Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 28
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Menntamálayfirvöld virðast ekki hafa kannað málið sem skyldi í upphafi því þegar Ásdís leitaði til umboðsmanns Alþingis eftir að málinu var vísað frá ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að taka það til meðferðar að nýju. Ráðuneytið óskaði þá meðal annars eftir umsögn skólans um þá málsmeðferð sem höfð var uppi um skólagöngu sonar Ásdísar. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhaf- ast frekar vegna málsins að svo stöddu og lauk athugun sinni. Hann tók hins vegar fram að ef Ásdís teldi sig og son sinn enn beitt rangindum að fenginni niðurstöðu ráðu- neytisins í málinu gæti hún að sjálfsögðu leitað til hans að nýju vegna þess. Yrðu tafir á afgreiðslu málsins í ráðuneyt- inu gæti hún jafnframt leitað til sín með sérsaka kvörtun þar að lútandi. Að lokum ákvað umboðs- maður að rita mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að svör stjórnvalda við erind- um borgaranna yrðu að vera bæði ákveðin og skýr til þess að málsaðili gæti skilið þau og metið réttarstöðu sína. Umboðsmaður benti einnig á að almennt bæri að gjalda varhuga við að vísa kærumáli í stjórnsýslunni frá á þeim grundvelli að úrlausn málsins hefði ekki raunhæfa þýðingu fyrir viðkomandi. Álit umboðs- manns Alþingis Vont er þeirra ránglæti… “ Þessi fleygu orð Halldórs Laxness komu upp í hugann þegar tveggja ára og fjögurra mánaða gömlu stjórnsýslu-máli lauk hjá mér þann 17. mars. Best að taka það strax fram að málið fór mér í hag. Hví er ég að trufla þig lesandi góður með röfli um stjórnsýslu þegar alvarleg mál eru í gangi, verkföll, efnahagur þjóðarinn- ar er erfiður og heimsmálin á heljarþröm eins og venjulega? Hver nennir að hlusta á vælandi kellingu sem fékk sitt í gegn þegar alvarlegir hlutir eru að gerast. Jú, af því að þetta stjórn- sýslumál snerist um eitt það mikilvægasta mál- efni sem til er, réttindi barna og ég tel að við sem þjóðfélag getum lært smávegis af þessari litlu sögu minni. Fyrir löngu síðan, um vorið 2011, gerist sá atburður að sonur minn er rekinn úr skóla. Í sjálfu sér skiptir það litlu máli nema fyrir það að brottvikningin var ólögleg þar sem rétt- ar hans var ekki gætt. Næsta vetur aðskilur skólastjóri son minn frá öðrum börnum. Til að stytta söguna mikið enda óþarfi að skrifa ævi- söguna í blöðin þá endar málið þannig að ég tek son minn úr skólanum þegar ég tel fullreynt að semja við skólastjórann. Í kjölfarið leita ég réttar míns. Ég leita til menntamálaráðuneytisins og bið um álit á þeim úrræðum sem syni mínum var boðið upp á og minnist á þennan brottrekstur. Menntamála- ráðuneytið hugsar og rúmum tveimur mán- uðum síðar berst mér bréf. Málinu er vísað frá án rökstuðnings. Ég vil nú einhverja skýringu á þessu og bið um rökstuðning og ég fæ hann mánuði síðar. Í bréfinu er lagalegur frasi sem þýðir á mannamáli að af því að ég tók dreng- inn úr skólanum þá hafi ég engra hagsmuna að gæta af því að fá álit þeirra. Ekki gefst ég upp við smámótlæti og kvarta til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hefur mikið að gera og það tekur tíma að komast að í biðröðinni til hans. Þegar hann kemst að lokum í málið skrifar hann ráðherra dálítinn bréfstúf og útskýrir að ráðuneytið hafi eftirlitsskyldu. Ráðherra tekur málið upp aftur. Málsmeðferð umboðsmanns Alþingis tekur aðeins rúma sex mánuði og ráðuneytið tekur málið upp áður en hann lýkur málinu formlega. Ráðuneytið fer og skoðar málið, það skrifar mér bréf og það skrifar skólastjóra bréf og við svörum. Ráðuneytið les bréfin, skrifar okkur fleiri bréf, fær fleiri svör og hugsar og pælir. Eitt merkilegt gerist á þessum tíma, ég fæ afrit af bréfi skólastjóra. Þar eru færslur úr dag- bók hans. Mér finnst það ekki fallegar færslur, hvorki um son minn né mig. Ég verð að játa að ég varð aðeins skapvond við þetta og ég bendi ráðuneytinu á að þessar færslur brjóti í bága við lög um persónuvernd. Ráðuneytið skilar svo þessu fína áliti. Þetta tók ráðuneytið rúmt ár. Ég hef fullan skilning á því. Það þarf mörgu sinna í ráðuneytum og það er ekki hægt að ein- hver kona úti í bæ tefji menn við undirbúning lagafrumvarpa á Alþingi og álíka. Ráðuneytið vísar hluta málsins til Reykjavíkurborgar og tekur undir það sjónarmið að ekki standist allar færslur í dagbókinni lög um persónuvernd. Ég kvarta til Persónuverndar. Það er líka mikið að gera hjá Persónuvernd en að lokum kemst ég fremst í biðröðina. Persónuvernd skrifar mér bréf og skrifar skólastjóranum bréf og við verðum öll miklir pennavinir. Persónu- vernd skrifar meira að segja ráðuneytinu bréf til að fá upplýsingar. Inni á milli skrifar Reykjavíkurborg ráðu- neytinu bréf sem ráðuneytið sendir mér. Það tók Reykjavíkurborg sjö mánuði að skoða sinn hluta málsins. Reykjavíkurborg skrifar mér aldrei bréf og ég verð aðeins skapvond af því að ég tel þeir hafi ekki virt andmælarétt minn. Ég velti því fyrir mér að leita réttar míns en ég hef misst trúna á stjórnsýslunni og ég nenni þessu ekki. Ég sé fram á að það taki 1-2 ár að klára það mál svo ég hætti bara að vera skapvond. Það er hraðvirkara. Persónuvernd úrskurðar að lokum í málinu. Hún kemst að því að sumar færslurnar séu ómálefnalegar og ekki í samræmi við lög. Hún kemst líka að því að skólastjóra var óleyfilegt að senda ráðuneytinu þessi gögn. Ég verð Per- sónuvernd mjög þakklát að úrskurða í málinu rúmum tíu mánuðum eftir að ég kvartaði. Mig er nú farið að langa til að snúa mér að öðru en stjórnsýslukvörtunum og pennavinum. Þetta er ekki beint það skemmtilegasta sem ég geri og svo hleypur þetta aðeins í skapið á mér. Hvað hef ég svo lært af þessu máli annað en að það er mikið að gera hjá stjórnsýslustofnun- um og það er slæmt að vera skapvondur? Jú, ef barn á að fá rétti sínum framfylgt innan stjórn- sýslunnar þá er heppilegast fyrir barnið að foreldri þess sé lögfræðingur. Ef barnið getur ekki útvegað sér slíkt foreldri þá er betra að foreldrarnir hafi góða þekkingu á stjórnsýslu og lögum eða eigi fullt af peningum til að geta borgað lögfræðingi fyrir að lesa og skrifa mikið af bréfum. Svo þarf barnið að eiga foreldra sem eru í góðu andlegu jafnvægi. Þetta tekur nefni- lega ansi mikið á andlega og þá er nú jafngott að hafa efni á að fá aðstoð úti í bæ. Þetta snýr allt að foreldrum barnsins. Hvað þarf barnið sjálft að uppfylla til að það sé raun- hæft að ná rétti sínum fram? Það er einfalt. Umkvörtunarefnið má ekki skipta barnið of miklu máli. Meðaltals afgreiðslutími á efnis- legri umfjöllun stjórnvalds í mínu máli er níu mánuðir og ein vika. Það er næstum heilt skóla- ár. Umkvörtunarefnið verður sem sagt helst að vera þess efnis að barnið geti beðið í næstum heilt skólaár eftir svari. Ef það þarf úrlausn fyrr þá er stjórnsýsluleiðin ekki sú heppilegasta fyrir barnið. Stjórnsýslukæruleiðin er þannig aðeins heppileg fyrir örfá börn. Hver er afleiðingin? Hver er afleiðing þess ef lögum er ekki fram- fylgt og ef borgarnir eiga ekki raunhæfan kost á því að leita réttar síns? Menn komast upp með lögbrot og læra ekki að virða lögin. Lögbrot aukast. Hverjum er um að kenna? Ég hef í gegnum þetta pennavinasamband mitt við stjórnsýsluna ekki kynnst neinu vondu fólki, bara fólki sem er að reyna sitt besta til að vinna vinnuna sína. Hverjum er þá um að kenna? Einhver hlýtur að bera ábyrgð á þessu? Hver ber á ábyrgð á samfélaginu? Því er auðsvarað: Við. Við erum ekki að tryggja rétt barna okkar. Við höfum búið til þjóðfélag þar sem það er gífurlega erfitt að ná fram rétti barna í gegnum stjórnsýsluna og greinilegt að í mörgum tilfellum er það ekki raunhæfur möguleiki vegna þess að barnið þarf úrlausn fljótt. Niðurstaða mín við lok þessa máls er einföld: Vont er okkar ránglæti, verra okkar réttlæti. Grein þessi er birt með leyfi sonar míns. Þeim sem vilja kynna sér málið er bent á mál nr. 6926/2012 hjá umboðsmanni Alþingis og mál nr. 2013/626 hjá Persónuvernd. Þeir sem vilja gera eitthvað gagnlegt geta velt fyrir sér hvern- ig í ósköpunum við eigum að tryggja réttindi barna í stjórnsýslu sem hefur kappnóg að gera. Höfundur er móðir og fyrrverandi pennavinur. Hvers eiga börnin að gjalda? Sonur Ásdísar Bergþórsdóttur var rekinn úr skóla vorið 2011, hann var tekinn aftur inn um haustið en þá voru úrræði fyrir drenginn óásættanleg að hennar mati. Ásdís taldi aðstæður til þess fallnar að valda honum skaða og tók hann úr skólanum. Í kjölfarið hóf hún að leita réttar síns í gegnum stjórnsýslu og löngu síðar, raunar fyrr í þessum mánuði, komst niðurstaða í málið með áliti frá umboðsmanni Alþingis og Persónuvernd. Málið fór mæðginunum í hag. En hvers á barnið að gjalda? Stjórnsýslukæruleiðin er gríðarlega tímafrek og ef börn og foreldrar þeirra þurfa á annað borð að fara þessa leið virðist lögfræðimenntun eða rúm fjárráð það eina sem gerir fólki kleift að heyja baráttuna. Börn, stjórnsýsla og pennavinir Höfundur greinar Ásdís Bergþórs- dóttir Ásdís segir umkvört- unarefni sem varða réttindi barna verða helst að vera þess efnis að barnið geti beðið í næstum heilt skólaár eftir svari. Ef það þarf úrlausn fyrr er stjórnsýslu- leiðin ekki sú heppilegasta fyrir barnið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Persónuvernd úrskurðaði í málinu að skráning skóla- stjóra á persónuupplýsing- um um kvartanda og afhend- ing á persónuupplýsingum um Ásdísi og son hennar til menntamálaráðuneytis sam- rýmdist ekki lögum um per- sónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga. Þannig hafi skólastjórinn gert rangt í því að birta dagbækur skólastjór- ans í bréfi til ráðuneytisins, en hann sagði dagbókarfærsl- urnar hafa verið til einkanota. Skorið var úr um að skóla- stjóri hefði skráð persónu- upplýsingar um Ásdísi og son hennar í dagbók sem hann hélt í tölvu sinni við skólann og ekki var eingöngu um að ræða upplýsingar sem vörðuðu einkahagi skólastjórans, held- ur þvert á móti upplýsingar til upprifjunar við störf hans. Þannig sker Persónuvernd uppúr með að skólastjórinn hefði ekki átt að senda færslur úr dagbókunum sínum í ráðu- neytið og gera dagbækurnar þar með opinberar. Úrskurður Persónu- verndar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.