Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 57
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Hugbúnaðarsérfræðingur
í Vefdeild
Landsbankinn óskar eftir hugbúnaðarsérfræðingi í Vefdeild bankans. Vefdeild ber ábyrgð
á vef- og margmiðlunarmálum Landsbankans í náinni samvinnu við hagsmunaaðila innan
bankans. Í deildinni starfar kraftmikill hópur einstaklinga með sérhæfingu á ólíkum sviðum.
Helstu verkefni
» Hugbúnaðarsérfræðingur í Vefdeild
starfar með grafískum hönnuðum
og vefritstjórum við nýsmíði, þróun
og viðhald netbanka og vefsvæða
Landsbankans.
» Deildin vinnur með Upplýsinga-
tæknisviði og viðskiptaeiningum
bankans við útfærslu veflausna
og vöruþróun.
» Meðal þeirra vefsvæða sem deildin
sér um eru: netbanki einstaklinga,
netbanki fyrirtækja, farsímabanki
einstaklinga, landsbankinn.is,
landsbref.is, islif.is og innri vefur
Landsbankans.
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun í tölvunarfræði
eða sambærileg menntun.
» A.m.k. 3 ára reynsla í vefforritun
er æskileg.
» Reynsla og góð þekking á ASP.NET,
Node.js og nútímalegri vefforritun fyrir
snjalltæki og aðrar tölvur.
» Þekking og áhugi á AngularJS, GulpJS,
REST og JSON er kostur.
» Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
» Frumkvæði, fagmennska og færni
í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Snæbjörn
Konráðsson, forstöðumaður Vefdeildar,
í síma 410 7079 og Ingibjörg Jónsdóttir
mannauðsráðgjafi í síma 410 7902.
Umsókn merkt „Hugbúnaðarsérfræðingur
í Vefdeild“ fyllist út á vef bankans,
www.landsbankinn.is.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk.
L
A
N
D
S
B
A
N
K
I
N
N
, K
T
.
4
7
1
0
0
8
0
2
8
0
Fafnir Offshore óskar eftir að ráða öflugan fjármálastjóra sem mun starfa við hlið forstjóra.
Mikil uppbygging er framundan hjá fyrirtækinu þar sem starfsemin felst í þjónustu við alþjóðleg
orkufyrirtæki. Í boði er krefjandi og spennandi starf hjá fyrirtæki í alþjóðlegu starfsumhverfi.
Upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir
katrin@hagvangur.is
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 11. apríl.
Umsókn um starfið þarf að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni viðkomandi í starfið.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Hæfnisskilyrði fyrir ráðningu
• Viðskiptafræði, verkfræði eða stjórnunarmenntun
• Reynsla af áætlanagerð – störf á fjármálasviði
• Reynsla af samskiptum við fjármálafyrirtæki
• Reynsla af gerð fjárhagsáætlana, skýrslugerð – uppgjör
• Góð enskukunnátta – Norðurlandamál mikill kostur
• Forystuhugsun og framkvæmdagleði
• Þekking á útgerð og skiparekstri er kostur
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Fjármálastjóri
Fafnir Offshore hf. er útgerðarfélag sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki í orkugeiranum
á norðurslóðum. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjavík en að því stendur alþjóðlegur
hópur eigenda sem byggir á mikilli reynslu af orku og sjávarútvegi.