Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 67
| ATVINNA |
Staða skólastjóra við Hamraskóla
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það
margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjakvíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur,
fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Hamraskóla.
Hamraskóli er í Grafarvogi í Reykjavík. Í skólanum eru um 140 nemendur í 1.-7. bekk og um 30 starfsmenn. Góðvild, ábyrgð
og tillitssemi eru einkunnarorð skólans. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda. Unnið er samkvæmt
jákvæðu agastjórnunarkerfi, PBS, þar sem góð hegðun er styrkt markvisst með hrósi og umbun. Skólinn er Heilsueflandi
grunnskóli og unnið er að innleiðingu Grænna skrefa Reykjavíkurborgar. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta kennslu-
hætti, einstaklingsmiðað nám, læsi í víðum skilningi og lífsleikni. Starfsfólk skólans býr yfir víðtækri þekkingu og færni,
stöðugleiki er í starfsmannahaldi og hefð fyrir öflugu þróunar- og umbótastarfi. Náið samstarf er við heimilin í hverfinu,
leikskóla, frístundaheimilið, tónlistarskóla og aðrar stofnanir í nærumhverfi.
Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn til að viðhalda heimilislegum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum,
starfsfólki og foreldrum.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna
skólasýn og er tilbúinn til að leiða skólann inn í framtíðina.
Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf,
leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt
og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2014.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á
heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir,
mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is
Meginhlutverk skólastjóra er að: Menntunar- og hæfniskröfur:
• Veita skólanum faglega forystu og móta • Leyfi til að nota starfsheitið
framtíðarstefnu hans innan ramma laga og grunnskólakennari.
reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá • Viðbótarmenntun í stjórnun eða
grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. kennslureynsla á grunnskólastigi.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og
starfsemi skólans. þróunar í skólastarfi.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. • Stjórnunarhæfileikar.
ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. leiða framsækna skólaþróun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
Seltjarnarnesbær auglýsir laust starf
Skólastjóri Tónlistarskóla
Seltjarnarness
Skólaskrifstofa Seltjarnarness auglýsir lausa stöðu
skólastjóra við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Skólinn
sinnir almennri tónlistarmenntun Seltirninga, með
áherslu á grunn- og framhaldsskólaaldur. Um 220
nemendur stunda nám við skólann, sem býður upp á
grunn-, mið- og framhaldsnám í hljóðfæraleik. Tónlistar-
skólinn er einn af burðarásum í menningarlífi Seltjarnar-
nesbæjar auk þess sem hann á í miklu samstarfi við
leik- og grunnskóla bæjarins og íþróttafélagið Gróttu.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða
nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu skólastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Stjórnun og ábyrgð á rekstri skólans og daglegri
starfsemi
• Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og
þróunar í skólastarfi
• Þátttaka í menningarlífi Seltjarnarnesbæjar
Menntunar og hæfniskröfur
• Framhaldsmenntun á sviði tónlistar
• Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi
• Menntun og reynsla í stjórnun og rekstri æskileg
• Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá
ásamt greinargerð um ástæðu umsóknar og rökstuðningi
fyrir hæfni viðkomandi til starfans.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru
konur jafnt sem karlar hvött til að
sækja um starfið.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á heimasíðu
Seltjarnarnesbæjar undir
www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/starfsmenn/ibodi/
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2014.
Upplýsingar um starfið veitir Baldur Pálsson,
fræðslustjóri, netfang baldur@seltjarnarnes.is
eða í síma 5959100.
Á Seltjarnarnesi er lögð áhersla á að reka góða skóla þar sem boðið
er upp á metnaðarfullt og framsækið skólastarf, sem byggir á góðu
starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að mæta þörfum nemenda og
ýta undir hæfileika þeirra. Góð samskipti og samstarf starfsfólks,
nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel
takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag
Seltjarnarnesbær seltjarnarnes.is
Vantar starfsfólk á
Tokyo sticks & sushi í Kópavogi
Tokyo sushi hefur slegið svo rækilega í gegn að við
höfum var t undan að opna nýja staði. Nú opnum við nýjan
og spennandi Tokyo stað á Nýbýlavegi í Kópavogi. Nýi
staðurinn býður að sjálfsögðu hið geysivinsæla Tokyo
sushi - en nú bætist við
Tokyo sticks – ljúf fengir bitar á spjóti - sem taka öllu
fram sem sést hefur hérlendis áður.
Tokyo sticks & sushi leitar að metnaðargjörnu og drífandi
fólki með mikla þjónustulund til þess að star fa á þessum
nýja, spennandi stað.
VAKTSTJÓRI
Leitum að ábyrgri manneskju með skipulagshæfi
leika og hæfni t il að vinna með öðru fólki.
Vaktstjóri ber ábyrgð á því að vaktin gangi vel
og þarf að vera vakandi y fir ánægju gestanna.
Aðeins röggsamt og jákvæt t fólk kemur t il greina.
STARFSFÓLK Í SAL OG ELDHÚSI
Leitum að brosmildu og duglegu fólki með ríka
þjónustulund og mikla ábyrgðar tilf inningu, fólki
sem setur viðskiptavininn alltaf í f yrsta sæti og skilur
hvað það þýðir að veita góða þjónustu. Leitað er ef tir
star fsmönnum í fullt star f og í hlutastör f.
Sendu okkur umsókn á tokyo@ tokyo.is og lát tu
fylgja ferilskrá og mynd. Nánari upplýsingar um
Tokyo sushi eru á tokyo.is
Farþegaþjónustusvið Strætó bs. leitar að verkstjóra sem er í senn handlaginn og lipur
í mannlegum samskiptum. Starfið snýst um umsjón og eftirlit með þrifum, viðhaldi og
viðgerðum á búnaði og aðstöðu við skipti- og stoppistöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Verkstjóri skipuleggur vinnufyrirkomulag, raðar niður verkefnum og hefur umsjón með
innleiðingu verkferla í samvinnu við þjónustuver, tengiliði sveitarfélaga og aðra
hagsmunaaðila.
Verkstjóri
með allt á hreinu
Menntun og hæfni:
• Iðnmenntun er kostur
• Reynsla af verkstjórn er kostur
• Tölvukunnátta
• Handlagni og verkkunnátta eru skilyrði
Eiginleikar:
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfileikar og frumkvæði
• Auðvelt með að tileinka sér nýjungar
• Þarf að geta unnið sjálfstætt
• Vandvirkni og samviskusemi
• Þjónustulund og reglusemi
Um er að ræða 100% starf í dagvinnu. Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri. Laun
fara eftir ríkjandi kjarasamningum og við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Staðan er laus nú þegar og kostur væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist til Júlíu Þorvaldsdóttur, sviðsstjóra farþegaþjónustusviðs, með tölvupósti
á netfangið julia@straeto.is fyrir 12. apríl og nánari upplýsingar um stafið veitir Júlía í sama
netfangi. Öllum umsóknum verður svarað.
ÍSLE
N
SK
A SIA.IS STR
68434 03/14
LAUGARDAGUR 29. mars 2014 11