Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 128

Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 128
LAUGARDAGUR 07.50 Formúla 1 - tímataka Sport 12.35 Man. Utd-Aston Villa Sport 2 14.50 C. Palace-Chelsea Sport 2 14.50 Southampton-Newcastle Sport 3 14.50 Stoke-Hull Sport 4 14.50 Swansea-Norwich Sport 5 14.50 WBA-Cardiff Sport 6 17.20 Arsenal-Man. City Sport 2 18.50 A. Bilbao-A. Madrid Sport 20.50 Real Madrid-R. Vallecano Sport SUNNUDAGUR 07.30 Formúla 1 - kappakstur Sport 12.20 Fulham-Everton Sport 2 14.50 Liverpool-Tottenham Sport 2 17.00 Valero Texas Open Golfstöðin visir.is Meira um leiki gærkvöldsins FYRIR BYRJENDUR Miðvikudaginn 2. apríl kl.17.30 að Ásvöllum nánari upplýsingar haukarskokk@gmail.com 10 VIKNA HLAUPANÁMSKEIÐ SKOKKHÓPUR HAUKA ÆFINGATÍMAR mánudagar kl. 17.30 miðvikudagar kl. 17.30 laugardagar kl. 9.00 Hentar öllum getustigum Frábær hreyfing Góður élagsskapurf KÖRFUBOLTI Jón Ólafur Jónsson lék í fyrrakvöld sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum en þessi 32 ára Snæfellingur á að baki fimmtán ár í meistaraflokki. Nonni Mæju, eins og hann er betur þekktur, hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Snæfells. „Ég var búinn að ákveða mig fyrir þetta tímabil,“ segir Jón Ólafur sem hefur verið að glíma við meiðsli, bæði í baki og hásin. „Ég er búinn að vera slæmur í vetur og því fór þetta svona.“ Hann segist sáttur við að hætta nú en hefði viljað að gengi hans manna hefði verið betra í vetur. „Við vorum með flottan hóp á blaði en náðum ekki að hámarka þá hæfileika sem bjuggu í liðinu. Það var svolítið erfitt að kveðja upp á það að gera,“ segir hann en Snæfell tapaði fyrir KR í úrslitakeppni deildarinnar. Ítarlegra viðtal við Jón Ólaf er á íþróttavef Vísis. - esá Vildi fá meira út úr tímabilinu FÓTBOLTI Arsenal fær hugsanlega sitt lokatækifæri í dag til þess að hanga í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal spilar þá við Man. City og þarf sárlega þrjú stig enda sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, sagði að Arsenal væri „þúsund mílum“ frá því að vinna titilinn. „Fólk sem hefur aldrei þjálfað hefur skoðanir. Ef sex stig er milljón mílur í burtu þá veit ég ekki hver mílan er í stigum talið,“ sagði Wenger en hann gerir sér samt grein fyrir að þetta er síðasta tækifærið hjá hans liði. „Við megum ekki gefast upp. City er líklegast til þess að vinna titilinn og síðan Chelsea og Liverpool. Við getum brúað bilið í þessum leik og verðum að nýta tækifærið. Sannir sigurvegarar halda áfram er aðrir afskrifa þá.“ - hbg Síðasta tækifæri Arsenal er í dag KÖRFUBOLTI Haukakonan Gunn- hildur Gunnarsdóttir er í afar sér- stakri stöðu í lokaúrslitum Dom- inos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjöl- skyldunni. Systir hennar, Berglind, er leik- maður Snæfells, faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formað- ur Kd. Snæfells, og öll fjölskyldan er miklir Hólmarar. „Bikararnir verða í fjölskyld- unni sama hvernig þetta endar,“ segir Gunnhildur létt. „Þetta er mjög erfitt og ég get alveg við- urkennt það. Það er samt sér- staklega erfitt að sjá níræðan afa sinn sitja hinum megin í stúk- unni eða fara á gamla heima- völlinn sinn því Snæfellshjart- að slær þarna einhvers staðar undir. Ég er hins vegar að spila fyrir Haukana núna,“ segir Gunn- hildur sem hefur spilað þar síðan haustið 2010. Hún er nú komin með reynslu af að mæta Snæfelli. „Þetta er alls ekki jafnerfitt og á fyrsta árinu því það var skelfi- legt,“ segir Gunnhildur. Snæfell er í lokaúrslitunum í fyrsta sinn en Gunnhildur var á sama stað með Haukunum fyrir tveimur árum. „Ég veit hvað það er að tapa í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn og það er ekki möguleiki að það gerist aftur núna,“ segir Gunnhildur ákveðin. Lele Hardy hefur verið frábær með Haukunum í vetur og athygl- in hefur verið mikið á henni. „Lele er náttúrulega frábær leik- maður en við sýndum það í serí- unni á móti Keflavík að við erum ekki eins manns lið. Það er búið að sýna sig að ef við leggjum allar eitthvað í púkkið þá vinnum við eins og við gerðum bæði í bikar- úrslitunum og í seríunni á móti Keflavík,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur er þegar búin að fagna sigri á móti „fjölskyldunni“ því Haukar unnu Snæfell í bikar- úrslitaleiknum sem er eini sigur Hauka á Snæfelli í vetur. „Þau samglöddust mér alveg og tóku kannski bara bikarúrslitadaginn til að jafna sig og svo var þetta vara búið. Ég fagnaði aftur á móti fram eftir öllu,“ segir Gunnhildur. Fyrsti leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 18.00 í kvöld. - óój Ein gegn fj ölskyldunni Gunnhildur er í erfi ðri stöðu í lokaúrslitunum í ár. HÓLMARI Í HAUKUNUM Gunnhildur með Bjarna þjálfara. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT 29. mars 2014 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tíma- bil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Sví- þjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslend- ingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvals- deildinni en síðari hluti tímabils- ins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tví- mælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi- deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Sví- þjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgj- ast með öllum þeim atvinnumönn- um sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leik- mönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“ eirikur@frettabladid.is Þessir strákar eru tilbúnir Keppni í sænsku og norsku úrvalsdeildunum hefst um helgina. Alls á Ísland 24 leikmenn í deildunum tveimur, þar af stóran hluta sem kom í vetur. ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KARLA 8 LIÐA ÚRSLIT, 3. LEIKUR KEFLAVÍK - STJARNAN 93-94 Keflavík: Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Michael Craion 18/11 fráköst/8 stolnir, Magnús Þór Gunn- arsson 16/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Ólafs- son 7/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst. Stjarnan: Justin Shouse 37/6 fráköst/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 19/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 12/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Matthew James Hairston 5/4 varin skot, Jón Sverrisson 4 Stjarnan vann einvígið, 3-0. NJARÐVÍK - HAUKAR 81-77 Njarðvík: Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/5 stoð- sendingar, Elvar Már Friðriksson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 13, Ágúst Orrason 11, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/4 fráköst/4 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 4. Haukar: Terrence Watson 33/11 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 13, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6, Kristinn Marinósson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 2/4 fráköst Njarðvík vann einvígið, 3-0. NORSKA ÚRVALSDEILDIN MOLDE - VÅLERENGA 2-0 Björn Bergmann Sigurðarson skoraði seinna mark Molde. Þetta var leikur í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Stavanger Sandnes Bergen Sogndal Molde Sarpsborg Lilleström Ósló Göteborg Stokkhólmur Gävle Halmstad Helsingborg Mjällby Norrköping Viking F.K. (Stavanger) Indriði Sigurðsson Björn Daníel Sverrisson (NÝR) Sverrir Ingi Sverrisson (NÝR) Steinþór Freyr Þorsteinsson (NÝR) Jón Daði Böðvarsson Sarpsborg 08 (Sarpsborg) Þórarinn Ingi Valdimarsson Guðmundur Þórarinsson SK Brann (Bergen) Birkir Már Sævarsson Molde FK (Molde) Björn Bergmann Sigurðarson (NÝR) Lilleström SK (Lilleström) Pálmi Rafn Pálmason Sandnes Ulf (Sandnes) Hannes Þór Halldórsson (NÝR) Sogndal Fotball (Sogndal) Hjörtur Logi Valgarðsson (NÝR) Vålerenga Fotball (Ósló) Viðar Örn Kjartansson (NÝR) Kristiansand IK Start (Kristiansand) Matthías Vilhjálmsson Guðmundur Kristjánsson IFK Gautaborg (Göteborg) Hjálmar Jónsson Halmstads BK (Halmstad) Guðjón Baldvinsson Kristinn Steindórsson Mjällby AIF (Mjällby) Guðmann Þórisson (NÝR) IFK Norrköping (Norrköping) Arnór Ingvi Traustason (NÝR) IF Brommapojkarna (Stokkhólmur) Kristinn Jónsson (NÝR) Helsingborgs IF (Helsingborg) Arnór Smárason (NÝR) Gefle IF (Gävle) Skúli Jón Friðgeirsson (NÝR) Íslenskir knattspyrnumenn sem leika í efstu deild karla í Noregi og Svíþjóð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.