Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 78
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég heiti Gréta með é en ég heiti sko Greta með e! Mjög stór og algengur misskilningur. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Kannski erfitt fyrir mig að segja. En ég held að það komi mörgum á óvart hvað ég er mikið nörd. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Alveg ofsalega margt, tárast yfir mjög fjöl- breytilegu sjónvarpsefni. En það sem kemur alltaf út hjá mér tárum er laukur. Laukur fær mig alltaf til að grenja. 4 Hvað gerir þig pirraða? Þegar ég er of sein eitt- hvert. Þá kemur Grýlan fram. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Prump klikkar ekki. Eitt- hvað svo ofsalega fyndið við það, sama hvað maður verður gamall. 6 Er líf á öðrum hnöttum? Ég er eiginlega alveg viss um það. Þó að það sé eitthvað svo langt í burtu að við munum aldrei komast í tæri við það. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Ætli það sé ekki bara alltaf þegar þjóðsöngurinn byrjaði þegar ég spilaði landsleik. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Þá er ég yfirleitt að baka eða skreyta köku eða hnoða í súrdeigs- brauð. En þegar ég er ein vöknuð og allir aðrir sofandi þá borða ég yfirleitt bland í poka. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotin í? Chris Hemsworth sem leikur Thor. Er sjúk í hann. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Tæki Lonely Planet-bók eyjunnar sem ég heimsæki. Platan yrði örugglega fyrsta SamSam- platan, bara af því að hún er ekki til og ég hlakka svo til að heyra hvernig hún mun hljóma. Get ekki beðið eftir að hún verði hluti af heiminum. Garden State yrði bíómyndin af því að ég held ég gæti aldrei fengið nóg af henni. 11 Hver er fyrsta minningin þín? Ein sú fyrsta var þegar ég fékk eina af mínum stórgóðu hugdettum þriggja eða fjögurra ára. Ég ætlaði að klæða mig upp sem Lína Lang- sokkur (svona eins og ég gerði flesta daga) og þurfti þ.a.l. stóra sokka frá pabba. Þá var auðvitað prílað upp í skáp sem var himinhár (svona 190 cm he, he) og man bara eftir því þegar ég fann hann vagga, og vagga þangað til við hrundum niður saman, ég og skápurinn. Nema hann endaði ofan á mér. Þetta var fyrsta spítalaferðin sem ég man eftir. Svo er líka ein af þeim fyrstu sem ég man af mér og Hófí sitjandi á gólfinu að taka upp lög í kass- ettutæki. Hófí kunni fullt af lögum, en ég eiginlega engin þannig að ég bjó þau bara til á staðnum, um ruslatunnur og inniskó og fleira. 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Alveg örugglega eitthavð sem ég er ekki enn búin að láta mér detta í hug að sé hægt að gera. Von- andi verð ég enn þá bara að ýta mér út fyrir þægindahringinn á alla mögulega vegu. Kannski í öðru landi, kannski með börn, kannski að skrifa bók, kannski búin að eignast húsnæði, kannski með stutt hár. Hver veit. 13 Popp eða klassík? Popp fyrir mig, þó að ég kunni að meta klassík. En svo finnst mér popp algjör klassík, fer stundum í bíó bara til að fá mér popp (djók). 14 Hver var æskuhetjan þín? Lína Langsokkur, reyndar trúði ég heillengi að ég væri bara hún. 15 Er ást í tunglinu? Klár-lega! Ástin er alls staðar! YFIRHEYRSLAN GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR Bakar þegar aðrir sofa App vikunnar að þessu sinni er smáforrit sem ber nafnið Lögregluþjónninn. Um er að ræða snjalltækja- forrit lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Virkni Tilgangur þess er að miðla upplýsingum til þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæð- inu. Með lögregluþjóninum er hægt að skoða efni sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu deilir á samfélags- miðlum með auðveldum og þægilegum hætti en þar birtir lögreglan skilaboð og upplýsingar sem eiga sér- staklega erindi til almenn- ings, auk þess að eiga þar í samskiptum við almenning, en til að mynda er hægt að nota lögregluþjóninn til að koma ábendingum eða fyrirspurnum til lögreglu. Möguleikar Með lögregluþjóninum er einnig mögulegt að koma áríðandi upp- lýsingum hratt til notenda hans með svokölluðum þrýsti-skilaboðum (push notifications), en slíkt er til dæmis hægt að nota þegar leitað er að týndum einstaklingum. Ef þig vantar lögreglu- aðstoð, hringdu í 112. Lögreglan tekur ekki við útkallsbeiðnum gengum samfélagsmiðla. Samvirkni Með lög- regluþjóninn í símanum er hægt að sjá, á einum stað, alla þá þjónustu sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu býður upp á, gegnum samfélagsmiðla. Þar er hægt að skoða upplýsingar, ljósmyndir og allt hitt sem við birtum reglulega. Hægt er að ná í Lögregluþjóninn á App Store eða Google Play, fyrir snjalltæki sem nota Android og iOS. Vert er að taka fram að forritið veitir lögreglu engan aðgang að gögnum símans eða stað- setningu hans. 5 TÓNLISTARMENN SEM VERT ER AÐ FYLGJAST MEÐ Á ÁRINU JOHN NEWMAN SÁLARTÓNLIST FKA TWIGS „ALTERNATIVE“ POPP OG R&B LO-FANG RAFTÓNLIST HOLYCHILD POPP RICH HOMIE QUAN HIP HOP Vefsíðan Into the Gloss er stofnuð af fj ölmiðlakonunni Emily Weiss og hefur á stuttum tíma náð að festa sig í sessi sem ein áhrifamesta vefsíða um snyrtivörur í dag. Síðunni er skipt niður í fl okkana hár, neglur, húð, förðunarvörur, heilsa, ilmvötn, augu og varir. Þar eru ítarlegar umfj all- anir um nýjustu straumana, merkin og góðar ráðleggingar frá fagfólki. Einnig er fræga fólkið tekið í spjall, kíkt í snyrtibuddurnar ásamt nýjustu fréttum úr snyrtivöruheiminum. Áhugasamir hefðu gaman af að fylgjast með Instagram-síðu Into the Gloss sem er virk. FYLGSTU MEÐ … snyrtivöruvefsíðunni Intothegloss.com ➜ Söngkona og knattspyrnukona Söngkonan og fyrrverandi landsliðskonan í knatt- spyrnu Greta Mjöll Samú- elsdóttir vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún flutti lagið Eftir eitt lag í undankeppni Eurovision. Hún skipar dúettinn Sam- Sam ásamt systur sinni Hólmfríði en þær stefna á að gefa út sína fyrstu plötu á þessu ári. APP VIKUNNAR LÖGREGLUÞJÓNINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.