Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 44
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 20146 Veitingahúsaeigandinn og matreiðslumaðurinn Hrefna Sætran gengur í það heilaga í sumar þegar hún kvænist unnusta sínum til fimm ára, Birni Árnasyni ljósmyndara. Athöfnin og veisl- an verða haldnar í Hvalfirði þann 19. júlí og verður mikið um dýrð- ir að sögn Hrefnu. „Við spáðum mikið í staðsetninguna og kom- umst að þeirri niðurstöðu að það væri skemmtilegast að smala öllum saman fyrir utan bæinn og reyna að fá sem flesta til að gista. Nú þegar eru flestir búnir að bóka herbergi eða gera aðrar ráðstafanir en um 180 manns verða í brúðkaupinu.“ Að sögn Hrefnu er Björn trú- leysingi en sjálf aðhyllist hún mest búddisma þótt hún eigi sína kristnu barnatrú. „Lending hjá okkur var því ásatrúarathöfn. Það er svo létt yfir þeim og við getum stjórnað betur hvernig athöfnin sjálf fer fram. Svo hef ég heyrt að það séu geggjuð partí í Valhöll sem er eitt- hvað fyrir mig.“ Óvæntur matseðill Hrefna og Björn hafa þekkst lengi þótt einungis séu nokkur ár síðan þau hófu sambúð. „Við höfum þekkst síðan við vorum unglingar enda áttum við sameiginlega vini. Við urðum þó fyrst par árið 2009, þá bæði 28 ára gömul. Það ár hittumst við í miðbæ Reykjavikur og hófum að spjalla saman. Við sáum strax að við áttum vel saman enda með svipaðan húmor sem skiptir miklu máli. Síðan tókum við bara íslensku leiðina á þetta; eignuðumst yndis- legu börnin okkar og spáðum svo í giftingu eftir það. Bjössi bað mín uppi á spítala eftir fæðingu dóttur okkar og ég sagði strax já. Það var mjög falleg stund.“ Veitingar og ljósmyndir skipta verðandi brúðhjón miklu máli. Hrefna hefur sjálf komið að ótal brúðkaupsveislum og þekkir vel hvað virkar og hvað ekki. „Nú veit ég hins vegar ekki hvað verður boðið upp á. Nokkrir kokkar sem vinna hjá mér á Fiskmarkaðn- um og Grillmarkaðnum sjá alfar- ið um matseðilinn þannig að við vitum ekkert hvaða kræsingar bíða okkar.“ Gefa sér tíma Þrátt fyrir tiltölulega stutta sam- búð segir Hrefna að þau hafi bæði lært mikilvægi þess að gefa sér tíma fyrir hvort annað en ekki síður að hugsa um sjálf sig sem einstaklinga. „Ánægður einstaklingur gefur svo miklu meira af sér en óánægður einstaklingur. Svo er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að maður breytir víst engum og maður þarf að læra að elska hinn aðilann, bæði kostina og gallana. Gott samband krefst mikillar vinnu sem maður stimplar sig aldrei út úr.“ Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma í undirbúning veislunnar eru fatamál verðandi brúðhjóna ekki leyst. „Hingað til hefur aðaláhersl- an verið á matinn og veisluna. Við erum þó með okkar hugmyndir um hvernig við viljum líta út og erum að vinna í því með hjálp góðrar vin- konu okkar sem er snillingur þegar kemur að útliti. Svo er ég búin að velja brúðarvöndinn.“ Verðandi brúðhjón vinna ekki bara að undirbúningi eigin brúð- kaups. Í haust kemur út matreiðslu- bók með vinsælustu réttum Grill- markaðarins. Björn tekur allar myndir í bókinni en uppskriftirnar koma frá Hrefnu og Guðlaugi, með- eiganda hennar í Grillmarkaðnum. - sfj Gefa sér tíma fyrir hvort annað Mikið verður um dýrðir í Hvalfirðinum í sumar þegar Hrefna Sætran og Björn Árnason gifta sig þar að ásatrúarsið. Við undirbúning brúðkaupsins er mest áhersla lögð á veisluna og veitingar en verðandi brúðhjón fá ekki að sjá matseðilinn fyrr en í veislunni. „Við sáum strax að við áttum vel saman enda með svipaðan húmor sem skiptir miklu máli,“ segir Hrefna Sætran sem giftist Birni Árnasyni í sumar. MYND/VALLI Eitt frægasta brúðkaup sögunnar var þegar Elizabeth Taylor og Richard Burton gengu í það heilaga í mars 1964 eða fyrir nákvæmlega fimmtíu árum. Það var á þeim tíma fimmta hjónaband Taylor en alls gifti hún sig átta sinnum, þar af Burton tvisvar. Samband þeirra var eldheitt og storma- samt. Elizabeth, sem var fædd árið 1932, átti þá langan kvikmynda- feril að baki, fyrst sem barna- stjarna. Hjónaböndin voru skammlíf, það fyrsta lifði í átta mánuði. Sá hét Conrad Hilton og var sonur eiganda Hil- ton-hótelanna. Michael Wilding var eiginmaður númer tvö, tutt- ugu árum eldri en leikkonan og hjónaband- ið entist í fimm ár. Mike Todd var stóra ástin í lífi Liz, ekki síður en Burton. Hann lést aðeins ári eftir gift- ingu þeirra. Besti vinur Mikes Todd, Eddie Fisher, varð næsti eiginmaður Liz en hann var í hjónabandi með Debbie Reynolds þegar þau byrjuðu saman. Þau voru hjón þar til hún kynntist Burton. Liz og Burton voru bæði í hjónabandi þegar þau byrjuðu saman og voru jafnan forsíðuefni blaða, enda bæði stórstjörnur á hvíta tjaldinu. Taylor átti í mörgum frægum ástarsam- böndum utan hjónabanda. Sjálf sagðist leikkonan hafa átt þrjár stórar ástir í lífinu, Todd, Burton og skartgripi. Lendingin hjá okkur var ásatrúarathöfn. Það er svo létt yfir þeim. Svo hef ég heyrt að það séu geggjuð partí í Valhöll. Sögufrægt brúðkaup fyrir 50 árum Það var 15. mars 1964 sem Liz Taylor og Richard Burton giftu sig í fyrra skiptið en brúðkaupið vakti heimsathygli, enda frægar stjörnur. 25 ára reynsla Sími 561 2031 • www.veislan.is Heildarlausn í brúðkaupið þitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.