Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 36
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36
Guðrún: „Já, og fylgist með
honum enn. Er líka alltaf voða
spennt að vita hvernig ÍR gengur.
Ég var í leikfimi í ÍR í gamla daga
þannig að ég er ÍR-ingur frá upp-
hafi.“
Jón: „Þú átt ÍR-metið í aldri og
bætir það á hverjum degi. Hringir
líka stundum til að tilkynna mér
að nú hafi ÍR verið að vinna. Ég
fylgist reyndar vel með þeim líka
en stundum ert þú á undan með
fréttirnar.“
Asi á Tómasi skáldi
Guðrún er fædd 24. maí 1911 á
Grettisgötu 11, í fallegu húsi sem
enn stendur, en flutti fimm ára
niður í pósthúsið á horni Austur-
strætis og Pósthússtrætis þar
sem pabbi hennar var ráðinn hús-
vörður. Beðin að rifja upp eitthvað
skemmtilegt úr æsku nefnir hún
strax rúntinn.
„Ég og vinkona mín sátum oft
við gluggana á fyrstu hæðinni í
pósthúsinu og horfðum á fólkið á
rúntinum sem gekk um Austur-
strætið. Ég man vel eftir Tómasi
Guðmundssyni skáldi. Hann var
á hálfgerðum hlaupum öll kvöld
og tók fram úr fólki sem labbaði
rúntinn rólega. Það var nú meiri
asinn á manninum.“
Guðrún átti heima í mekka búð-
anna sem þá voru í Reykjavík.
„Flestar nýlenduvöruverslanirnar
voru í Hafnarstræti og vefnaðar-
vöruverslanir í Austurstræti og
upp að Vatnsstíg.“
Jón: „Einu sinni sagðir þú mér
frá stórum og miklum kjötkaup-
manni í kjallara hússins sem stóð
þar sem Landsbankinn er núna.“
Guðrún: „Já, hann var nú alveg
milljón. Ég átti sjaldan peninga
sem barn en ef mér áskotnuðust
50 aurar keypti ég ekki sælgæti
heldur síldarsalat sem hjónin í
þessari búð bjuggu til. Það var
gengið inn í hana Hafnarstrætis-
megin og niður margar tröppur.
Við ganginn sat alltaf, frá morgni
til kvölds, stór St. Bernharðshund-
ur og hjónin bjuggu í herbergi inn
af búðinni, með hundinn. Það var
sag á gólfinu hjá þeim, svart af
skít. Ég hefði ekki verslað við þau
í dag.“
Jón: „Þetta hlýtur að hafa verið
mjög gott salat – og ekki bráð-
drepandi þrátt fyrir sóðaskapinn.“
Munaði mjóu í Hamborg
Bæði störfuðu mæðginin á skrif-
stofum. Hún hjá Skipaútgerð rík-
isins í 25 ár meðan allt var hand-
skrifað og reiknað á blöðum og
hann hjá fiskmatsstofnunum í tæp
fimmtíu ár, síðast MAST, en hætti
fyrir þremur árum er hann skreið
yfir sjöunda tuginn.
Guðrún hefur haft samskipti við
sex kynslóðir. Ólst upp með ömmu
sína á heimilinu sem var fædd
milli 1850 og 1860 og á nú sjálf
barnabarnabörn. Margt hefur
hún upplifað. Jón minnir hana á
Þýskalandsferðina 1939 og hún
segir frá:
„Við pabbi þinn fórum til Þýska-
lands í byrjun ágúst 1939 í versl-
unarerindum og vorum þar einn
mánuð. Við áttum pantað far frá
Kaupmannahöfn til Íslands 3.
september og vorum í lest frá
Hamborg til Kaupmannahafnar
þegar Þjóðverjar réðust inn í Pól-
land og stríðið braust út. Á braut-
arstöðinni í Hamborg var biðröð
að passaskoðun. Pabbi þinn var
kominn inn í lestina með tösk-
urnar en ég var enn á pallinum og
lestin að mjakast af stað, þá tók
vinur okkar, sem við höfðum búið
hjá, mig í fangið og henti mér inn
um glugga þar sem pabbi þinn tók
á móti mér. Það munaði litlu að ég
yrði eftir og Guð veit þá hvenær
ég hefði komist heim.“
Spilamennska var yndi Guðrún-
ar um dagana, allt til 95 ára ald-
urs. Einkum bridds. „Við vorum
fjórar sem hittumst í mörg ár
hver heima hjá annarri um helgar
að spila brids. Svo var ég í félags-
vist með eldri borgurum. Ég held
ég hafi spilað alla daga vikunnar á
tímabili, bridds um helgar og vist
virku dagana.“
Þótt Guðrún segi Sóltún frábært
heimili og hrósi aðbúnaðinum þar
í hástert finnst henni dagarnir
dálítið lengi að líða, því hún geti
svo lítið haft fyrir stafni. „Ég bíð
eftir morgunkaffinu klukkan níu
og líka eftir að Jón og fjölskylda
komi. Gamlir leikfélagar eru allir
horfnir í annan heim en ég á eina
vinkonu, dóttur æskuvinkonu
minnar sem ég sat hjá í barnaskól-
anum við Tjörnina í gamla daga.
Hún kemur til mín einu sinni í
viku og við tölum saman í síma
annað hvert kvöld.“
Bætir ÍR-metið á hverjum degi
Mæðginin Jón Þ. Ólafsson, fyrrverandi hástökkvari og skrifstofumaður, og Guðrún Valby Straumfjörð, fyrrverandi skrif-
stofudama, hittast daglega á elliheimilinu Sóltúni þar sem Guðrún býr. Þau fá sér kaffisopa og spjalla um gengi ÍR í íþrótt-
unum og það sem efst er á baugi, auk þess að rifja upp atburði fortíðar en Guðrún er á 103. aldursári og er stálminnug.
Jón Þórður Ólafsson tekur á móti okkur Gunnari V. Andr-éssyni ljósmyndara í anddyri elliheimilisins Sóltúns og fylgir okkur upp á aðra hæð þar sem móðir hans, Guðrún
Valby Straumfjörð, býr í stórri og
vel búinni stofu.
Jón er hátt í tveggja metra
maður og var stórstjarna í frjáls-
um íþróttum á Íslandi á sjöunda
áratugnum. Keppti um sextíu
sinnum erlendis, þar af tvíveg-
is á Ólympíuleikum og jafnoft á
Evrópumeistaramótum. Hann átti
Íslandsmetið í hástökki í 25 ár og
er Íslandsmeistari í kringlukasti
og kúluvarpi í sínum flokki.
Guðrún liggur uppi í rúminu
sínu en reisir sig upp þegar við
komum, heilsar og sest fram á.
Minnist aðeins á að hún hafi kviðið
komu okkar Gunnars en tekur
okkur strax í sátt. Þau mæðgin-
in heilsast glaðlega og Jón stillir
heyrnartæki móður sinnar, frá
þeim liggur snúra að litlum hljóð-
nema sem hann leggur á göngu-
grindina við rúmið og við eigum
að tala í.
„Hann kemur til mín á hverjum
einasta degi, allt árið um kring.
Þetta er ábyggilega besti sonur í
heimi,“ segir Guðrún brosandi og
beinir orðunum til okkar gestanna.
„Við höfum líka alltaf margt að
tala um.“
Jón: „Já, við ræðum um gamla
daga og svo kemur alltaf upp eitt-
hvað nýtt, til dæmis í pólitíkinni.“
Guðrún: „Ég hef hvorki getað
lesið né horft á sjónvarp í átta ár
vegna sjónarinnar. En ég er með
útvarpið í eyrunum allan dag-
inn. Hlusta á Rás 1 en þó mest á
Útvarp Sögu.“
Jón: „… og fylgist vel með þjóð-
málaumræðunni. Svo tökum við
málin fyrir og afgreiðum þau lang-
leiðina!“
Mamman dálítið ákveðin
Þó ég hafi fyrst ætlað að vera eins
og fluga á vegg og fylgjast bara
með samræðum þeirra mæðg-
ina er forvitnin fljótlega búin að
hrifsa völdin.
Hefur ykkar samband alltaf
verið svona gott?
Jón: „Já, við erum nú bæði stór
í skapi en komumst merkilega vel
af hvort við annað.
Var hann ekkert ódæll í æsku?
spyr ég Guðrúnu.
Guðrún: „Nei, nei, hann var
þægur en mamman var dálítið
ákveðin og lét hann hlýða sér.“
Jón: „O, það kom nú fyrir að
maður fór út af línunni. Þó maður
henti snjóbolta inn um glugga eða
héngi aftan í bílum, eins og mjög
tíðkaðist þegar ég var strákur, þá
gleymdist nú stundum að tilkynna
það heima. Jafnvel þótt löggan
skærist í leikinn.“
Guðrún: „Þú hefðir líka verið
tekinn í gegn ef ég hefði frétt
það.“
Jón stríðnislega: „Heldurðu að
þú hefðir náð mér á sprettinum?
Annars hafðir þú snemma lag á
mér. Ég var misduglegur að borða
eftir því hvað var í matinn, eins
og þú manst. Fékkst til dæmis
ómögulega til að borða kjötsúpu.
En einn daginn tilkynntir þú
mér að nú lægi fyrir af hverju
Clausen bræður og Gunnar Huse-
by væru svona góðir í íþróttum,
þeir borðuðu kjötsúpu. Síðan hef
ég borðað kjötsúpu með góðri lyst,
jafnvel dögum saman ef á hefur
þurft að halda.“
Enda árangurinn eftir því, læði
ég út úr mér.
Jón: „Já, þar kemur lýsið líka
til. Einu sinni var ég staddur á
Hlemmi fyrir nokkrum árum. Þar
var strákager og allir í hópnum
hóstandi. Ég segi við drengina.
„Hvað er þetta, eru hér ungir
menn fullir af kvefi?“ Já, þeir
bölva kvefinu. „Það er eitt ráð til
að losna við kvef og verða sterkir
og stórir. Það er að taka lýsi,“
bendi ég þeim á. Þá segir einn:
„Mér sýnist þú nú hafa tekið of
mikið af því!“
Fylgdist þú vel með stráknum,
Guðrún, þegar hann var í frjáls-
um?
FYRIR 50 ÁRUM Jón var kosinn íþrótta-
maður ársins fyrir árið 1963 enda var
hann afreksmaður í frjálsum íþróttum.
Mamman fylgdist spennt með og gerir
enn því hann nú keppir hann í kringlu-
kasti og kúluvarpi en nú í öldungaflokki.
Ég og vinkona mín
sátum oft við gluggana á
fyrstu hæðinni í pósthúsinu
og horfðum á fólkið á
rúntinum sem gekk um
Austurstrætið. Ég man vel
eftir Tómasi Guðmundssyni
skáldi. Hann var á hálf-
gerðum hlaupum öll kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
– Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
79
77
0
2/
14
www.lyfja.is
Fyrir
þig
í Lyfju
Læg a
verð í
LyfjuNicorette
Fruitmint
Allar pakkningar og styrkleikar.
15%
afsláttur
Gildir út mars.