Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 2
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
ÁRNI ÞÓR SIGFÚSSON, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, segir um 2,8 millj-
arða tap Reykjaneshafnar á fimm
árum tilkomið vegna þess að tekjur
hafi staðið á sér. Þegar verkefni í
Helguvík fari af stað muni dæmið
snúast fljótt við.
ÁRMANN FANNAR MAGNÚSSON,
formaður Ungmennafélagsins Eyfell-
ings sem á Seljavallalaug, segir
moldviðri hafa verið skapað um
laugina. Hún sé í ágætu ástandi.
LAUFEY MARÍA JÓHANNSDÓTTIR,
formaður Sambands íslenskra fram-
haldsskólanema, sagði í vikunni
nemendur komna að þolmörkum
vegna verkfalls framhaldsskólakenn-
ara. Mikil hætta væri nú á brott-
hvarfi úr skólunum.
ÞYRÍ STEINGRÍMSDÓTTIR,
lögmaður hjá Acta, segir
íslenskt læknasamfélag svo
lítið og mikil tengsl innan
samfélagsins að erfitt sé
að finna hlutlausan sér-
fræðing í skaðabóta-
málum vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu.
➜ SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON forsætisráðherra kynnti á miðvikudag frumvörp um
skuldaleiðréttingar og séreignarsparnað. Ráðherrann sagði hjólin fara að snúast þegar fólk geti farið
inn á vef ríkisskattstjóra 15. maí og skráð sig.
FRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜18
SPORT 68
FIMM Í FRÉTTUM BROTTHVARF OG SKULDANIÐURFELLINGAR
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
INNRÁS Í SKANDINAVÍU 68
Ísland á 24 knattspyrnumenn í sænsku og norsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
NONNI MÆJU KVEÐUR 68
Einn besti körfuboltamaður landsins, Jón Ólafur Jónsson,
er búinn að henda skónum upp í hillu.
VIÐSKIPTI Christopher Carmichael,
26 ára Kanadamaður, kom hing-
að til lands í byrjun ársins ásamt
vini sínum Jerome Jarre, stjörnu
samskiptamiðilsins Vine. Allt ætl-
aði um koll að keyra í Smáralind
þegar Jarre mætti þangað því
hundruð ungmenna söfnuðust þar
saman til að berja hann augum.
Carmichael hreifst svo af landi
og þjóð að hann langar til að búa
hér til frambúðar og stofna fyrir-
tæki. Á Facebook-síðu sinni held-
ur hann því fram að Ísland geti
bjargað heiminum með notkun
rafmyntarinnar umdeildu, Aurora-
coin, sem Íslendingar gátu í fyrsta
sinn notað á miðnætti, aðfaranótt
þriðjudags. Reyndar telur hann
að mögulega ætti Ísland að búa til
sína eigin útgáfu af myntinni þar
sem engin leynd hvíldi yfir því
hver væri á bak við hana.
Aðspurður segist Carmichael
ekki tengjast Auroracoin með
beinum hætti. „Það var skrítið
þegar ég kom hingað í janúar.
Þá var ég að tala um að einhver
ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og
skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að
fólk ætti að koma með Bitcoin og
Dotcoin til Íslands. Það væri eina
landið þar sem aðstæður væru
fullkomnar fyrir rafmynt til að ná
fótfestu. Þremur vikum síðar til-
kynnti einhver að hann væri að
stofna Auroracoin. Ég trúði því
ekki og hélt að það tæki mörg ár
fyrir Íslendinga að búa til eitt-
hvað þessu líkt,“ segir Carmichael,
sem hefur fylgst með Íslandi síðan
bankahrunið varð 2008.
„Ísland þarf augljóslega á nýjum
gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld
í heiminum reyna að halda aftur af
rafmynt af ýmsum toga og passa
upp á að hún verði ekki of stór í
sniðum,“ segir hann en Seðla-
banki Íslands og fleiri stofnanir
hafa varað við myntinni. „Menn
voru ekki heldur sammála því að
jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga
var fólk drepið fyrir að koma fram
með hugmyndir sem hljómuðu
klikkaðar en núna getum við talað
um þær, sem er svalt.“
Hann bætir við að Ísland gæti
vel orðið efnahagsveldi í heimin-
um. „Fyrsta landið sem mun leyfa
svona gjaldmiðli að þrífast mun
byggja upp nýja tækni fyrir fjár-
málakerfið sem hefur ekki sést
áður, þannig að peningar munu
flæða inn í landið frá öðrum lönd-
um. Þess vegna tel ég, að vegna
fámennisins á Íslandi gæti raf-
mynt haft gríðarmikla fjárhags-
lega kosti fyrir hverja einustu
manneskju.“ freyr@frettabladid.is
Telur rafmynt henta
Íslendingum afar vel
Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr,
telur að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin.
Á ÍSLANDI Christopher Carmichael er
yfir sig hrifinn af Íslandi og ætlar að
búa hér í framtíðinni.
Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum
kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið
kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld,
meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis
boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á
meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá
einum og ljósmyndavél.
Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt
Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og
fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda
út á Paypal en á þeim reikningi er hægt
að senda peninga á milli fólks í gegnum
tölvupóst.
Manneskjan á bak við Auracoin, sem
gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðins-
son, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft
og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis.
Kennitölur ganga kaupum og sölum
AURORACOIN Gengur kaupum og
sölum á netinu.
SJÁVARÚTVEGUR „Það ljóta er að enginn reiknaði með
þessu,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Fram-
sýnar stéttarfélags á Húsavík, um lokun fiskvinnslu
í bænum þar sem sextíu manns
starfa.
Eins og fram kom í fréttum RÚV
áformar útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækið Vísir að flytja alla fisk-
vinnslu sína til Grindavíkur og loka
vinnslum á Þingeyri, Húsavík og
Djúpavogi.
Starfsmönnum var tilkynnt í
gær að lokað yrði eftir mánuð en
að þeim byðist öllum starf við fisk-
vinnsluna í Grindavík. Aðalsteinn
segir ákvörðunina vera áfall fyrir bæjarfélagið og á
Húsavík ríki mikil sorg og reiði.
„Fólk hefur fest rætur hér og fjárfest í eignum.
Það bjóst enginn við þessu enda nýbúið að kaupa nýja
flæðilínu og talað um að byggja vinnsluna upp sem
nýtískulegt frystihús. Þetta er því bæði áfall fyrir
starfsfólkið og bæinn enda er þetta vinnustaður sem
önnur fyrirtæki þjónusta og leggur mikið til sam-
félagsins í sköttum og gjöldum,“ segir Aðalsteinn og
spyr í leiðinni hvernig standi á því að menn hafi enga
samfélagslega ábyrgð.
„Þeir fara með kvótann á einu bretti burt, kvóta
sem varð til hér á Húsavík.“ - ebg
Formaður stéttarfélags á Húsavík spyr hvar samfélagslega ábyrgðin sé:
Fiskvinnslu lokað fyrirvaralaust
AÐALSTEINN
BALDURSSON
GRINDAVÍKURHÖFN Öll starfsemi Vísis verður eftirleiðis í
Grindavík. Reiði og sorg ríkja í bæjarfélögum þar sem starf-
semi leggst af. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TÖKUM EKKI SÉNS EINS
OG MEÐ REYKINGAR 4
Formaður bæjarráðs Kópavogs segir heil-
brigðiseft irlitið verða að ákveða hvort Waldorf-
skólinn fái aft ur starfsleyfi í Lækjarbotnum þar
sem brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun
mælist yfi r mörkum.
REKTOR VILL SAMEINAST HÍ 6
Rekstraráætlun Landbúnaðarháskóla Íslands
gerir ráð fyrir sjötíu milljóna króna niðurskurði
á næsta ári. Skólinn sendi menntamálaráðuneytinu nýja
rekstraráætlun fyrir 2014 til 2016 í gær, sem á að takast á við erfi ða fj árhagsstöðu
skólans.
NÆSTU KYNSLÓÐIR BORGA REIKNINGINN 6
Lektor og aðjunkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í fram-
tíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignarsparnaði. Þeir eru sammála um
að það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði.
FÁ RÍKI Í HEIMINUM TAKA FÓLK AF LÍFI 12
Samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökunum Amnesty International hefur aft ökum í heim-
inum fj ölgað um fi mmtán prósent. Langfl estir eru teknir af lífi í Kína.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HUNDRAÐ ÍSLENSKIR FÁNAR 20
Sýning á tillögum um þjóðfána.
HVERS EIGA BÖRN AÐ GJALDA 28
Rætt við Ásdísi Bergþórsdóttur sem kærði skóla-
stjóra sonar síns til Persónuverndar.
UMLUKINN DULÚÐ 32
Skyggnst inn í líf Nick Cave.
VILL KJÓSA BORGARSTJÓRA
BEINT 36
Halldór Auðar Sveinsson, oddviti Pírata, í
Pólitíkinni.
FLÆKJUSAGAN 42
Illugi Jökulsson skoðar val á eftirmönnum.
MENNING 56➜58
PIRRAÐUR
Á PASSÍUSÁLMUNUM 56
Megas um börnin hans Hallgríms.
KVEÐJA DOMUS VOX 57
Matthildur og Ingibjörg halda
kveðjutónleika.
EKKI LITLAR LENGUR 62
Kíkt aftur í tímann á nokkrar leik-
konur sem stigu sín fyrstu skref á
rauða dreglinum barnungar.
MIKIL FEGURÐ GETUR
VERIÐ ÓHUGNANLEG 64
Ásgrímur Már sýnir teikningar
sínar á HönnunarMars.
LÍFIÐ 62➜74
ROKKAR HAGRÆÐINGARHÓPSINS ÞAGNAÐIR 16
Þorsteinn Pálsson um kerfi sbreytingar og hagræðingu.
YELLOWSTONE, HEILÖG VÉ– ÍSLAND,
VIRKJANASVÆÐI 18
Ómar Ragnarsson um náttúruvernd og virkjanir.
STRÍÐSÆSINGUR OG EINHLIÐA
FRÉTTAFLUTNINGUR 18
Jón Ólafsson um frásögn af viðhorfum og misskilning.
HELGIN 20➜48