Fréttablaðið - 14.05.2014, Síða 19

Fréttablaðið - 14.05.2014, Síða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 14. maí 2014 | 32. tölublað. tölublað | 10. árgangur G Ö N G U M HRE INT T I L V E R K S ! NORDICPHOTOS/GETTY LIÐKA ÞARF FYRIR FJÁRFESTINGU ÁÐUR EN HÖFTUM ER LYFT ➜ Ísland er meðal þeirra þjóða heims þar sem hvað mestar hindranir eru í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar. ➜ Búast má við verðbólgu og gengisfalli strax í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta að mati Viðskiptaráðs Íslands. ➜ Fjárfestingarkostir og -um- hverfi ræður því hvernig til tekst eftir afnám hafta og hvort landið fær staðið undir erlendum skuldbindingum. SÍÐA 6 Kaupa hlut í Keahótelum ehf. Framtakssjóðurinn Horn II slhf., sem er í rekstri Landsbréfa, sem er í eigu Landsbankans, hefur fest kaup á 60 prósenta hlut í Keahótelum ehf., einu stærsta hótelfélagi landsins. Keahótel ehf. reka meðal annars Hótel Kea á Akur eyri og Hótel Borg í Reykjavík. Seljandi er eignarhaldsfélagið Hvannir ehf. Engin breyting verður á rekstri félagsins við þessa breytingu á eig- endahópnum samkvæmt tilkynningu. Keahótel ehf. standa að mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Í haust tekur félagið meðal annars við rekstri nýs hótels við Austurvöll þar sem áður var Reykjavíkurapótek og vorið 2015 bætist við nýtt hótel við Hverfisgötu og viðbygging við Hótel Borg verður tekin í notkun. - fbj Ætla að kaupa 10% eigin bréfa Stjórn VÍS hefur tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Ákvörð- unin var tekin á grundvelli samþykktar frá aðal- fundi félagsins þann 13. mars síðastliðinn þar sem stjórninni var heimilað að kaupa allt að 10 prósent af hlutafé félagsins á næstu fimm árum. Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir er að nafnverði kr. 55.000.000, en það jafngildir um 2,2 prósentum af útgefnu hlutafé félagsins. Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en kr. 500.000.000. Heimildin gildir fram að aðalfundi félagsins 2015. Kaupin verða framkvæmd í áföngum. - fbj Margrét til Bláa lónsins Margrét Stefánsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri Bláa lónsins. Hún hóf störf á markaðssviði fyrirtækisins í byrjun árs. Margrét starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Skipta og Símans og sem stjórnandi kynningar- mála hjá Símanum. Hún hefur einnig starfað við markaðsráðgjöf og almannatengsl hjá GSP Sam- skiptum, ásamt því að starfa sem fréttakona á Stöð 2 og Bylgjunni. Þá hefur Margrét komið að rekstri Íslandsfunda, fjölskyldufyrirtækis í ferðaþjónustu. Margrét lauk B.Ed-námi frá Kennaraháskóla Ís- lands og diplómanámi frá Háskóla Íslands í fjöl- miðlun. - sáp

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.