Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 22
| 4 14. maí 2014 | miðvikudagur
Í dag lýkur þriggja daga tækniráð-
stefnu LS Retail, ConneXion 2014,
í Hörpu í Reykjavík. Von var á því
að á fi mmta hundrað manns sæktu
viðburðinn heim og hlýddu á erindi
fjölda innlendra og erlendra sér-
fræðinga. Erlendir gestir eru sagð-
ir um 300 frá 50 löndum.
Meðal þess sem fjallað hefur
verið um er hvernig á næstu árum
sé að vænta meiri og örari breytinga
í smásöluverslun en áður hafi sést,
líkt og fram kom í máli aðalfyrirles-
ara ráðstefnunnar, ráðgjafans, rit-
höfundarins og fjölmiðlamannsins
kanadíska Doug Stephens. Hann er
sérfræðingur í þróun smásöluversl-
unar og breytingum í kauphegðun
neytenda samfara örri tækniþróun.
Stephens spáir því að breytingar
næsta áratugar jaðri við byltingu í
smásöluverslun. „Horfum við upp á
dauða smásöluverslunarinnar eða
stórkostlega endurfæðingu og upp-
haf gullaldar í verslun?“ er spurn-
ing sem eftir honum er höfð. „Um
þetta hefur umræðan snúist og held-
ur áfram að gera. Eitt er þó víst,
verslun framtíðarinnar verðu mjög
ólík því sem nú þekkist.“
Á ráðstefnunni átti einkum að
fjalla um þarfi r í smásölu- og veit-
ingarekstri, svo sem hvernig fyrir-
tæki geti betur ræktað persónulegt
samband við viðskiptavini. Til að
standa sig á þeim vettvangi þurfi
að innleiða nýjustu tækni. Þá var
fjallað um nýjustu rannsóknir á
sviði kauphegðunar fólks sem nýtir
sér tækni tölva og snjallsíma í æ
ríkari mæli við leit og kaup á vöru
og þjónustu. - óká
Von var á 300 erlendum gestum frá 50 löndum á ConneXion 2014-tækniráðstefnuna í Hörpu í Reykjavík:
Funda um breytingar í verslun
Í HÖRPU Sveinn
Áki Lúðvíksson,
sölustjóri LS Retail,
afhendir gesti nafn-
spjald á ConneXion
2014-tækniráð-
stefnunni.
MYND/LS RETAIL
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Flugvélaframleiðandinn Air-
bus fagnaði því í byrjun vik-
unnar að þá voru liðin 20 ár frá
fyrstu þátttöku vélar félagsins í
MOZAIC- verkefninu (e. Measure-
ment of Ozone by Airbus in-ser-
vice Aircraft) þar sem farþegavél-
ar í áætlunarfl ugi eru notaðar til
þess að mæla meðal annars styrk
ósonlagsins. Í tilkynningu félags-
ins segir að með þátttöku sinni
vilji það undirstrika ákvörðun
Airbus um að styðja við og efl a
vísindarannsóknir á sviði lofts-
lagsmála.
„20 árum eftir að MOZAIC-
verkefnið hófst taka sjö breið-
þotur Airbus (sex A340-300-
vélar og ein A330-þota) þátt í
mælingum á hverjum degi og um
heim allan, með stuðningi fl ug-
félaganna sem verkefnið styðja,
Lufthansa, China Airlines, Air
France, Iberia, Cathay Pacifi c
og Air Namibia,“ segir í tilkynn-
ingu félagsins. Fram kemur að í
dag notist öll reiknilíkön á sviði
loftslagsmála og veðurfars við
gögn frá MOZAIC og IAGOS-
verkefninu, sem hófst 1993 til
að stilla af niðurstöður sínar.
„Þakka má þátttöku okkar og öfl -
ugu samstarfi við fl ugfélög, rann-
sóknarstofur og stofnanir að vís-
indasamfélagið hefur mun betri
skilning á háloftunum og lofts-
lagsbreytingum,“ er haft eftir
Rainer Von Wrede, yfirmanni
deildar hönnunar, rannsókna og
þróunar hjá Airbus.
Þau gögn sem safnað er, þar
með taldar rauntímaupplýsing-
ar sem notaðar eru við gerð veð-
urspáa og spáa um loftslag og
loftgæði, eru yfi rfarnar og bætt
við gagnabanka MOZAIC/IAGOS,
en að þeim hafa alþjóðlega vís-
indasamfélagið og stefnumark-
andi stofnanir frjálsan aðgang.
Til þessa hefur mælingum
úr yfi r 41.000 farþegafl ugferð-
um verið bætt við gagnabanka
MOZAIC/IAGOS frá því að
fyrstu gögnin fengust úr fl ugi
A340-þotu Air France frá Cara-
cas til Bógótá í ágúst 1994. - óká
Nokkur flugfélög hafa safnað upplýsingum um loftslag í háloftunum:
Ósonstyrkur mældur
í ferðum farþegavéla
Í TOULOUSE Þota sett saman í einni af verksmiðjum Airbus. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ
Meirihluti 300 stærstu fyrirtækja
landsins stefnir á fjárfestingar á
árinu 2014 eða 77 prósent fyrir-
tækja. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í fyrstu könnun ráð-
gjafarsviðs Deloitte á meðal fjár-
málastjóra stærstu fyrirtækja á
Íslandi. Tilgangur könnunarinnar
er að sýna viðhorf fjármálastjóra
til stöðu fyrirtækja og efnahags-
umhverfi sins og er ætlun Deloitte
að framkvæma hana hálfsárslega.
Þrátt fyrir áætlanir um fjárfest-
ingar á þessu ári sýna niðurstöður
könnunarinnar að fjármálastjórar
gera ekki ráð fyrir aukinni skuld-
setningu en 50 prósent fyrirtækja
áætla að skuldsetning verði óbreytt
en 34 prósent þeirra áætla að draga
úr skuldsetningu. Það samræmist
áliti fjármálastjóra um að íslensk
fyrirtæki séu of skuldsett.
Aðspurðir um hagkvæmni fjár-
mögnunarleiða telur meirihluti
fjármálastjóra að útgáfa hluta-
fjár og skuldabréfa sé hagkvæm
en að lántaka hjá bönkum sé óhag-
kvæm. Framboð á lánsfé sé til
staðar en það sé dýrt. Þó áætla
fjármálastjórarnir ekki útgáfu
nýrra skuldabréfa eða hlutabréfa
á næstunni.
Fyrirtæki virðast samkvæmt
könnuninni ætla að leggja áherslu
á stækkun með innri vexti á næstu
tólf mánuðum, lækkun kostnaðar,
minnkun skuldsetningar, aukningu
sjóðsstreymis og koma með nýjar
vörur. Helmingur svarenda telur
að hagnaður íslenskra fyrirtækja
muni standa í stað á árinu 2014 í
samanburði við síðasta ár en 38
prósent þeirra telja að hagnaður
muni aukast. Þeir gera ekki ráð
fyrir að auka áhættu í efnahags-
reikningum fyrirtækja á þessu ári.
Meirihluti fjármálastjóranna er
bjartsýnn um hagvaxtarhorfur á
Íslandi til næstu tveggja ára en
stór hluti telur að hagvöxtur muni
standa í stað.
Spurt var um mat fjármála-
stjóra á Úrvalsvísitölu Kauphallar
Íslands og töldu 63 prósent þeirra
að vísitalan myndi hækka nokkuð
á árinu. Aðspurðir um stýrivexti
Seðlabanka Íslands telur yfi rgnæf-
andi meirihluti þeirra stýrivextina
of háa.
Af þeim fjármálastjórum sem
svöruðu könnuninni eru 30 prósent
í smá- eða heildsölu, 18 prósent í
þjónustu eða ráðgjöf og 11 prósent
í banka-, fjármála-, trygginga- eða
byggingarstarfsemi.
Telja íslensk fyrirtæki vera of skuldsett
Deloitte gerði könnun á meðal fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins en þar kemur fram að ekki er gert
ráð fyrir aukinni skuldsetningu og bjartsýni ríkir um hagvaxtarhorfur á landinu til næstu tveggja ára.
BJARTSÝNIR Meirihluti íslenskra fjármálastjóra er bjartsýnn um hagvaxtarhorfur til næstu
tveggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI
Fanney Birna Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ætla að leggja
áherslu á stækkun
með innri vexti á næstu
tólf mánuðum, lækkun
kostnaðar, minnkun
skuldsetningar, aukningu
sjóðsstreymis og koma
með nýjar vörur.