Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 123

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 123
LAUGARDAGUR 29. mars 2014 | LÍFIÐ | 63 Ég hlustaði á viðtal við nýkosinn formann Samtakanna ’78 sem tal- aði um að enn væri töluvert langt í land í baráttunni gegn fordómum í garð tví- og samkynhneigðra. Þá las ég um íslenska rannsókn sem skoðar vanlíðan samkynhneigðra ungmenna í 10. bekk. Samkyn- hneigðir unglingar eru 25 sinn- um líklegri til að hafa endurtekið reynt sjálfsvíg og eru 12 sinnum líklegri til að vera með endur- teknar hugsanir um sjálfsvíg, í samanburði við gagnkynhneigða jafnaldra sína. Þá hafa á milli 25% til 33% samkynhneigðra unglinga reynt sjálfsvíg. Þetta er sláandi tölfræði og við hljótum að segja stopp, hingað og ekki lengra. Það kemur reglulega fyrir að spurningar um kynlíf sam- kynhneigðra berast til mín í fræðslunni í grunnskólum. Krakk- arnir velta fyrir sér tæknilegum útfærslum, hvort alltaf þurfi að örva rassinn og hvort viðkomandi geti raunverulegu fengið fullnæg- ingu ef bara tvær stelpur stunda það. Að blanda kynhegðun og kyn- lífstækni inn í umræðuna um kyn- hneigð er eitt af því sem elur á alls kyns fordómum og mýtum í garð tví- og samkynhneigðra. Þegar ég segi krökkunum að ekki stundi allir hommar endaþarmsmök verða þau eitt spurningarmerki. Þau fara alveg í kross þegar ég segi þeim að næmustu staðir pík- unnar séu utan á henni og því geti samfarir við lesbíu verið einkar ánægjulegar því þá séu þessir staðir örvaðir. Það er orðið algeng- ara að gagnkynhneigðir drengir geri kröfu um að fá að taka stúlku í rass en ég bendi þeim á að allt kyn- líf byrji á þér sjálfum. Ef þeir séu svona spenntir fyrir endaþarms- örvun þá er nú lítið mál að byrja á sínum eigin rassi. Þeir súpa hveljur en stelpurnar standa upp og klappa. Það þarf að minna á að kyn- hneigð og kynhegðun er langt í frá það sama. Ég reyni alltaf að benda krökkum á að fá fræðslu frá Samtökunum ’78. Það nefni- lega brýtur hjarta mitt í þúsund mola þegar upp að mér læðist ungur strákur og greinir frá ein- elti vegna kynhneigðar og kyn- hegðunar. Í fyrsta lagi kemur öðru fólki kynlíf annarra ekki við og í annan stað virðumst við skilja að það megi ekki leggja aðra í einelti, en gleymist það þegar kemur að kynhneigð? Við þurfum að hætta að líta á aðra kynhneigð en gagnkynhneigð sem eitthvað sem sé öðru vísi eða jafnvel að. Fordómalaus umræða og fræðsla þarf að hefjast miklu fyrr. Að gera ráð fyrir gagnkyn- hneigð getur verið skaðlegt og sú umræða hefst snemma. Nú vil ég spyrja þig, þegar þú sækir son þinn í leikskólann og sérð hann leiða besta vin sinn, myndir þú spyrja hvort þeir væru hommar? Vanlíðan samkynhneigðra ungmenna KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Krakkar hafa einstaklega gaman af því að fylgjast með því þegar vatns- litir eru búnir til frá grunni heima fyrir í nokkrum einföldum skrefum. 1 Hellið einum bolla af matarsóda í skál. 2 Hellið ¾ bollum af ediki mjög rólega saman við. Ekki blanda öllu saman við í einu því blandan byrjar að freyða og gæti farið út um allt. 3 Blandið þessu vel saman þegar edikið er hætt að freyða. 4 Bætið tveimur matskeiðum af sírópi saman við. 5 Blandið síðan einum bolla af maíssterkju saman við þangað til allt er orðið vel blandað saman. 6 Hellið blöndunni síðan í ís-molaform en passið að fylla hvert hólf ekki alveg. 7 Setjið örlítið af matarlit á hnífsodd og blandið vel saman við. 8 Geymið bakkann á góðum stað og leyfið litunum að þorna yfir nótt. *fengið af allparenting.com Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Lífið á visir.is. Lumar þú á einföldu og skemmtilegu verkefni sem hægt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega á okkur á netfangið liljakatrin@frettabladid.is. FÖNDRAÐU HEIMAGERÐIR VATNSLITIR OFUREINFALT Gaman er að fylgjast með litunum verða til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.