Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 94
Súkkulaði-Baileys-kaka með kókosívafi Uppskriftin miðast við tvær hringlaga tertur 20 cm á breidd og 6 cm á hæð. Kókosbotnar 100 g eggjahvítur (um það bil 3) 100 g sykur, þeytt saman í hræri- vél á mesta hraða í um5 mín. 50 g ristaður kókos 50 g möndlumjöl 20 g hveiti, öllu blandað rólega saman við, skipt í tvö form og smurt út í formin. Bakað við 180°C í átta mínútur. 300 g niðursoðnar perur, saxað- ar niður og skipt á botnana tvo. Kaffi-Baileys súkkulaðimús 400 g 53% dökkt súkkulaði, brætt 120 g eggjarauður (um það bil 4) 60 g sykur, hrært létt saman með pískara einfaldur espressókaffi 25-40 ml Baileys (eftir smekk) Næst er súkkulaðinu hrært rólega saman við eggin. Til að súkkulaðið stífni ekki er vökvanum bætt út í ró- lega, um leið og súkkulaðinu. 1 l rjómi léttþeyttur, blandað við súkku laði-kaffi-Baileys-blönduna í þremur áföngum. Svampbotnar 100 g sykur 2 egg þeytt 90 g hveiti rétt framan á hnífsodd lyftiduft Sykur og egg þeytt saman í hræri- vél á mesta hraða þangað til bland- an tekur að stífna. Þá er hveiti og lyfti- dufti bætt saman við rólega. Þegar efnin hafa blandast vel saman er deigin smurt út á eina skúffuplötu og bakað við 180°C í fjórar til fimm mínútur í blástursofni, botnar kældir og skornir út með örlítið minni hring, um það bil 18 cm, til að botninn falli inn í tertuna. Aðferð til að raða saman kökunni Best er að baka fyrst kókosbotnana í formunum tveimur. Þegar botninn er bakaður og síðan kældur er hann skorinn til eftir örlítið minni hring svo að botnarnir hverfi inn í tertuna og sjáist ekki utan frá. Svampbotninn er síðan lagaður, best er að smyrja deigið út á plötu til að botninn verði ekki of þykkur og baka. Botnarnir fá svo að kólna áður en þeir eru skorn- ir út í rétta stærð (18 cm), aðeins minni hring en tertumótið er. Síðan er gott að skera niður perurn- ar, gera músina og raða í tertumót- ið í eftirfarandi röð: kókosbotn, perur, kaffi-Baileys-súkkulaðimús fyllt út í tertumótið, svampbotn, kaffi-Baileys- súkkulaðimús, sléttað vel í hringlaga tertumótið. Gott er að frysta tertuna og afþíða hana svo þannig að auðveldara verði að losa mótið. Hún er síðan skreytt að vild. Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 201416 Hin týpíska brúðarkaka er ekki til að sögn Ingibergs Sigurðssonar, bakara á Grand Hóteli Reykjavík. „Brúðartertur eru eins misjafnar og þær eru margar. Þær fara alveg eftir vilja fólks og smekk og oft eru hugmyndir varðandi kökuna fastmótaðar fyrirfram í hugum brúðhjóna.“ Hann segir hindber og súkkulaði mögu- lega vera vinsælustu samsetninguna en alls kyns strauma og stefnur vera í gangi. Ingibergur hefur ekki sjálfur gengið í hjónaband þannig að hann hefur ekki þurft að hugsa út í eigin draumaköku. „Súkkulaði-Baileys-kakan með kókos- ívafinu er afar góð kaka sem hefur þró- ast í gegnum tíðina hér á Grand Hóteli og hefur verið mjög vinsæl. Í hana er raðað saman hráefnum sem við vitum að virka. Kakan inniheldur tvo mismunandi botna, kókos- og svampbotna, og súkkulaðimús, sem passa vel saman. Í uppskriftinni eru perur notaðar en þeim má skipta út fyrir til dæmis hindber.“ Til þess að geta gert fallega brúðartertu þarf að gefa sér góðan tíma og er nauð- synlegt að æfa sig. „Það er auðvelt að læra allt í sambandi við bakstur og skreyting- ar af myndböndum á netinu. Einnig er gott að fara á námskeið. Ég mæli þó með því sem fagmaður að fólk leiti til okkar ef það vill fá góða og fallega brúðartertu án þess að hafa of mikið fyrir henni,“ segir Ingibergur. Brúðartertur eru oft íburðarmiklar og vel skreyttar. „Oft heyri ég fólk segja að kökur séu mjög fallegar en ekkert endilega bragðgóðar. Fyrir mér gildir það að minna er meira þegar brúðartertur eru skreyttar. Stílhreinar tertur sem bragðast vel eru þær bestu. Brúðartertur þurfa ekki endilega að vera eitthvað íburðarmiklar, þær mega líka vera heimilislegar. Annars skiptir kannski mestu að fólk eigi góða stund í veislunni og reyni svo að hanga saman um ókomna tíð,“ segir Ingi- bergur og hlær. - lbh Útlit og bragð þarf að fara saman Ingibergur Sigurðsson, bakari á Grand Hóteli Reykjavík, segir brúðartertur vera eins misjafnar og þær eru margar enda smekkur brúðhjóna ólíkur. Útlit brúðartertu skiptir miklu máli en hún þarf þó fyrst og fremst að vera bragðgóð. Ingibergur Sigurðsson, bakari á Grand Hóteli Reykjavík, gefur hér uppskrift að gómsætri og fallegri brúðartertu. MYNDIR/STEFÁN Það hefur lengi tíðkast hjá verðandi brúðhjónum hérlendis að útbúa gjafalista fyrir brúðkaup sitt. Þeir auðvelda gestum að velja gjafir við hæfi og eftir fjárráðum hvers og eins. Um leið fá brúðhjónin að mestu leyti þær gjafir sem þau óskuðu sér. Þegar brúðargjafir undanfarinna áratuga eru skoðaðar sést að margar þeirra virðast ekkert á leiðinni að falla úr tísku. Þannig eru falleg matarstell, vandaður borð- búnaður og falleg glös sígildar gjafir í brúðkaupum ár eftir ár. Samhliða slíkum gjöfum fylgja oft ýmis stærri áhöld og skálar á matarborðið. Dýr eldhústæki standa alltaf fyrir sínu og eru þar hrærivélar og matvinnsluvélar oft ofarlega á lista. Þetta eru yfirleitt mjög vandaðar vörur sem endast jafnan í marga áratugi. Önnur vönduð raftæki, til dæmis í eldhúsið eða í stofuna, eiga einnig við hér. Listaverk af ýmsum stærðum og gerðum eru góðar gjafir sem endast yfir- leitt alla ævi og minna brúðhjónin á stóra daginn. Þar má nefna falleg mál- verk og margvíslega íslenska hönnun. Ýmis skandínavísk hönnun hefur líka lengi verið mjög vinsæl sem brúðargjöf hérlendis. Einnig má nefna til sögunnar gjafabréf sem brúðhjón nýta gjarnan í stórar og dýrar gjafir eins og borðstofuhúsgögn eða sófasett. Sígildar brúðargjafir EyeSlices augnpúðar Ferskari augu á 5 mínútum Púðana má nota í 10 skipti facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.