Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 12
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Klúbburinn Geysir hlaut aðalverð- laun Samfélagsverðlauna Frétta- blaðsins við hátíðlega athöfn í gær. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti klúbbnum ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Sam- félagsverðlaunin eru veitt. Samfélagsverðlaunin „Tilfinningin er eiginlega alveg ólýsanleg,“ sögðu meðlimir Klúbbs- ins Geysis eftir að aðalverðlaun- in voru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. „Þetta er svona stökkpallur fyrir þá sem hafa verið inni á deild eða mjög einangraðir til að fara út í almennt samfélag á ný,“ útskýra meðlimir Klúbbsins. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímabundin reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Einn meðlimur segist hafa komist þrisvar í svokölluð RTR- störf í gegnum klúbbinn og að það hafi hjálpað til að komast aftur út í samfélagið. Til aðalverðlauna voru einn- ig tilnefnd Kiwanis-hreyfingin á Íslandi og Hjálparsími Rauða krossins. Kiwanis-hreyfingin hlaut tilnefninguna fyrir margra ára óeigingjarnt starf í þágu sam- félagsins, en sjálfboðahreyfingin stendur til að mynda fyrir átaki gegn stífkrampa um þessar mund- ir í samstarfi við UNICEF. Hjá Hjálparsíma Rauða krossins starf- ar tæplega hundrað manna sjálf- boðaliðahópur sem veitir gjald- frjálsa hlustun og ráðgjöf þeim sem illa líður. Heiðursverðlaunin Heiðursverðlaun Samfélagsverð- launa Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Lang- holtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimm- tíu ára starfsafmæli við kirkj- una um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjöl- mörgum börnum og unglingum. Til atlögu gegn fordómum Það voru svo Eurovision-fararn- ir í hljómsveitinni Pollapönki sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokk- inum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðan boðskap til barna í textum sínum. Var framlag þeirra til Eurovision-keppninnar í ár, lagið Enga fordóma eða No pre- judice, sérstaklega nefnt í þessu samhengi. Til þessara verðlauna hlutu einn- ig tilnefningu Alma Rut Lindudótt- ir og Félagasamtökin Erindi. Alma Rut er áfengis- og forvarnarráð- gjafi sem hefur undanfarin ár bar- ist fyrir bættum kjörum útigangs- manna. Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk Hermanns- dóttir og Hermann Jónsson hafa svo staðið fyrir fyrirlestrunum Ást gegn hatri þar sem Selma segir grunnskólanemum frá reynslu sinni af einelti. Hvunndagshetja Sigurður Hallvarðsson er Hvunn- dagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði til að mynda milljónum króna til styrktar Ljósinu við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Sig- urður gat ekki mætt á verðlaunaaf- hendinguna og tóku synir hans þrír við verðlaununum fyrir hans hönd. Einnig hlutu tilnefningu þeir Guð- jón Hólm Gunnarsson og Sigurð- ur Már Sigmarsson og hin tíu ára gamla Hafdís Ýr Birkisdóttir. Guð- jón Hólm og Sigurður Már söfnuðu peningum til kaupa á hnoðtækjum í sjúkrabíla á Akranesi og Búðardal og hafa hafið söfnun fyrir svipuð- um kaupum á Ólafsvík og í Stykk- ishólmi. Hafdís Ýr stóð fyrir söfn- un til styrktar heimilislausum með því að útbúa matreiðslubók sem hún afhenti þeim sem vildu gegn frjáls- um framlögum. Frá kynslóð til kynslóðar Í flokknum Frá kynslóð til kyn- slóðar hlutu Samfélagsverðlaun- in Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móður- málskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stend- ur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móður- máli sínu. Í dag eru tuttugu tungu- mál kennd hjá félaginu. Ómar Ragnarsson og Guðmund- ur Vignir Guðmundsson voru einn- ig tilnefndir í þessum flokki. Ómar hlaut tilnefningu fyrir fræðslu til margra kynslóða um náttúruvernd og líf fólks um allt land. Guðmundur Vignir var tilnefndur fyrir framúr- skarandi sundkennslu barna í þrjá- tíu ár. Á fjórða hundrað tilnefninga Tilnefningar til Samfélagsverð- launanna eru fengnar frá lesend- um Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dóm- nefnd skipuðu þau Ólafur Stephen- sen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Aðal- verðlaun Samfélagsverðlaunanna eru 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United-sjónvarp frá Sjónvarpsmið- stöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ. bjarkia@frettabladid.is Mikilvægar fyrirmyndir verðlaunaðar Fréttablaðið veitti í gær Samfélagsverðlaun sín í níunda skiptið við hátíðlega athöfn. Í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga frá lesendum. HEIÐURSVERÐLAUN Jón Stefánsson organisti hefur haldið utan um tónlistarstarf í Langholtskirkju í hálfa öld. TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM Hljómsveitin Pollapönk veitti verðlaununum við- töku í hinum þekktu Henson-göllum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR „Þú bætir þessu í safnið,“ sagði forsetinn er hann afhenti Ómari Ragnars- syni verðlaunagrip fyrir tilnefningu sína. SAMFÉLAGSVERÐLAUNIN Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun blaðsins í ár fyrir frábært starf undan- farin fimmtán ár. ASKÝRING | 12 SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.