Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 68
| ATVINNA |
Staða skólastjóra við Síðuskóla á Akureyri er laus til um-
sóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem
sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vel-
líðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfs-
menn skólans. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni,
sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi
þarfa, áhuga og getu nemenda.
Starfssvið:
• Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi
skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun
og framgang faglegrar stefnu.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu
akureyrarbæjar www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2014
Skólastjóri Síðuskóla
Laus er til umsóknar 100% staða verkefnisstjóra PMTO
foreldrafærni og SMT styðjandi skólafærni við Skóladeild
Akureyrarbæjar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað,
sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á
gott samstarf og góða þjónustu. Einnig er mikilvægt að við-
komandi geti unnið utan dagvinnumarka þegar það á við.
Starfið er laust frá 1. júlí 2014 eða eftir samkomulagi.
Starfssvið:
• Ber ábyrgð á og stýrir þjónustueiningunni, en í því felst
að hafa umsjón með gerð fræðsluefnis fyrir foreldra
og fagfólk, halda utanum árangursmælingar, sinna
PMTO foreldrameðferð, annast kennslu á PMTO
foreldranámskeiðum, annast fræðslu fyrir starfsfólk
SMT skóla og sjá um eftirfylgd með SMT skólum.
• Hefur eftirlit með því að framkvæmd handleiðslu,
meðferðar, fræðslu og grunnmenntunar sé í samræmi
við fagleg markmið og gildar starfsaðferðir.
• Önnur þau verkefni sem honum eru falin og falla að
starfssviði hans.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu
akureyrarbæjar www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2014
Skóladeild Akureyrarbæjar
Viltu vera með í að
styrkja samstarf á
Norður-Atlantssvæðinu?
Norræna Atlantssamstarfið leitar eftir
verkefnastjóra til starfa á aðal-
skrifstofunni í Þórshöfn í Færeyjum.
Umsóknarfrestur: 2. maí 2014.
Nánari upplýsingar um NORA og
um stöðuna á www.nora.fo
Nordic Atlantic Cooperation
AUG
LÝSI
NG
29. mars 2014 LAUGARDAGUR12