Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 14. maí 2014 | 32. tölublað. tölublað | 10. árgangur G Ö N G U M HRE INT T I L V E R K S ! NORDICPHOTOS/GETTY LIÐKA ÞARF FYRIR FJÁRFESTINGU ÁÐUR EN HÖFTUM ER LYFT ➜ Ísland er meðal þeirra þjóða heims þar sem hvað mestar hindranir eru í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar. ➜ Búast má við verðbólgu og gengisfalli strax í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta að mati Viðskiptaráðs Íslands. ➜ Fjárfestingarkostir og -um- hverfi ræður því hvernig til tekst eftir afnám hafta og hvort landið fær staðið undir erlendum skuldbindingum. SÍÐA 6 Kaupa hlut í Keahótelum ehf. Framtakssjóðurinn Horn II slhf., sem er í rekstri Landsbréfa, sem er í eigu Landsbankans, hefur fest kaup á 60 prósenta hlut í Keahótelum ehf., einu stærsta hótelfélagi landsins. Keahótel ehf. reka meðal annars Hótel Kea á Akur eyri og Hótel Borg í Reykjavík. Seljandi er eignarhaldsfélagið Hvannir ehf. Engin breyting verður á rekstri félagsins við þessa breytingu á eig- endahópnum samkvæmt tilkynningu. Keahótel ehf. standa að mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Í haust tekur félagið meðal annars við rekstri nýs hótels við Austurvöll þar sem áður var Reykjavíkurapótek og vorið 2015 bætist við nýtt hótel við Hverfisgötu og viðbygging við Hótel Borg verður tekin í notkun. - fbj Ætla að kaupa 10% eigin bréfa Stjórn VÍS hefur tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Ákvörð- unin var tekin á grundvelli samþykktar frá aðal- fundi félagsins þann 13. mars síðastliðinn þar sem stjórninni var heimilað að kaupa allt að 10 prósent af hlutafé félagsins á næstu fimm árum. Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir er að nafnverði kr. 55.000.000, en það jafngildir um 2,2 prósentum af útgefnu hlutafé félagsins. Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en kr. 500.000.000. Heimildin gildir fram að aðalfundi félagsins 2015. Kaupin verða framkvæmd í áföngum. - fbj Margrét til Bláa lónsins Margrét Stefánsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri Bláa lónsins. Hún hóf störf á markaðssviði fyrirtækisins í byrjun árs. Margrét starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Skipta og Símans og sem stjórnandi kynningar- mála hjá Símanum. Hún hefur einnig starfað við markaðsráðgjöf og almannatengsl hjá GSP Sam- skiptum, ásamt því að starfa sem fréttakona á Stöð 2 og Bylgjunni. Þá hefur Margrét komið að rekstri Íslandsfunda, fjölskyldufyrirtækis í ferðaþjónustu. Margrét lauk B.Ed-námi frá Kennaraháskóla Ís- lands og diplómanámi frá Háskóla Íslands í fjöl- miðlun. - sáp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.