð líka uppstökkur við fjölskyldu og vini án þess að skilja fyllilega hvers vegna. „Ég var eins og Hulk, nema ég varð ekki grænn og massaður, bara reiður. Ég fékk líka hálfgerða ritstíflu. Ég gat alveg samið en mér fannst ekkert fallegt sem ég samdi. Ég áttaði mig á vandanum þegar ég las ljóð listamanna sem ég held mest upp á, eins og Edgar Allan Poe og Walt Whitman, þá fannst mér það sem þeir voru að gera ekki heldur fallegt og þá fattaði ég að það var bara eitthvað að.“ Stríðssvæði eftir miðnætti Arnór er fluttur aftur í miðbæ- inn. „Það hefur tekið langan tíma að venjast því að kíkja út en sem betur fer hef ég verið mjög upp- tekinn. Fyrst eftir árásina var ég gjörsamlega breyttur maður svo ég treysti sjálfum mér ekki til að fara niður í bæ að kvöldi til. Ég vissi ekki hvernig ég myndi bregð- ast við ef ég myndi lenda í ein- hverjum sem væri agressífur. Ég upplifi miðbæinn bæði sem ótrú- lega notalegan stað og líka sem stríðssvæði. Það er ekki í lagi að það megi búast við hverju sem er í miðbænum eftir miðnætti.“ Gerir upp árásina með plötu Hljómsveit Arnórs, Agent Fresco, er í hljóðveri að semja nýja tónlist. „Þessi plata er það erfiðasta sem ég hef tekist á við í tónlistinni. Ég hef aldrei unnið svona mikið í tón- listinni minni. Fyrsta lagið kemur út í maí og platan kemur út seinna í ár. Við höfum ekki gefið neitt út í fjögur ár svo það er kominn tími til. Við Tóti gítarleikari höfum unnið mikið með þetta í gegnum tónlist og texta. Það er eitthvert dýr innra með mér. Í upphafi er ég að tala um þessa óróleikatil- finningu en í lokin er ég að kveðja, segja bless við reiðina og halda áfram.“ Myndi kæra aftur Arnór segir að margt hefði mátt betur fara í úrvinnslu málsins. „Ég fékk bara öryggistilfinningu því ég talaði við gaura sem ég þekki sem eru stórir strákar og þekkja hliðar á Reykjavík sem við þekkjum fæst. Þeir gátu sagt mér hvort ég þyrfti að vera hræddur við þessa menn eftir árásina og veittu mér vörn sem mér fannst ég ekki fá frá kerfinu. Það geta allt of margir sagt per sónulega sögu af ofbeldi og það eru svo margir sem hafa gef- ist upp á réttarkerfinu. Lögregl- an er svo undirmönnuð og réttar- kerfið virkar svo hægt að margir hafa ekki þrautseigju eða andleg- an kraft til að bíða í eitt til tvö ár eftir að máli ljúki og sækjast þá ekki eftir réttlæti, en þessu þarf að breyta strax. Ég mun samt hiklaust kæra ef ég lendi í þessu aftur. Það þýðir ekkert að leyfa fólki að kom- ast upp með ofbeldi og með því að forðast að sækjast eftir rétt- læti og vinna úr sínum málum er maður að grafa sína eigin andlegu gröf. Ég hvet því alla til að kæra ef þeir verða fyrir ofbeldi og vona að kerfið muni taka betur á móti brotaþolum í framtíðinni.“ Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Þurfum að berjast fyrir réttlæti Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tveimur árum. Hann segir að biðin eftir því að fá niðurstöðu í mál hans hafi verið mun erfiðari en hann átti von á. Hann hvetur fórnar- lömb til að kæra ofbeldi þrátt fyrir að kerfið sem taki á móti þeim virðist ekki í stakk búið til að takast á við vandann. ARNÓR DAN ARNARSON Er tilbúinn að halda áfram eftir að hafa fengið réttlætinu fullnægt í Hæstarétti. MYND/VALLI LEMSTRAÐUR Svona leit Arnór út eftir árásina. MYND/AÐSENT Þetta mál er búið að bíða í tvö ár og ég veit enn ekki af hverju þeir gerðu þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.