Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 2
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SKIPULAGSMÁL „Hugsunin er að
endurheimta gróður og upphaf-
lega ásýnd Landmannalauganna
sjálfra,“ segir Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson, oddviti Rangár-
þings ytra, um fyrirhugaða sam-
keppni um deiliskipulag Land-
mannalauga.
Rangárþing ytra hefur tvisvar
fengið styrk úr framkvæmdasjóði
ferðamannastaða vegna samkeppn-
innar; þriggja milljóna króna styrk
í fyrra og tíu milljóna króna styrk
í ár.
„Ég reikna með að verulegur
meirihluti af þessum tíu milljón-
um fari í verðlaunafé og við vilj-
um fá hugmyndir sem víðast að því
betur sjá augu en auga,“ segir Guð-
mundur.
Þörfin á að deiliskipuleggja
Landmannalaugar er afar knýjandi
að sögn Guðmundar. „Þarna er
ekki viðunandi aðstaða eins og er
til að taka á móti þeim fjölda sem
hefur verið og það hefur ekki verið
hægt að byggja neitt upp vegna
þess að deiliskipulag vantar.“
Í rammaskipulagi fyrir hálend-
ið norðan Mýrdalsjökuls er gert
ráð fyrir að meginþjónustan með
tjaldstæði og gistiskálum færist
út fyrir Landmannalaugasvæðið á
stað sem heitir Sólvangur, þremur
til fjórum kílómetrum frá náttúru-
vættinu.
„En þá er verið að tala um að
inni í Laugunum sjálfum verði upp-
lýsingar, gestastofa og búningsað-
staða til þess að fara ofan í laug-
ina,“ útskýrir Guðmundur.
Oddvitinn játar því að skiptar
skoðanir séu um fyrirkomulag-
ið þótt engar „viðamiklar athuga-
semdir“ hafi komið fram þegar
rammaskipulagið var samþykkt.
Ferðafélag Íslands eigi mikla hags-
muni með gistiskála og salernis-
hús í Landmannalaugum. Grunn-
hugmyndin sé að slík þjónusta fari
mögulega í Sólvang.
„Meginhugsunin er að halda
svæðinu sem ósnortnustu þannig
að fegurð og andblær staðarins
njóti sín sem best. En það verður
áfram tekið á móti fólki í Land-
mannalaugum, hugmyndin er alls
ekki að því verði hætt eða fólki
meinaður aðgangur,“ segir oddvit-
inn sem vonast til að samkeppninni
verði ýtt úr vör í sumar.
„Það er mikilvægt að nýta síð-
ari hluta sumarsins þegar allt er
orðið greiðfært þannig að fólk
sem ætlar að taka þátt í samkeppn-
inni geti skoðað svæðið sem best,“
segir Guðmundur. Félög arkitekta
og landslagsarkitekta muni eiga
fulltrúa í dómnefnd auk þess sem
samstarf verði við Umhverfisstofn-
un. „Það verður reynt að hafa gott
yfirbragð og góðan faglegan blæ á
þessu öllu saman.“
gar@frettabladid.is
Gistiaðstaða flutt frá
Landmannalaugum
Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Land-
mannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi
og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra.
LANDMANNALAUGAR Aðstaðan í Landmannalaugum er ekki viðunandi, segir odd-
viti Rangárþings ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jón Þór, eruð þið þá á svepp-
um eftir allt saman?
„Nýjustu rannsóknir segja að það sé
bráðhollt fyrir geðheilsuna.“
Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata, sem
hafa kvartað undan heilsubresti vegna
myglusvepps á skrifstofum sínum á Alþingi.
Megin-
hugsunin er að
halda svæðinu
sem ósnortn-
ustu þannig að
fegurð og
andblær
staðarins njóti sín sem
best.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
oddviti Rangárþings ytra
LÖGREGLUMÁL Fimmmenningarnir
sem sakaðir eru um að hafa nauðg-
að sextán ára stúlku í samkvæmi
aðfaranótt 4. maí síðastliðins eru
allir vistaðir í einangrun á Litla-
Hrauni.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, segir að pilt-
arnir séu í einangrun vegna rann-
sóknarhagsmuna. „Það segir sig
sjálft að við grípum ekki til íþyngj-
andi úrræða, og allra síst þegar börn
eiga í hlut, nema ríkir rannsóknar-
hagsmunir séu til staðar.“
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir einangr-
unina ekki brjóta gegn Barnasamn-
ingi Sameinuðu þjóðanna. „Ákvæði
samningsins kveða fyrst og fremst á
um það að fangar á barnsaldri skuli
ekki vera vistaðir ásamt fullorðn-
um föngum. Í þessu tilviki er um
að ræða gæsluvarðhaldsúrskurð og
vegna rannsóknarhagsmuna er þeim
gert að vera í einangrun. Þá eiga
ákvæði Barnasáttmálans ekki við.
Út af fyrir sig er því ekki unnt að
gera neina athugasemd við þetta.“
Þórarinn Viðar Hjaltason sál-
fræðingur, sem meðal annars
hefur unnið á Litla-Hrauni, segir
að einangrun geti tekið mjög á
fólk en einstaklingar séu misvið-
kvæmir fyrir áhrifum einangrun-
arinnar. „Í raun og veru er gæslu-
varðhald streituvaldandi,“ segir
Þórarinn. „Væntanlega hefur þetta
meiri áhrif á þetta unga einstak-
linga.“
Hæstiréttur hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönn-
unum. - ssb
Fjórir af fimm sem grunaðir eru um hópnauðgun í samkvæmi á laugardag eru ekki orðnir átján ára:
Börn eru höfð í einangrun á Litla-Hrauni
GÆSLUVARÐHALDS KRAFIST Lögregla
hafði hraðar hendur þegar málið var
kært og krafðist gæsluvarðhalds yfir
mönnunum nær strax. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
STJÓRNSÝSLA Fjöldi manns mætti í innanríkis-
ráðuneytið í gær til að mótmæla meðferð á Ize-
kor Osazee, hælisleitanda frá Nígeríu. Izekor var
fangelsuð í rúma sjö klukkutíma á mánudag en til
stendur að vísa henni úr landi.
„Þetta er búið að ganga allt of lengi,“ segir
Hjalti Hrafn Hafþórsson, einn skipuleggjenda
mótmælanna, um tildrög þeirra. „Fólki er sópað
úr landi og aldrei tekið tillit til aðstæðna þeirra.“
Mótmælin hófust klukkan tólf við lögreglustöð-
ina á Hverfisgötu en þaðan héldu mótmælendur
yfir í innanríkisráðuneytið. Að sögn Hjalta voru
um þrjátíu manns í hópnum þegar þangað kom.
Lögregluþjónar voru á staðnum og kallaður var
til liðsauki og liðsmenn úr sérsveit lögreglunnar.
Mótmælendur yfirgáfu vettvanginn á öðrum tím-
anum.
Hjalti segir að mótmælin hafi farið friðsamlega
fram. „Það voru læti í okkur, vissulega, en aldrei
nein ógnun.“
Izekor var handtekin á mánudagsmorgun þegar
hún kom á lögreglustöð til að sinna tilkynningar-
skyldu sinni. Henni var sleppt úr haldi eftir að
hafa setið í fangaklefa í rúmlega sjö klukkustund-
ir en brottvísun hennar úr landi hefur verið frest-
að.
- sáp, bá
Um þrjátíu mótmælendur mættu í innanríkisráðuneytið um eittleytið í gær:
Mótmæltu meðferð á Izekor
TEKIST Á Kallaður var til liðsauki vegna mótmæla í innan-
ríkisráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KOSNINGAR Fallist yfirkjörstjórn
í Kópavogi á að afhenda umboðs-
manni Sjálfstæðisflokksins afrit
af meðmælendalistum annarra
flokka hafa Dögun og umbóta-
sinnar í Kópavogi og Næstbesti
flokkurinn ákveðið að láta reyna
á þá afstöðu fyrir æðra stjórn-
valdi og dómi.
Yfirkjörstjórn tekur málið
fyrir í dag. Verði samþykkt að
afhenda listana verður sú ákvörð-
un kærð til innanríkisráðuneytis
og síðan höfðað flýtimeðferðar-
mál fyrir Héraðsdómi Reykja-
ness ef ráðuneytið hnekkir ekki
ákvörðun yfirkjörstjórnar. - jme
Kosningadeilur í Kópavogi:
Í hart verði list-
arnir afhentir
ORKUMÁL Landsnet hefur sótt um
framkvæmdaleyfi vegna Suður-
nesjalínu 2 til sveitarfélaganna
Grindavíkur, Hafnarfjarðar,
Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt
er að því að framkvæmdir hefjist
um mitt þetta ár og þeim ljúki í
árslok 2015, fyrir utan frágangs-
vinnu sem verði lokið um mitt ár
2016.
Orkustofnun hefur veitt Lands-
neti leyfi til að reisa og reka
220 kílóvolta háspennulínu frá
Hamranesi í Hafnarfirði að
Rauðamel norðan Svartsengis.
Landnet vill hefja framkvæmdir
sem fyrst. -jme
Landsnet sækir um leyfi:
Suðurnesjalína
tvö tilbúin 2016
VINSÆLIR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þakkaði Pollapönkurum fyrir jákvætt og frá-
bært framlag sitt áður en tónleikar hófust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
TÓNLIST Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk stigu á svið
á Thorsplani í heimabæ sínum Hafnarfirði í gær. Hljómsveitin lenti
í fimmtánda sæti í keppninni sem fór fram í Kaupmannahöfn um
helgina.
Fjöldi fólks mætti til að hlýða á lagið Enga fordóma og fleiri slag-
ara. Það var önnur hafnfirsk Eurovision-stjarna, Jóhanna Guðrún,
sem hitaði upp fyrir kappana. - bá
Hljómsveitin Pollapönk hélt tónleika á Thorsplani í gær:
Komnir heim í Hafnarfjörðinn
SPURNING DAGSINS
FISKIKÓNGURINN
HÖFÐABAKKA 1
v/Gullinbrú
SÍMI 555 2800
FISKIKÓNGURINN
S0GAVEGI 3
SÍMI 587 7755
Reyktur Rauðmagi og Súr Hvalur
www.fiskikongurinn.is