Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 40
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 20142
Nanna Björk Viðarsdóttir
eigandi Breiðholtsblóma
Brúðir í dag vilja hafa vendina persónulega frekar
en að stæla tilbúna vendi upp úr blaði. Mín tilfinn-
ing er sú að það verði vinsælt að vera með tónaða liti
og flæði í vöndunum, en ekki skarpar andstæður í
litum.
Ljósir litir eru alltaf vinsælir í brúðarvendina en
það er hægt að leika sér með alla liti. Hortensíur
verða vinsælar í ár og rósir eru alltaf klassískar.
Rómantískur blómsveigur í hár eftir Nönnu og Auði í Breiðholts-
blómum. Sveigurinn er úr bleikum hortensíum. Í vöndinn eru
notaðar rósir, hortensíur og nellikkugreinar.
Í armbandið er notað gardínuband með dúsk á endanum. Á það er fest
blómalengja úr rósablöðum, hortensíum og eryngíum. Armbandið er
eftir Nönnu og Auði í Breiðholtsblómum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Guðmundur A.
Þorvarðarson,
blómaskreytir hjá blómabúðinni
Upplifun í Hörpu.
Í sumar verður áhersla á faglega
unna brúðarvendi, oft í einum lit
eða litatóni, og vendi sem unnir
eru upp úr einu blómi.
Armbönd og blómaskart úr víra-
virki skreyttu blómum eru mikið
að koma inn og brúðarveski.
Íslenskar rósir og liljur eru vin-
sælar ásamt vöndu og cymbidíum,
orkídeum, bóndarósum, kalla-
liljum og brúðarslöri.
Vinsælustu litirnir á brúðar-
vöndum í ár eru annars vegar hvít-
ir og ljósir litir og hins vegar sterk-
ir, bjartir og áberandi litir. Þá er
mikið í tísku að nota gull,
silfur, perlur eða jafn-
vel kristalla til að
skreyta blómin.
- rat
Brúðarveski og bönd
Guðmundur A. Þorvarðarson hjá blómabúðinni Upplifun í Hörpu og Nanna
Björk Viðarsdóttir í Breiðholtsblómum segja blómum skrýdd veski og armbönd
verða vinsæl í stað brúðarvandar í sumar. Ljósir litir haldi vinsældum sínum
og heilir vendir oft í einum lit eða litatóni.
Brúðarveski
eftir Guð-
mund A.
Þorvarðarson í
blómabúðinni
Upplifun í
Hörpu. Notaðir
voru yfir 100 stilkar
af brúðarslöri. Efst
á veskinu eru hvítar
vöndu orkídeur.
MYND/DANÍEL
Brúðarvöndur fyrir Upplifun eftir
Jóhönnu Margréti Hilmarsdóttur, nema á
blómaskreytingabraut LBHÍ. Hún notaði
fleiri en tíu stilka af ástarlilju og saumaði
saman í eina „ofur-lilju“. Skreytt með perlu
í toppinn.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Ritstjórn: Vera Einarsdóttir og Sólveig Gísladóttir. Blaðamenn: Elín Albertsdóttir,
Lilja Björk Hauksdóttir, Starri Freyr Jónsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdótt-
ir. Brúðkaupsblaðið er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefð-
bundnum auglýsingum. Umsjónamaður auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, s. 512-5434, bryndis@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
BRÚÐKAUPSGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum tilboðum
10% afsláttur
ht.is
ÞVOTTAVÉLAR