Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 8
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 (3.577.689 kr. án vsk) Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði FA S TU S _H _2 8. 05 .1 4 Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h. Fastus • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 fastus@fastus.is • www.fastus.is • Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Veit á vandaða lausn Jarðarber Karamella Vanilla ALÞINGI „Stórir hópar munu ekki njóta gjafa- og örlætisgerninga frumvarpsins. Ber þar fyrst að nefna leigjendur en 25 prósent allra heimila eru í leiguíbúð,“ segir Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sem skilaði séráliti í efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp rík- isstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaverðlána. Pétur segir að staða leigjenda sé oft mjög slæm því til viðbótar leigu, sem er oftast verðtryggð, komi skortur á leiguíbúðum. Hann segir að þeir sem búa í skuldlausri íbúð, líklega 20 prósent heimila og oft eldra fólk, fái ekki neitt. Í efnahags- og viðskiptanefnd voru skrifuð fimm álit um frum- varpið, eitt frá stjórnarmeirihlut- anum í nefndinni og fjögur frá minnihlutanum. Meirihluti efna- hags- og viðskiptanefndar veg- samar frumvarpið. Meirihlutinn segir að með því sé komið til móts við heimilin í landinu með almenn- um aðgerðum sem ná fram höfuð- stólslækkun verðtryggðra lána án þess að fórna sjálfbærni og stöð- ugleika við stjórnun ríkisfjármála. Í minnihlutaálitunum er það rauður þráður að í frumvarpinu felist mismunun og að þeir betur stæðu hagnist á skuldaniðurfell- ingunum. Þá er bent á að úrræðin nái hvorki til námslána, leigjenda né búseturéttarhafa. „Út frá mörgum hliðum felst í raun pínlegt óréttlæti í því að aðgerðirnar taki einungis til þeirra sem skuldað hafa vegna húsnæðiskaupa á vissu tímabili,“ segir Guðmundur Steingríms- son, Bjartri framtíð, og veltir upp þeirri spurningu hvort það væri ekki réttlátara að ríkissjóður léti hverjum og einum Íslendingi í té vissa upphæð. Steingrímur J. Sigfússon, VG, kallar frumvarpið móður allra kosningaloforða. Hann segir ljóst að samfélags- leg áhrif boðaðrar niðurfærslu séu til þess fallin að styrkja hag hinna betur megandi. „Notkun almanna- fjár í því skyni og í þeim mæli sem áformað er verður að teljast öld- ungis fráleit,“ segir Steingrímur. Árni Páll Árnason, Samfylk- ingu, segir að frumvarpið feli í sér flutning á peningum frá þeim tekjuminni og meðaltekjufólki til þeirra ríkari, frá ungu fólki og öldruðu fólki til fólks á besta aldri og frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. johanna@frettabladid.is Njóta ekki gjafa- og örlætisgerninga Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar segir að með frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána sé komið til móts við heimilin. Guðmundur Steingrímsson segir að í frumvarpinu felist í raun pínlegt óréttlæti. MISJÖFN VIÐBRÖGÐ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðara fasteignalána fær misjafna dóma. FRETTABLAÐIÐ/GVA Umræður um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um séreignarsparnað stóðu yfir í allan gærdag og fram á kvöld. Raunar hófst umræðan um klukkan 15 í fyrradag og stóð þá fram til miðnættis. Ef umræður um leiðréttingu verð- tryggðra fasteignalána taka jafn langan tíma er ólíklegt að þingið fari í sumarfrí á föstudag eins og starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir. Katrín Jakobsdóttir gagnrýndi stjórnarflokkana í gær og sagði það á þeirra ábyrgð hvernig mál hafa þróast í þinginu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði að stjórnar- andstaðan hefði talað of mikið í ýmsum málum. Það væri allajafna kallað málþóf. ➜ Langar umræður um séreignarsparnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.