Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 18
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18
Ég hef fylgst daglega
með rússneskum fjöl-
miðlum í allmörg ár
og ég veit nokkuð vel
hvar línurnar liggja í
málum sem hafa verið
til umræðu í Rússlandi
árum saman. Eitt slíkra
mála er Krímskaginn.
Umræður um framtíð
hans hafa endurtekið
sig á opinberum vett-
vangi aftur og aftur í
gegnum tíðina og alltaf verið á
sömu lund: Yfirgnæfandi meiri-
hluti Rússa telur að ríkið eigi að
gera tilkall til hans. Eins og við
höfum séð síðustu vikur beita
rússnesk stjórnvöld allskyns
rökum til að styðja þá skoðun á
alþjóðavettvangi.
Þegar maður segir frá slíkum
viðhorfum eða reynir að skýra
þau, gerist það stundum að
hlustendur telja að markmiðið
sé að réttlæta þau. Fréttamenn
verða iðulega fyrir þessu: Þegar
Ríkisútvarpið sagði ítarlegar
fréttir af makríldeilunni fyrir
nokkrum vikum var kvartað
yfir því að það væri að „flytja
málstað Norðmanna“.
Fráleitt
Þröstur Ólafsson fellur í þessa
gildru í grein í Fréttablaðinu
í gær þar sem hann heldur
því fram að með því að segja í
fréttaviðtali frá sjónarmiðum
sem ég þekki vel og skipta máli,
hafi ég fallist á og reynt að rétt-
læta þau. Þetta er svo fráleitt að
ég ætla ekki að svara því. Bendi
Þresti bara á vef RÚV og
bið hann að hlusta betur.
Var ekki klisjan eitt-
hvað á þá leið að sann-
leikurinn væri fyrsta fórnar-
lambið í stríði? Í kringum
Úkraínudeiluna hefur mynd-
ast stríðsæsingur. Hann birtist
meðal annars í því að ráðist er
á þá sem reyna að draga fram
mikilvægar hliðar málsins.
Rússneskir fjölmiðlar, sér-
staklega sjónvarpið, eru fullir
af einhliða og heimskulegum
áróðri þessa dagana þar sem
stjórnvöldum í Kiev er lýst sem
fasistum og ofbeldismönnum
og hæðst að öllum samskipt-
um Úkraínu við umheiminn.
En sama sjáum við hinumegin.
Stöðugar fréttir eru af því að
Rússar séu að undirbúa allsherj-
ar stríð gegn nágrönnum sínum,
menn velta vöngum yfir því
hvað Pútín „ætli sér“ eins og í
Kreml sé verið að leggja á ráðin
um heimsstyrjöld.
Það hjálpar öllum að skilja
hvað er að gerast að sagt sé frá
sem flestum hliðum mála. En
því miður er alltaf við því að
búast að sumir misskilji og haldi
að það sé sami hlutur að segja
frá viðhorfi og að réttlæta það.
Stríðsæsingur og ein-
hliða fréttafl utningur
Á afmælisráðstefnu Ísor í
haust hélt einn af fremstu
jarðvarmavirkjanasér-
fræðingum Bandaríkj-
anna erindi um fyrirhug-
aða nýtingu jarðvarmans
þar í landi.
Hann benti á korti á
mikinn fjölda fyrirhug-
aðra virkjanasvæða í
landinu sem merkt voru
með litlum blettum og
rakti stöðu þessara mála
vestra.
Í miðju erindi benti hann eitt
augnablik á risastóran eldrauðan
blett í Wyoming og sagði: „Hér er
langmesta samanlögð jarðvarma-
og vatnsorka í allri Norður-
Ameríku. Þetta er Yellowstone,
en þar verður ekki snert við
neinu, því þetta eru heilög vé.“
Í vandaðri erlendri handbók
um 100 mestu undur veraldar,
þar af fjörutíu náttúruundur,
er hinn eldvirki hluti Íslands á
blaði sem eitt af sjö mestu nátt-
úruundrum Evrópu og annað af
tveimur á Norðurlöndunum, sem
komast á blað.
Í Norður-Ameríku komast hin
heilögu vé Yellowstone hins vegar
ekki á blað í þessari bók. Þó er
þessi níu þúsund ferkílómetra
bandaríski þjóðgarður og svæði í
kringum hann, sem er álíka stórt
og allt Ísland, friðað fyrir öllum
borunum eða raski vegna hugsan-
legra virkjana. Hver sú stofnun
eða fyrirtæki í Bandaríkjunum
sem myndi voga sér að impra á
því að snerta við Yellowstone yrði
talin gengin af göflunum.
Í Yellowstone eru stórir
óbeislaðir fossar og tíu
þúsund hverir á mörgum
stórum hverasvæðum og
sjálfsagt væri hægt að
reisa þar tugi stórvirkj-
ana og búa til blá lón, gul
lón, rauð lón og græn lón
til að baða sig í.
Allt yrði það gert með
rökum um „atvinnuupp-
byggingu og sátt milli
virkjana og friðunar“ af
því að þetta tvennt fari
svo vel saman.
Gereyðingarhernaður
Í ljósi þess að í fyrrnefndri bók
um mestu undur veraldar kemst
Yellowstone ekki á blað eins og
hinn eldvirki hluti Íslands má
nærri geta hvað væri búið að
gera þarna vestra ef þar réðu
ferðinni menn með sama hugsun-
arhátt og hafa ráðið ferðinni hér
á landi og sækja nú í sig veðrið
sem aldrei fyrr. Samanburðurinn
á hugsunarhætti okkar og Banda-
ríkjamanna er sláandi, svo ekki
sé meira sagt.
Halldór Laxness nefndi það
hernaðinn gegn landinu, fyrir 44
árum, en miðað við altæka sókn í
alls 122 virkjanir að meðtöldum
þeim sem þegar eru komnar hér
á landi, myndi hann líklega nota
orðið „gereyðingarhernað“ nú.
Síðustu 140 ár hafa allir
Bandaríkjaforsetar, 27 að tölu,
staðið vörð um hin „heilögu vé
Yellowstone“ á sama tíma og þeir
Íslendingar sem dirfast að and-
æfa virkjanaæðinu hér á landi
eru kallaðir „öfgamenn, sem eru
á móti rafmagni, á móti atvinnu-
uppbyggingu og vilja fara inn í
torfkofana á ný“.
Framleiðir þjóðin þó nú þegar
fjórum til fimm sinnum meira
rafmagn en hún þarf til eigin
nota en samt er talin knýjandi
nauðsyn að þessi tala verði
minnst tvöfölduð og hækkuð upp
í það að framleiða meira en tíu
sinnum meira rafmagn en við
þurfum sjálf.
Þrýst er á um þetta og lagningu
sæstrengs til Skotlands til þess að
við Íslendingar „björgum Evrópu
í orkuvanda hennar“ og verðum
„Bahrein norðursins“ og moldrík-
ir stjórnendur orkuverðs í Evrópu
í krafti „gífurlegrar orku“. Þegar
tölurnar eru skoðaðar kemur
samt í ljós að með því að fórna
öllum samanlögðum náttúruverð-
mætum Íslands fyrir virkjanir
muni það aðeins gefa langt innan
við 1% af orkuþörf Evrópu!
Það er kominn tími til að við
Íslendingar förum loks að átta
okkur á því hvað er raunverulega
í húfi. Um er að ræða ómetan-
leg náttúruverðmæti á heims-
vísu, sem við núlifandi landsmenn
eigum ekki, heldur höfum að láni
frá afkomendum okkar og ber
siðferðileg skylda til að varðveita
fyrir komandi kynslóðir og mann-
kyn allt.
Yellowstone, heilög vé
– Ísland, virkjanasvæði
Við HÍ er notað matskerfi, sem
metur rannsóknarframlag hvers
vísindamanns. Punktar eru gefn-
ir fyrir framleiddar einingar
svo sem vísindagreinar, bækur,
einkaleyfi o.s.frv. Punktarnir,
eða stundum einfaldar talning-
ar á greinum, stjórna dreifingu
fjármagns, styrkjum til ein-
stakra vísindamanna, styrkj-
um til framhaldsnema, launum
kennara, framgangi kennara og
fjárframlögum til deilda (sem
sagt öllu sem skiptir máli).
Kerfið, sem upprunalega átti
að vera ritlaunakerfi, hefur
tekið yfir stjórn skólans. Að
okkar mati grefur þetta kerfi
(sem reyndar er sameiginlegt
fyrir alla opinberu háskólana)
sérstaklega undan gæðum.
Vandamálið í hnotskurn er að
kerfið verðlaunar framleiðni á
kostnað gæða. Við HÍ eru stund-
uð afar fjölbreytt vísindi og á
mismunandi forsendum. Það er
erfitt að bera saman framleiðni
í rannsóknum, t.d. í fornleifa-
fræði, kennslufræði og líffræði,
m.a. vegna munar á fræðigrein-
um, aðferðum, kostnaði og birt-
ingartíðni.
Gallar punktakerfisins
Á kerfinu eru margir og alvar-
legir gallar. Sá helsti er að magn
og gæði fara sjaldnast saman.
Verst er að kerfið mótar hegðun
vísindafólks, og ógnar þar með
akademísku frelsi og vinnur
gegn gæðum. Punktakerfi HÍ
umbunar fyrir fjölda vísinda-
greina, á meðan lítið tillit er
tekið til gæða. Að mestu er horft
framhjá mun á eðli mismunandi
fræðigreina.
Kerfið hvetur til skammtíma-
rannsókna á kostnað langtíma-
rannsókna. Kerfið gerir það
nánast ómögulegt að stunda
kostnaðarsamar rannsóknir sem
taka tíma. Kerfið hvetur fólk
til að gera auðveldar rannsókn-
ir, sem líklegar eru til að skila
afurð sem fyrst eða sem oftast.
Á svipaðan hátt vinnur kerf-
ið gegn nýsköpun – því henni
fylgir nánast samkvæmt skil-
greiningu, mikil áhætta. Punkt-
ar hafa bein áhrif á launaflokk
og framgang í starfi. Punktar
eru einnig notaðir til að borga
akademískum starfsmönnum
launabónus (kallast þá vinnu-
matspunktar) sem getur numið
margra mánaða launum, einkum
hjá þeim sem lært hafa að spila
á kerfið. Punktakerfið tekur
lítið tillit til fjölskyldufólks og
vinnur líklega gegn velgengni
kvenna og barnafólks. Kerfið
eins og það er notað í HÍ vinnur
einnig markvisst gegn vissum
tegundum vísinda. Ef hliðstæðu
matskerfi væri beitt á íþróttir,
færu flest stig til körfubolta-
fólks og knattspyrna legðist af.
Flestir sem tala fyrir kerfinu
(eða allavega ekki gegn því) eru
í þeirri aðstöðu að vera á sviðum
þar sem punktaframleiðni er
einfaldlega mikil. Margir sem
græða á kerfinu eru í þeirri
stöðu að tengjast einfaldlega
mörgum birtingum. Þannig er
gríðarlegur aðstöðumunur milli
fólks og fræðigreina og kerfið í
raun að mæla hann.
Í síðustu úthlutunum vísinda-
nefndar háskólaráðs var byggt
að mjög miklu leyti á einfaldri
talningu á birtum greinum.
Einbeittari trú á gildi fram-
leiðni sem mati á vísindastarfi
má vart finna. Ef ekkert er að
gert mun kerfið grafa hægt og
örugglega undan tilraunavísind-
um og öllum fræðum sem ekki
standa undir mikilli og hraðri
framleiðslu vísindagreina. Það
mun rýra gæði og draga úr fjöl-
breytileika rannsókna og að
lokum gjaldfella HÍ. Að reka
rannsóknarháskóla án nægjan-
legs fjármagns með kerfi sem
verðlaunar framleiðni en ekki
gæði, leiðir til framleiðslu á því
sem lítið er á bak við.
Leggjum niður eða
endurskoðum kerfið
Stjórnvöld þurfa að átta sig á
því að nýsköpun og menntun
þarfnast fjárfestingar í háskól-
um og rannsóknasjóðum.
Háskólaráð HÍ verður að skilja
að magn er ekki gæði. Hugsa
þarf reiknilíkan HÍ upp á nýtt
og aðgreina laun og fjárframlög
til deilda frá hrárri framleiðni.
Horfa þarf til hvernig þessi mál
eru leyst erlendis. Lagfæringar
á kerfinu kosta ekki fé, heldur
þor, framsýni og vilja stjórnar
skólans og starfsmanna. Vegna
þess að HÍ er ein mikilvægasta
eign íslensku þjóðarinnar og
starfsemi hans varðar almanna-
heill er bréf þetta birt á opin-
berum vettvangi.
Við óskum eftir því að
menntamálaráðherra láti gera
utanaðkomandi úttekt á mats-
kerfi opinberu háskólanna hið
fyrsta, með áherslu á gæði og
jafnræði fræðigreina.
Gallað vinnumatskerfi HÍ
vinnur gegn gæðum vísinda
NÁTTÚRU-
VERND
Ómar
Ragnarsson
sjónvarpsmaður
➜ Samanburðurinn á
hugsunarhætti okkar og
Bandaríkjamanna er sláandi
svo ekki sé meira sagt.
➜ Stjórnvöld þurfa að átta
sig á því að nýsköpun og
menntun þarfnast fjárfest-
ingar í háskólum...
➜ Þetta er svo fráleitt
að ég ætla ekki að
svara því. Bendi Þresti
bara á vef RÚV og bið
hann að hlusta betur.
UTANRÍKISMÁL
Jón Ólafsson
prófessor við
Háskólann á Bifröst
VÍSINDI
Pétur Henry
Petersen
taugalíff ræðingur og
dósent við HÍ
Arnar Pálsson
erfðafræðingur og
dósent við HÍ