Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 58
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30
FÓTBOLTI „Þetta var það sem við lögðum upp með –
við ætlum að vera harðir í leiknum og láta finna fyrir
okkur,“ segir Elías Már Ómarsson, framherji Kefla-
víkur, í samtali við Fréttablaðið um 2-0 sigurinn á
Breiðabliki í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í fót-
bolta á mánudagskvöldið.
Elías átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði bæði
mörk liðsins en hann er leikmaður umferðarinnar hjá
Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Nettó-vellin-
um á mánudagskvöldið.
„Það var bara baráttan í liðinu og liðsheildin. Það
gekk allt sem við lögðum upp með. Varnarlínan var
virkilega sterk og síðan nýttum við færin,“ segir
Elías Már aðspurður hvað hann var ánægðastur með
í leiknum.
Hann kemur inn á varnarleikinn sem hefur verið
sterkur hjá Keflavík í sumar. Liðið fékk á sig 47 mörk
síðasta sumar, næstflest í deildinni á eftir ÍA sem féll,
en er aðeins búið að fá á sig eitt mark núna og
því hefði auðveldlega verið hægt að komast
hjá.
„Það hefur verið farið vel yfir varnar-
leikinn og hann er núna virkilega sterk-
ur hjá okkur, sem er mjög gott. Það er
líka mjög góður mórall í liðinu og liðs-
heildin öflug,“ segir Elías Már.
Alveg sama um spárnar
Keflavík var almennt ekki spáð góðu
gengi í Pepsi-deildinni. Flestir spáðu
því við fallsvæðið en sérfræðingarnir í
Pepsi-mörkunum gengu svo langt að spá
liðinu falli. Þessum spám eru Keflvíking-
ar nú að troða upp í menn.
„Okkur er eiginlega alveg sama um
þetta. Við vitum alveg hvað við getum
og við ætlum ekkert að falla. Við
ætlum að vera í efri hlutanum
í deildinni og pælum ekkert
í þessu. Menn munu bara
sjá þetta í lok tímabils-
ins. Við verðum ekki
á meðal neðstu liða,“
segir Elías Már.
Kristján Guð-
mundsson, þjálfari
liðsins, er að gera
virkilega góða
hluti með Kefla-
vík eins og síðast
þegar hann var þar
við stjórnvölinn.
Kristján og Kefla-
vík virðast einfald-
lega passa saman
en hvað gerir hann
svona góðan í Bítla-
bænum?
„Hann kemur bara
með sterkan móral inn
í liðið. Hann er frábær karakter og virkilega góður
þjálfari,“ segir Elías Már en Kristján er skipulagður
þjálfari og leggur leiki Keflavíkur afar vel upp, eins
og sést hefur í fyrstu þremur umferðunum.
„Kristján vinnur heimavinnuna sína vel. Hann fer
rækilega yfir hin liðin og sýnir okkur klippur þar
sem farið er yfir hvað við þurfum að gera og hvað
við eigum ekki að gera. Við hlustum á hann í einu og
öllu,“ segir Elías Már.
Atvinnumennska er draumurinn
Elías Már skoraði tvö mörk í 16 leikjum í deild-
inni í fyrra en er nú kominn með tvö mörk
í tveimur leikjum. Hefur hann sett sér ein-
hver persónuleg takmörk fyrir sumarið?
„Ég stefni bara á að spila mikið og spila vel fyrir
Keflavík. Mörkin eru bara aukaatriði. Ég vil bara ná
sem bestum árangri með liðinu,“ segir Elías Már,
sem er nú búinn að skora tvö ár í röð á móti
Breiðabliki. „Mér er ekkert illa við þá.
Þetta er bara algjör tilviljun. Ég verð
núna að fara að skora á móti einhverj-
um öðrum líka,“ segir hann og hlær.
Þessi ungi og efnilegi framherji er
fæddur árið 1995 og var með U19 ára
liðinu í sumar sem fór í milliriðlaund-
ankeppni EM. Draumurinn hjá honum,
eins og svo mörgum ungum spilurum,
er að komast í atvinnumennsku. „Allt
frá því að ég byrjaði í fótbolta hefur
stefnan verið sett á atvinnumennsku
og vonandi gerist það einhvern tím-
ann,“ segir Elías sem hefur lagt mikið
á sig í vetur til að vera í sem bestu
standi fyrir Pepsi-deildina og er að
uppskera.
„Ég tók mér frí í skólanum þessa
önn því ég ætlaði að einbeita
mér að sumrinu og reyna
að spila vel. Ég fer á
hverjum degi með
vini mínum, Theodór
Guðna (Halldórssyni),
á aukaæfingar og í
ræktina. Við vinnum
mikið í þessu saman
og styðjum hvor
annan alveg hundrað
prósent,“ segir Elías
Már Ómarsson.
tom@frettabladid.is
Sama um allar spár
Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk og spilaði mjög vel þegar Kefl avík vann
Breiðablik, 2-0. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.
BARA GEGN BLIKUM
Öll fjögur mörk Elíasar Más
Ómarssonar í efstu deild hafa
komið á móti Breiðabliki.
HANDBOLTI „Þessi ótrúlega stemn-
ing hérna gefur okkur svo mikið
að þú trúir því ekki. Ég hef farið út
um allan heim og þetta er með því
magnaðra sem ég hef upplifað,“
sagði skælbrosandi þjálfari ÍBV,
Gunnar Magnússon, eftir magn-
aðan 27-20 sigur ÍBV á Haukum í
Eyjum í gær.
Stórkostlegir áhorfendur í
Eyjum mynduðu eina eftirminni-
legustu stemningu seinni ára í
íslenskum íþróttum og þessir
stuðningsmenn áttu stóran þátt
í sigrinum. Þessi úrslit þýða að
liðin verða að mætast í hreinum
úrslitaleik um titilinn að Ásvöllum
á fimmtudag.
Í fyrri hálfleik bar kappið feg-
urðina ofurliði og staðan aðeins
8-9 í hálfleik. Dómarar leiksins,
Gísli Hlynur Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson, áttu ekki sinn
besta dag. Þeir gáfu eitt glórulaust
rautt spjald og misstu síðan algjör-
lega tökin á leiknum.
Að missa Jón Þorbjörn af velli
með rautt og svo Sigurberg í síðari
hálfleik vegna meiðsla hafði eðli-
lega sín áhrif á leik Hauka en þó er
ólíklegt að nokkurt lið hefði getað
stöðvað ÍBV í þeim ham sem liðið
var í. Þeir spiluðu ótrúlega vörn
í síðari hálfleik og keyrðu svo af
afli yfir Haukana sem áttu engin
svör.
„Það voru forréttindi að taka
þátt í þessum leik. Þetta eru góðir
dómarar en þeir gera mistök eins
og leikmenn. Við vorum óánægðir
með margt rétt eins og Hauk-
ar,“ segir Gunnar en hann bíður
spenntur eftir oddaleiknum.
„Þetta er draumur fyrir okkur
og ef við náum að taka brot af
þessari stemningu með okkur
á Ásvelli þá er allt hægt. Ég hef
ótrúlega trú á þessum drengjum
sem búa yfir miklum styrk og kar-
akter.“ - hbg
Haukar kafsigldir í Eyjum
ÍBV tryggði sér oddaleik í ótrúlegri stemningu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
EYJASIGUR Það var mögnuð stemning í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Odda-
leikurinn í rimmunni fer fram á fimmtudag. MYND/ÓMAR GARÐARSSON
SPORT
Kortið gildir í líkamsrækt og sund í Sundlaug
Kópavogs og Salalaug.
Hægt er að fara í aðrar GYM heilsustöðvar
utan Kópavogs gegn greiðslu aðgangseyris*
í sund á viðkomandi stað.
Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470
Íþróttamiðstöð Versalir / sími 570 0480
www.gymheilsa.is
heilsaGYM
Sundlaug KópavogsSalalaug
FRÍTT ER Í ALLA HÓPTÍMA
FYRIR KORTHAFA
Stundaskrá getur breyst án fyrirvara og tímar fallið niður.
Hóptímar verða í sumarfríi í júlí fram í ágúst.
SUMARTILBOÐ
Í LÍKAMSRÆKT OG SUND
Á AÐEINS 14.990 KR.
Kortið gildir í þrjá mánuði.
TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS
Í MAÍ MÁNUÐI 2014
HVER OG EINN FÆR SÉRSNIÐNA
ÆFINGAÁÆTLUN OG KENNSLU Á TÆKIN
BRASILÍUMENN hafa unnið flesta heimsmeistaratitla
í sögunni (1958, 1962, 1970, 1994, 2002) en það
eru aftur á móti Þjóðverjar sem hafa oftast endað
í öðru sæti á HM (1966, 1982, 1986, 2002). Báðar
þjóðir hafa verið í efstu tveimur sætunum á sjö af
nítján heimsmeistaramótum sögunnar því Þjóð-
verjar hafa unnið HM þrisvar (1954, 1974, 1990)
og Brasilíumenn hafa tvisvar endað í 2. sæti (1950,
1998). Brasilía og Þýskaland hafa hins vegar ekki
komist í úrslitaleikinn síðan að þau mættust í úrslita-
leiknum 2002. Þjóðverjar hafa þó endað í þriðja sæti
undanfarnar tvær keppnir og eru eina þjóðin sem hefur
unnið yfir tíu verðlaun á HM (3 gull, 4 silfur, 4 brons).
HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU
29 DAGAR Í FYRSTA LEIK