Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 125

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 125
LAUGARDAGUR 29. mars 2014 | LÍFIÐ | 65 KVIKMYNDIR ★★★★★ Noah LEIKSTJÓRI: DARREN ARONOFSKY AÐALHLUTVERK: RUSSELL CROWE, EMMA WATSON, JENNIFER CONNELLY, RAY WINSTONE OG ANTHONY HOPKINS Nánast hvert einasta mannsbarn þekkir biblíusöguna um Nóa sem fékk boð frá Guði um að smíða örk því syndaflóð væri í nánd. Átti Nói að smala dýrum í örkina, tvennt átti að vera af hverri tegund til að viðhalda lífi á jörðinni. Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur verið hugfanginn af sög- unni um Nóa síðan hann var barn og loksins er hugmynd hans komin á hvíta tjaldið. Og þessi hugsjón hans svíkur aldeilis ekki. Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig sagan færi að lokum – þótt ég vissi það upp á hár. Undir niðri kraumar svo afar hárfínn áróður fyrir umhverfis- vernd. Þar dansar Darren á lín- unni og leysir það listavel. Aldrei verður áróðurinn fráhrindandi eða óbærilegur. Hann hins vegar, tvinnaður saman við klassísk þemu sögunnar, verður til þess að myndin espar upp tilvistarangist mína, eins og félagi minn orðaði það svo meistaralega vel. Og leikararnir! Maður minn! Fyrir þessa mynd var ég síðasta manneskjan til að hoppa á aðdá- endalest Russells Crowe en sit nú í lestarstjórasætinu og þyrst- ir í meira. En myndin er aðeins jafn góð og hennar slakasti leik- ari og í þessu tilviki stígur eng- inn í leikaraliðinu feilspor. Emma Watson sannar sig hér sem miklu meira en litla Hermione úr Harry Potter-myndunum og Jennifer Connelly býr yfir svo mikilli feg- urð og yfirvegun í túlkun sinni að ég táraðist í sífellu í bíósætinu. Svo ekki sé minnst á tónskáldið Clint Mansell sem Darren hefur unnið með margoft. Hann setur punktinn yfir i-ið með tónlist sem er svo undurfögur að maður trúir ekki að hún sé af þessum heimi. NIÐURSTAÐA: Þessa mynd verða allir að sjá. Það er bara þannig! Lilja Katrín Gunnarsdóttir Í einu orði sagt stórfengleg LEIKSIGUR Noah er upphafið af einhverju stærra og meira fyrir Russell Crowe. Skyndibitastaðurinn Burger King hefur boðist til að sjá um veitingar í brúðkaupi Kim Kar- dashian og Kanye West eftir að upp kom orðrómur um að Kanye hefði keypt tíu sérleyfi fyrir unn- ustu sína. „Við vitum ekki um kaup herra West og ungfrú Kardashian á Burger King-veitingastöðum en við getum séð um veitingar í brúðkaupinu!“ segir í tilkynningu frá keðjunni. Kanye bað Kim í október á síðasta ári og segir sagan að þau ætli að gifta sig í Frakklandi í sumar. - lkg Burger King í brúðkaupinu HVAÐ SEGIR KANYE? Verða borgarar í brúðkaupinu? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.