Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 95
KYNNING − AUGLÝSING Brúðkaup29. MARS 2014 LAUGARDAGUR 17
Freixenet-freyðivínin eru frá bænum Sant Sadurní d‘Anoia skammt frá Barcelona. Þar hóf Sala-fjölskyldan vegferð sína í
framleiðslu og útflutningi á Freixenet-freyðivín-
unum fyrir um 150 árum. Fyrir Sala-fjölskyld-
unni fer José Ferrer Sala. „Hvert er leyndarmál-
ið á bak við gott vín? Það er ekki til. Landið sjálft
og vínviðurinn gefa okkur það besta af sínu. Við
aukum svo á fínleikann, reynsluna og hugvit-
semina til að gera vínin góð,“ segir José Ferrer
Sala um hvað Freixenet stendur fyrir.
Cava er í raun nafnið á þeim freyðivínum
sem framleidd eru á Spáni. Cava-vínin fara allt-
af í gegnum tvær gerjanir og fyrir vikið verða
vínin þéttari og ríkulegri. Til gamans má geta að
Freixenet-freyðivínin voru fyrstu fáanlegu cava-
freyðivínin hérlendis. Þau eru enn til sölu í Vín-
búðunum í dag og njóta mikillar hylli.
Ljúffengur drykkur í brúðkaupum
Tvær tegundir af ljúfum Freixenet-freyðivínum
henta sérlega vel sem fordrykkur, í standandi
veislur með fingramat og að sjálfsögðu í brúð-
kaupsveislurnar. Þetta eru annars vegar Cordon
Negro Brut-freyðivínið og hins vegar Freixenet
Cordon Rosado Brut.
Cordon Negro Brut-freyðivínið
Nútímalegt cava-vín, með hressandi og flottan
stíl, þrúgurnar í því eru Macabeo, Xarel-lo og
Parellada. Vínið er látið eldast í 10 til 14 mán-
uði. Freixenet Cordon Negro Brut var valið
best af vinsælustu freyðivínum í Vínbúðun-
um í desember 2012. Vínið er ljóssítrónugullið,
fersk sítróna og eplatónar í angan, vínið
hefur létta fyllingu, er þurrt með
góðan ávöxt og fínlegt.
Freixenet Cordon Rosado Brut
Ávaxtaríkt og milt. Það
er búið til úr þrúgun-
um Trepat og Garnacha
og er látið eldast í 12 til
18 mánuði. Freixenet
Cordon Rosado Brut er
ljós-jarðarberjarautt,
léttleikandi og ferskt
freyðivín. Þroskuð sólber
og jarðarber koma fram
vel fram í bragði þess. Fyll-
ing vínsins er létt og í heildina
er Freixenet Cordon Rosado Brut
mjúkt og aðlaðandi vín.
Fullkominn
gleðidagur
Spænsku Freixenet cava-freyðivínin njóta mikillar hylli og eru vinsæl í
veislur. Gæðin þykja enda afar góð auk þess sem verðið er mjög hagstætt.
Freixenet-freyðivínin eru frá bænum
Sant Sadurní d’Anoiia á Spáni.
Cava er í raun
nafnið á þeim
freyðivínum sem
framleidd eru á
Spáni.
Tvær tegundir
af ljúfum Freixenet-
freyðivínum henta sérlega vel í
brúðkaupsveislurnar.