Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 124
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 64
Fatahönnuðurinn og teiknarinn
Ásgrímur Már Friðriksson held-
ur pop-up-markað á Loft Hosteli í
Bankastræti í dag frá kl. 12-18.
„Ég var duglegri að teikna hér
áður fyrr, það var birt eftir mig í
erlendum og innlendum miðlum og
ég vann einnig verkefni heima. Það
er ótrúlega góð tilfinning að koma
sér aftur í teiknifílinginn eftir
nokkurra ára hlé. Áður en ég fór í
Listaháskóla Íslands var ég á mynd-
listarbraut í FB. Einnig kenndi ég
um tíma tískuteikningu í LHÍ,“
segir Ásgrímur. „Ég vinn aðallega
með andlit og fólk. Fegurð heillar
mig, þar sem mikil fegurð getur
verið óhugnanleg,“ segir Ásgrím-
ur jafnframt og kveðst spenntur
fyrir helginni, þar sem Reykjavík
Fashion Festival og HönnunarMars
séu í gangi. „Pop-up-markaðir eru
aðeins brot af þeim fjölmörgu upp-
ákomum á augnayndinu og hnoss-
gætinu sem HönnunarMars er.“
Aðspurður segist Ásgrímur þó
alls ekki vera myndlistarmað-
ur. „Ég vil taka það skýrt fram.
Ég er teiknari. En ef litið er yfir
ferilskrána mína, er kannski erf-
itt að segja til um hvað mitt aðal-
starf er. Ég hef komið víða við,
var yfirhönnuður hjá E-Label
fyrstu árin, einn af forsprökkum
Kiosk, sá um búninga hjá Silvíu
Nótt, var aðstoðartískustjórnandi
hjá danska tímaritinu Cover, var
með þátt á SkjáEinum, vann hjá
umboðsskrifstofunni Eskimo og
svona mætti lengi telja. Í augna-
blikinu er ég að einblína á eigin
verk og vinnu. Í raun hef ég allt-
af unnið fyrir aðra og finnst vera
kominn tími á að gera mitt eigið.“
olofs@frettabladid.is
Mikil fegurð getur verið óhugnanleg
Ásgrímur Már var yfi rhönnuður E-Label, einn af forsprökkum verslunarinnar Kiosk, sá um búninga Silvíu Nætur, þáttarstjórnandi á Skjá-
Einum og vann hjá tímaritinu Cover. Hinn fj ölhæfi Ásgrímur sýnir nú teikningar eft ir sig á Loft Hosteli í Bankastræti á HönnunarMars.
MEÐ MÖRG
JÁRN Í ELDINUM
Ásgrímur Már,
eða Ási eins og
hann er oftast
kallaður, hefur
komið víða við á
ferlinum. MYND/ÁSTA
KRISTJÁNSDÓTTIR