Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 20
 | 2 14. maí 2014 | miðvikudagur VIÐSKIPTI Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 21,8% frá áramótum NÝHERJI 6,1% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -18,4% frá áramótum HB GRANDI* -3,1% í síðustu viku 3 8 4 Greipur Gíslason, verkefnastjóri Hönn- unarMars, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Hönnunarmiðstöð og fært sig um set til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Greipur tekur við nýrri stöðu hjá Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Verkefni hans þar verða á markaðs- og kynningar- sviði með áherslu á ný verkefni. Greipur er ekki ókunnugur starfi hjómsveitarinnar en hann leysti af sem tónleikastjóri veturinn 2009-2010 samhliða starfi sínu fyrir Hönnunar- Mars. Þá var hann verkefnastjóri fyrstu Tectonics-tónlistarhátíðar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands árið 2012. „Þetta er skemmtilegur vinnustað- ur og stór menningarstofnun. Það hef- ur gengið mjög vel hjá Sinfó undan- farið og verkefnin sem ég tek að mér verða krefj andi en hugmyndin er að fj ölga gestum enn frekar og skoða nýja möguleika og verkefni fyrir hljóm- sveitina,“ segir Greipur. Hann hefur stýrt HönnunarMars frá upphafi eða frá því hann var fyrst hald- inn 2009. Hönnunarmiðstöð Íslands á og rekur HönnunarMars, sem er lang- stærsti hönnunarviðburður ársins með yfi r 30 þúsund gesti. Þar hefur Greipur borið hitann og þungann af skipulagn- ingu hátíðarinnar. „Okkur hefur tek- ist mjög vel með hátíðina, mikið betur en við ætluðum okkur. Ég lærði mjög mikið á þessu starfi og það verður mik- il eft irsjá í grasrótinni þar inni, þótt ég hafi nú ekki farið langt og aldrei að vita hvort maður geti ekki hjálpað til þar sem maður fer,“ segir Greipur að lok- um. - fb j Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Hönnunarmiðstöð: Færir sig til Sinfóníunnar STÓR MENNINGARSTOFNUN Greipur er spenntur fyrir að takast á við ný verkefni hjá Sinfóníuhljómsveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þegar framleiðsluslakinn hverfur úr hag- kerfi nu í lok þessa árs eða í byrjun næsta er hætta á að launaþrýstingur skapist á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í Mark- aðspunktum Arion banka sem birtir voru í gær. Þar segir að til viðbótar við launaskrið á vinnumarkaði sé mikilvægt að kjara- samningar þróist með þeim hætti að launahækkanir verði hófl egar. Að öðrum kosti sé hætta á að Seðlabankinn neyðist að grípa til aðhaldsaðgerða til að vega á móti þeirri þróun í lok þessa árs. Á sama hátt minnka líkur á gerð langtímakjara- samninga í byrjun næsta árs líkt og stefnt hefur verið að. „Árið 2013 var fyrsta árið síðan 2008 þar sem fj öldi aðfl uttra var um- fram brottfl utta. Fjöldinn var um 1.600 manns og á sama tíma fór skráð at- vinnuleysi undir jafnvægisatvinnuleysi. Það er því ljóst að staðan á vinnumark- aði ræður miklu um fl utning vinnuafl s til og frá landinu og má leiða líkur að því að innfl utningur vinnuafl s geti haft já- kvæð áhrif og dregið úr líkum á of miklu launaskriði þegar atvinnuleysi fer lækk- andi,“ segir í Markaðspunktunum. Telur greiningardeild Arion banka að ef atvinnuleysi fer áfram lækkandi og umframeft irspurn myndast á vinnu- markaði í einstaka geirum geti aðfl utta vinnuafl ið dregið úr þeim launaþrýstingi sem annars kunni að myndast. - fb j Greiningardeild Arion banka segir hættu á að launaþrýstingur skapist slakni á hagkerfinu: Aðfluttir dragi úr launaskriði FLEIRI FLYTJA TIL LANDSINS Síðasta ár var hið fyrsta síðan 2008 þar sem fjöldi aðfluttra var meiri en brottfluttra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Landbúnaðarráðuneytið hefur gefi ð út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem ósk- aði eft ir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á inn- lendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir út- hlutunina sýna ákveðið misræmi í fram- kvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vís- bendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðend- um aðra meðferð en smá- og heildsöl- um þegar kemur að tollkvótum. Þann- ig óskuðu Hagar eft ir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrú- ar síðastliðnum, með þeim rökstuðn- ingi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hag- ar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessar- ar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að fl ytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að fl ytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir inn- fl utning en í hinu er neytendum gef- ið langt nef og þeim sagt að borða eitt- hvað annað og þá helst eitthvað ís- lenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, seg- ir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefi nn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eft ir tollkvóta fyrir kjúk- ling, hvort sem þeir ætla sér að fl ytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífræn- an kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa rök- semd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum til- vikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýslufram- kvæmd hafa neikvæð áhrif á sam- keppni hér á þessu sviði þar sem jafn- ræðis sé ekki gætt. Enn frem- ur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess rétt- ar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skort- ur á kjúklingi. Hlutverk ráð- herra er einfaldlega að bregð- ast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyr- ir hvern. Reglan er hlutbundin og beit- ing hennar á að vera málefnaleg,“ seg- ir Björg Ásta. Framleiðendum hyglað á kostnað innflytjenda Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk vegna skorts. Félag atvinnurekenda segir misræmi í úthlut- un ráðuneytisins á kvóta eftir því hver óskar eftir henni. LÍFRÆNT HRÁEFNI Lífræna mjólkin er meðal annars notuð til framleiðslu á hvítmygluosti. MYND/GETTY BJÖRG ÁSTA ÞÓRÐARDÓTTIR Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 14. maí ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir Fimmtudagur 15. maí ➜ Fiskafli í apríl 2014 ➜ Stjórnir og framkvæmdastjórar fyrirtækja Föstudagur 16. maí ➜ Atvinnuleysistölur fyrir apríl ➜ Samræmd vísitala neysluverðs í apríl 2014 Þriðjudagur 20. maí ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu ➜ Verðmæti sjávarafla janúar- febrúar 2014 ➜ Velta skv. virðisaukaskatts- skýrslum janúar til febrúar 2014 ➜ Vísitala byggingarkostnaðar fyrir júní 2014 Miðvikudagur 21. maí ➜ Vaxtaákvörðun og útgáfa Pen- ingamála ➜ Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis ➜ Vinnumarkaður í apríl 2014 Fimmtudagur 22. maí ➜ Vísitala lífeyrisskuldbindinga í apríl 2014 ➜ Vísitala kaupmáttar launa í apríl 2014 ➜ Mánaðarleg launavísitala í apríl 2014 ➜ Greiðslujöfnunarvísitala í júní 2014 Föstudagur 23. maí ➜ Bankatöflur Þriðjudagur 27. maí ➜ Viðskipti með atvinnuhúsnæði í apríl Miðvikudagur 28. maí ➜ Fjöldi útgefinna vegabréfa ➜ Vísitala neysluverðs í maí 2014 ➜ Nýskráningar og gjaldþrot í apríl 2014 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 118,00 -9,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 245,50 -5,3% -1,4% Fjarskipti (Vodafone) 31,45 15,4% -1,1% Hagar 42,35 10,3% 0,1% HB Grandi* 25,82 -6,8% -3,1% Icelandair Group 17,00 -6,6% 0,0% Marel 108,50 -18,4% -0,5% N1 17,30 -8,5% 0,0% Nýherji 4,00 9,6% 6,1% Reginn 16,40 5,5% -0,9% Sjóvá* 12,82 -5,0% -0,4% Tryggingamiðstöðin 28,50 -11,1% -1,7% Vátryggingafélag Íslands 9,20 -14,7% 1,2% Össur 279,00 21,8% -5,3% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.159,01 -8,0% -0,4% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 19,50 47,2% -8,9% Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 9,0% *Breyting frá útboðsverði í apríl 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.