Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGVeiði MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 20148 Sushi við árbakkann Gott nesti er nauðsynlegt í veiði- ferðum enda eyða veiðimenn oft löngum tíma úti við, langt frá veiði- skálanum. Flatkökur og hangi- kjöt, samlokur og drykkjarföng eru oft með í för en það er skemmti- leg tilbreyting að slá upp einfaldri sushi-veislu við árbakkann. Það er óþarfi að flækja hlutina of mikið og því upplagt að einblína á sashimi, sem er sushi án hrísgrjóna, og nig- iri, þar sem uppistaðan er grjón og hrár fiskur. Lax og bleikja hentar mjög vel í sushi en þeir ævintýragjarnari geta líka spreytt sig á urriðanum. Sashimi er einfalt í framkvæmd. Fiskurinn er sneiddur í þunnar sneiðar eða litla kubba. Það er hægt að útbúa ponzu- sósu áður en haldið er úr húsi en hún saman- stendur af sojasósu og safa úr sítrusávöxt- um. Einnig má bera fram sojasósu, súrsað engifer og wasabi-mauk með fiskinum. Nigiri krefst aðeins meiri undir- búnings. Þá eru sushi- grjónin soðin í veiðiskálanum áður en haldið er af stað. Þegar matreiðsl- an hefst eru grjónin mótuð á rétt- an hátt og þunnar fisksneið- ar lagðar ofan á. Á milli er venjan að smyrja ör- litlu wasabi-mauki og bera fram með sojasósu. Góður hnífur og bretti eru einu áhöldin sem þarf til að útbúa þessa veislu. Prjónar eða guðsgafflarnir eru síðan nýttir til að snæða veitingarnar. ORMATÍNSLA UM NÆTUR Best er að tína ánamaðka um nótt og í hellirigningu. Því meira sem rignir, því fleiri ánamaðkar leita upp á yfirborðið. Ástæðan er sú að maðkarnir „anda“ gegnum húðina og bleytan gerir þeim þungt um „andardrátt“! Notið vasaljós og laumist að þeim. Ánamaðkar skynja titring og skjótast hratt ofan í jörðina verði þeir varir við hreyfingu. Þegar höndum hefur verið komið á ánamaðkinn verður að toga hann upp með lagni svo hann slitni ekki. Ef jarðvegurinn er þurr og ekki útlit fyrir rigningu í bráð, má reyna að vökva lóðina hressilega til að lokka ánamaðkana upp á yfirborðið. Þá er sagt óráð að nota kemískan áburð á lóðina ef tína á þar ánamaðka en nota heldur húsdýraáburð á blettinn. Þá er einnig sagt að mest sé um ánamaðka í vel hirtum görðum. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands. VEITT OG SLEPPT Þeim veiðimönnum fjölgar sem sleppa stangveiddum fisk. Mikil- vægt er að bera sig rétt að. Á vef Veiðimálastofnunar er að finna greinargóðar leiðbeiningar. ● Mælt er með að nota króka án agnhalds og sterka línu. ● Of stórir krókar geta rifið illa en smáir krókar eru oft kokgleyptir. Þá er betra að nota króka sem ryðga því þá er möguleiki að skera á línuna því krókurinn brotnar niður og eyðist. ● Þegar fiskurinn hefur verið veiddur á að varast að lyfta honum upp úr vatninu. Háfar geta farið illa með slímhúð og hreistur. ● Hvorki á að snerta tálkn né augu. ● Varast ber að lyfta fisknum upp á sporðinum. Þá á að bleyta hendur áður en fiskur er handleikinn því þurrar hendur geta fjarlægt slímhúð. ● Öngulinn á að losa sem fyrst, mjúkum höndum og helst undir yfirborði vatns. ● Nota á töng með góðu gripi til að ná önglinum úr fisk. ● Ef öngull er illa fastur og ekki hægt að losa hann án þess að særa fiskinn enn meira, á að klippa á línuna sem næst öngl- inum og láta hann vera. ● Ekki má eyða of miklum tíma í losun önguls. ● Forðast á að vigta fiska, fremur á að nota lengdarstiku og áætla þyngd út frá því. ● Ef fiskur er slappur skal snúa honum á móti hægum árstraumi, þannig er honum best hjálpað við að ná eðlilegri öndun á nýjan leik. ● Stórir fiskar þurfa oft lengri tíma til að jafna sig en þeir smærri. ● Ekki skal sleppa fiski sem er mjög slappur eða mikið skaddaður. Blæðing úr tálknum og mikið hreisturlos eru vísbendingar um að fiski verði ekki bjargað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.