Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 62
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34
„Það eru auðvitað ýmsar skegg-
toganir um þetta en mér finnst
Conchita ógeðslega flott,“ segir
Guðrún Mobus Bernharðs en hún
ákvað að skarta alskeggi til heið-
urs hinni austurrísku Conchitu
Wurst, sem sigraði Eurovison-
keppnina um liðna helgi. Guðrún,
sem er 34 ára gömul, hefur verið
ófeimin við að skarta skeggi und-
anfarin ár enda sprettur það á
eigin spýtur. „Mér fannst skegg-
vöxturinn óþægilegur til að byrja
með, það var mikil pressa á mér
og margir gerðu ráð fyrir því að
ég væri í hormónameðferð eftir
að ég leyfði skegginu að vaxa,“
segir Guðrún.
Hún fór í leisermeðferð sem
lauk fyrir um það bil þremur
árum í von um að útrýma skegg-
vextinum. „Vöxturinn minnkaði
eftir meðferðina en í dag leyfi
skegginu að vaxa og dafna og
skammast mín ekki neitt.“
Guðrún er ánægð með að sig-
urvegari Eurovision komi úr
annars konar flóru. „Mér finnst
þetta frábært, því sigur Conchitu
opnar augu fólks fyrir því að fólk
er ekki bara svart og hvítt. Við
erum misjöfn eins og við erum
mörg.“
Hún segist þó finna fyrir
jákvæðum viðbrögðum frá fólki
hér á landi. „Svona er samt lífið
og tilveran, ég bara fæddist
svona og það er ástæðan fyrir því
að ég er með skegg.“
Eins og fyrr segir litaði hún
skegg sitt með eyeliner og mál-
aði til að gera það greinilegra til
heiðurs Conchitu. „Mig langaði
bara að gera þetta og sá sem tjáir
sig um mitt persónulega útlit á
niðrandi máta og er ekki náinn
mér eins og fjölskylduvinur og
þess háttar, á í raun bara bágt
myndi ég segja,“ segir Guðrún.
„Mér finnst frábært hvað
Íslendingar eru orðnir jákvæðir
og opnir og tilbúnir að fræðast
um næsta í stað þess að bindast
fordómum, enda eru fordómar
heftandi, eins og Pollapönkarar
gera sér fyllilega grein fyrir. Ég
er stolt af þeim,“ útskýrir Guð-
rún.
gunnarleo@frettabladid.is
Mér finnst frábært
hvað Íslendingar eru
orðnir jákvæðir og opnir
og tilbúnir að fræðast
um næsta í stað þess að
bindast fordómum, enda
eru fordómar heftandi,
eins og Pollapönkarar
gera sér fyllilega grein
fyrir. Ég er stolt af þeim.
Guðrún Mobus Bernharðs
Goodfellas. Sameinar allt sem
góð mynd þarf að hafa; leikstjórn,
leikara, góða sögu og umfram allt
frábærar samræður.
Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar
framleiðslu hjá Sagafilm.
BESTA BÍÓMYNDIN
„Það eru meiri líkur en minni á
að þeir komi hingað í haust,“ segir
Snorri Þórisson, forstjóri fram-
leiðslufyrirtækisins Pegasus. Ef
allt gengur eftir aðstoðar Pegasus
tökulið sjónvarpsþáttanna Game
of Thrones á Íslandi þegar fimmta
þáttaröðin verður tekin upp í vetur.
Ef verður af komu tökuliðsins verð-
ur þetta í fjórða sinn sem það sækir
landið heim til að taka upp hluta af
þessari vinsælu sjónvarpsseríu.
Verið er að leita að tökustöðum
fyrir þáttaröðina og líkur eru á að
þeir verði svipaðir hér á landi og
í fyrra þegar hluti af fjórðu seríu
var tekinn upp. Þá fóru tökur meðal
annars fram við Stekkjagjá á Þing-
völlum, á Hengilssvæðinu og í
Þjórsárdal. „Það er verið að skoða
tökustaði en ekkert er klárt að svo
stöddu,“ segir Snorri.
Fjölmargir Íslendingar hafa
komið að framleiðslu þáttanna og
hafa margir þeirra, til að mynda
starfsmenn í búninga- og förðun-
ardeildum, fengið áframhaldandi
starf hjá framleiðendum Game of
Thrones á erlendri grundu.
„Við reynum að vera með sama
starfsfólkið í tökunum. Það er ágætt
því það kemur yfirleitt sama fólk
að utan og þá þarf ekkert að kynna
starfsfólkið sérstaklega,“ segir
Snorri. Hann telur komu tökuliðs-
ins til landsins hafa mikla þýðingu
fyrir íslenskan kvikmyndabransa.
„Þetta er góð viðbót fyrir
kvikmyndagerðarmenn því
tökuliðið kemur yfirleitt á
þeim tíma þegar er frekar
lítið að gera í þessum bransa
hér heima.“ - lkg
Game of Thrones aft ur til Íslands
Tökulið þáttanna tekur að öllum líkindum upp fi mmtu seríu á landinu í vetur.
GRÍÐARLEGA VINSÆL
Fjórða serían af
Game of Thrones
er nú í sýningu.
➜ Rúmlega tvær milljónir
manna horfðu á fyrsta þátt
í fyrstu seríu þegar hann var
frumsýndur árið 2011
➜ Á milli sex og sjö milljónir
horfa á hvern þátt í seríu 4
➜ 42% áhorfenda eru konur
➜ Þátturinn hefur
hlotið ein Golden
Globe-verðlaun, ein
BAFTA-verðlaun
og tíu Emmy-
verðlaun
Stolt af skegginu sínu
Guðrún Mobus Bernharðs skartar skeggi ófeimin. Fyrst fannst henni skeggvöxtur-
inn óþægilegur en nú leyfi r hún skegginu að vaxa og skammast sín ekkert fyrir það.
SÁTT MEÐ SKEGGIÐ Guðrún Mobus
Bernharðs litaði skeggið og málaði til
heiðurs Conchitu Wurst, sigurvegara
Eurovision. MYND/EINKASAFN
„Hann er nú með hefðbundinn og
þægilegan kröfulista en hann vill
fá banana og verða þeir að hafa
þroskast í sjö og hálfa viku,“ segir
tónleikahaldarinn Guðbjartur Finn-
björnsson spurður út í kröfulista
breska tónlistarmannsins Toms
Odell sem heldur tónleika í Hörpu
26. júlí næstkomandi.
„Hann fer fram á fleiri ávexti og,
að fá góðan mat að borða fyrir tón-
leika og munum við fúslega verða
við þeirri beiðni,“ segir Guðbjartur.
Miðasala á tónleikana gengur vel og
er lítið magn af miðum eftir. „Mér
skilst að það séu um 1.200
miðar seldir þannig að það
er ekki mikið eftir.“
Tom Odell skaust upp
á stjörnuhimininn á síð-
asta ári þegar hann gaf
út plötuna Long Way
Down og hefur meðal
annars hitað upp fyrir
Elton John á tónleikum. „Hann er
að fara að hita upp fyrir Neil Young
á tónleikum í Hyde Park í London í
sumar,“ segir Guðbjartur. Þá hefur
hann á tónleikum sínum einnig leik-
ið ábreiður þekktra laga Bítlanna
eins og Oh Darling og
Get Back.
Heyrst hefur að
Eyþór Ingi og Atóm-
skáldin muni sjá um upp-
hitun á tónleikum Odells í
Hörpu. „Það liggur ekki alveg ljóst
fyrir hver sér um upphitun en það
kemur í ljós á næstunni.“ - glp
Odell heimtar banana baksviðs
Breski tónlistarmaðurinn Tom Odell er með heldur óvenjulegan kröfulista en
hann fer fram á að fá sjö og hálfs vikna gamla banana áður en hann stígur á svið.
KLÁR Á KLAKANN Tom Odell fer ekki
fram á neinar rósir baksviðs en vill þó fá
þroskaða banana. MYND/EINKASAFN