Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGVeiði MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 20146
Útivistar- og veiðiverslunin Veiði-vörur hefur um nokkurra ára skeið boðið veiðimönnum lands-
ins upp á fjölbreytt úrval veiðivara fyrir
allar tegundir veiði. Verslunin býður upp
á sérlega glæsilegt úrval af veiðibúnaði
fyrir stangaveiði að sögn Matthíasar Þórs
Hákonarsonar, framkvæmdastjóra versl-
unarinnar. „Stærsta vörumerkið okkar er
Vision sem er finnskt gæðamerki. Þetta
merki er raunar stærsti framleiðandi og
söluaðili á Norðurlöndum og býður upp
á langbreiðasta vöruúrvalið. Við seljum
mikið úrval frá þeim af stöngum, hjólum,
línum, vöðlum, jökkum, töskum og bara
öllu því sem viðkemur stangaveiði. Auk
þess bjóðum við upp á mikið úrval smá-
hluta frá þeim.“
Veiðivörur bjóða ekki einungis upp á
vörur fyrir vana veiðimenn heldur líka
byrjendur. „Við erum einnig með mikið
úrval af vörum frá undirmerki Vision
sem heitir Keeper. Það er einnig mjög
gott og vandað vörumerki sem býður
upp á allt það helsta fyrir veiðimanninn
en á aðeins hagstæðara verði. Það má
því segja að hér sé boðið upp á allt fyrir
stangaveiðina í ólíkum vöru- og verð-
flokkum en gæðin eru alltaf í fyrirrúmi
hjá okkur. Verðið hér er tiltölulega lágt
miðað við gæðin.“
Nýjar vörur
Meðal nýrra vara sem Veiðivörur leggja
áherslu á í sumar eru nýju tvíhendurn-
ar frá Vision. „Þessi tvíhenda, sem ber
nafnið Tool, var valin besta nýja tví-
hendan í veiðiblaðinu virta Trout and
Salmon nýlega. Þessi stöng er frekar hröð
tvíhenda sem kom okkur mikið á óvart.
Hún lítur öðruvísi út en aðrar tvíhendur
og virðist ráða við hvaða flugur sem er.“
Matthías nefnir einnig nýja vöðluskó
frá Vision sem heita Loikka. Þeir eru af-
rakstur fimmtán ára vöruþróunar hjá
Vis ion. „Þetta eru langbestu skór sem
við höfum prófað og höfum við prófað þá
marga. Nú er búið að koma í veg fyrir öll
þessi vandamál sem tilheyra vöðluskóm
en samt eru þeir með þeim léttari sem
eru í boði. Þeir eru með nýjum gúmmí-
botni sem gefur gott grip.“
Að lokum nefnir Matthías nýtt flugu-
veiðihjól frá Vision sem heitir Vario-
verse. „Þetta er eina hjól sinnar tegundar
í heiminum. Það hefur einstakt bremsu-
kerfi á hjólinu og er algjörlega einstakt í
sinni röð þegar kemur að léttleika og ein-
faldleika búnaðarins.“
Veiðivörur bjóða upp á gott úrval sil-
ungaflugna sem allar eru hnýttar hér-
lendis af innlendum fagmönnum. „Þetta
eru gæðaflugur sem eru mjög vinsæl-
ar. Það er notað mikið af útfjólubláu efni
þannig að þær lýsast upp í sólarljósinu.“
Í dag er Veiðivörur með tvær verslan-
ir. Sú eldri er staðsett á Akureyri en síð-
asta sumar var ný verslun opnuð við Síðu-
múla í Reykjavík. „Við keyptum veiðibúð-
ina Hrygnuna síðasta sumar og opnuðum
verslun þar. Um leið fengum við umboðið
fyrir Vision-vörurnar og getum nú boðið
þær til sölu í báðum verslunum okkar.“
Allar nánari upplýsingar um vörur
verslunarinnar má finna á www.veidi-
vorur.is.
Metnaðarfull veiðiverslun
Fjölmargar nýjar veiðivörur eru í boði hjá versluninni Veiðivörum fyrir sumarið. Verslunin býður upp á mikið úrval stangaveiðivara
þar sem finnska gæðamerkið Vision er í fyrirrúmi. Veiðivörur reka tvær verslanir, eina á Akureyri og aðra í Reykjavík.
Gott úrval
veiðivara fyrir
bæði vana
veiðimenn
og byrjendur.
Veiðivörur
bjóða upp á
mikið úrval
veiðivara
frá finnska
gæðamerk-
inu Vision.
MYND/STEFÁN
Hér í Hólá og Laugarvatni er eingöngu villtur silungur; feitur, fallegur og ákaflega
bragðgóður,“ segir Elsa Svandís Pét-
ursdóttir, sem ásamt eiginmann-
inum Skúla Haukssyni hefur verið
ábúandi í Útey I í Bláskógabyggð frá
árinu 1980.
„Þegar við settumst að í Útey fyrir
34 árum fórum við strax til veiða í
vötnunum. Þá kom fyrir að einstaka
veiðimaður renndi í hlað og ósk-
aði eftir leyfi til veiða en fljótt flaug
fiskisagan og alltaf verður vinsælla
fyrir fjölskyldur í fríi og ferðamenn
að renna fyrir fisk í landi Úteyjar.“
Útey I á veiðirétt í hluta Laugar-
vatns og að hluta á bökkum Hólár.
„Í nágrenni Laugarvatns er stór
sumarbústaðabyggð og margir sem
vilja renna fyrir fisk eða kaupa sér
nýjan silung á grillið og í pottana eða
reyktan ofan á brauð. Sama fólkið
kemur aftur og aftur, nýir gestir bæt-
ast við og nú koma í æ meiri mæli er-
lendir veiðimenn.“
Í Útey hefur ávallt verið góð veiði
og nú um mundir er mikið um urr-
iða. Þegar hlýnar í veðri tekur svo
bleikjan við.
„Við opnuðum 1. apríl og þá komu
tveir til veiða. Annar fékk tvo fiska en
hinn átta; allt urriða úr Hólá,“ segir
Elsa.
Veiðileyfi eru seld heima á bænum
og er áin mjög skemmtilegt veiði-
svæði.
„Þeir sem koma til veiða eru
mjög ánægðir. Fólk ræður hvort
það sleppir fisknum eða veiðir sér
til matar og ef það bítur ekki á erum
við með nýveiddan silung til sölu. Þá
fá börn undir fjórtán ára að veiða án
aukagjalds með fullorðnum.“
Elsa og Skúli veiða í net úr Laugar-
vatni og Apavatni og selja nýjan sil-
ung heima á bæ og í verslanir, hótel
og veitingahús í héraðinu. Þá selja
þau reyktan silung í verslanir um
allt land.
„Um leið og ís fer af vötnunum á
vorin byrjum við að veiða. Silungur-
inn er vel rauður á hold og mjög ljúf-
fengur grillaður og steiktur eða mat-
reiddur á annan hátt,“ segir Elsa um
silunginn, sem er flakaður og seldur
ferskur.
Um þessar mundir eru tuttugu
ár síðan þau hjónin tóku í notkun
reykhús í Útey. Þar reykja þau árið
um kring rómaðan Úteyjarsilung
en einnig reykja þau fisk fyrir veiði-
menn eftir óskum.
„Reyktur silungur frá Útey þykir
sælgæti og er galdurinn fólginn í af-
bragðs hráefni og vönduðum vinnu-
brögðum. Hráefnið skiptir mestu og
það hvernig saltað er og verkað. Við
höfum náð verulega góðum tökum
á verkuninni og fjölskyldan hjálpast
að ef með þarf; meira að segja barna-
börnin sem koma í sveitina til ömmu
og afa á sumrin.“
Elsa og Skúli reykja silung á þrjá
vegu; með taði, birki og heitreykingu.
„Heitreyktur fiskur er reyksoðinn og
einstaklega ljúffengur. Reyktan sil-
ung er svo hægt að nota í ótal margt
annað en að sneiða ofan á brauð. Sá
heitreykti er til dæmis hnossgæti í
pastarétti og með salatblaði og pip-
arrótarsósu er kominn fínasti forrétt-
ur,“ segir Elsa sem er ekki komin með
leiða á Úteyjarfisknum.
„Mér finnst hann alltaf jafn
góður og í uppáhaldi er sá taðreykti
en bóndanum þykir sá birkireykti
betri.“
Veiðileyfi í Útey gilda bæði í Laug-
arvatni og Hólá og kostar dagur-
inn 2.700 krónur. Hægt er að kaupa
sumarkort á 17.000.
Ný flök eru seld heima á bæ yfir
sumartímann en líka í eftirtöld-
um verslunum: Versluninni Borg,
Grímsnesi, Samkaup/Strax og
Gallerí inu á Laugarvatni.
Sjá nánar á utey.is.
Pastasalat með silungi
280 g spaghetti eða núðlur
200 g mozzarellaostur
120 g heitreyktur silungur (má líka nota
birki- eða taðreyktan)
1 stk. agúrka
1 búnt basilíka
ólífuolía og salt
Sjóðið pastað „al dente“ og sigt-
ið. Skerið silung, agúrku og ost í litla
bita og blandið saman við kalt past-
að ásamt olíudreitli og saltið eftir
smekk. Rífið eða klippið basilíku-
laufin yfir.
Fljótt flýgur fiskisagan í Útey
Á bænum Útey I við Laugarvatn verður nýveiddur silungur að sælgæti í reykhúsinu. Í landi Úteyjar er einnig sívinsæll veiðistaður í
Hólá og Laugarvatni og hægt er að kaupa veiðileyfi, nýveiddan silung og reykt hnossgæti heima á hlaði.
Hjónin Elsa og Skúli.
Hér eru silungaflök í salti fyrir reykingu.
Á sumrin koma barnabörnin til ömmu og afa í Útey. Hér er Alex Skúli með afa sínum.
MYNDIR/ÚR EINKASAFNI