Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 12
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR |
Klúbburinn Geysir hlaut aðalverð-
laun Samfélagsverðlauna Frétta-
blaðsins við hátíðlega athöfn í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
veitti verðlaunin og Ari Edwald,
forstjóri 365, afhenti klúbbnum
ávísun upp á 1,2 milljónir króna.
Þetta er í níunda sinn sem Sam-
félagsverðlaunin eru veitt.
Samfélagsverðlaunin
„Tilfinningin er eiginlega alveg
ólýsanleg,“ sögðu meðlimir Klúbbs-
ins Geysis eftir að aðalverðlaun-
in voru veitt. Klúbburinn hlaut
verðlaunin fyrir að hafa síðustu
fimmtán ár hjálpað þeim sem
eiga við geðræn vandamál að
stríða.
„Þetta er svona stökkpallur fyrir
þá sem hafa verið inni á deild eða
mjög einangraðir til að fara út í
almennt samfélag á ný,“ útskýra
meðlimir Klúbbsins. Meðal annars
kemur hópurinn meðlimum sínum í
tímabundin reynslustörf í gegnum
verkefnið Ráðning til reynslu, eða
RTR. Einn meðlimur segist hafa
komist þrisvar í svokölluð RTR-
störf í gegnum klúbbinn og að það
hafi hjálpað til að komast aftur út
í samfélagið.
Til aðalverðlauna voru einn-
ig tilnefnd Kiwanis-hreyfingin
á Íslandi og Hjálparsími Rauða
krossins. Kiwanis-hreyfingin
hlaut tilnefninguna fyrir margra
ára óeigingjarnt starf í þágu sam-
félagsins, en sjálfboðahreyfingin
stendur til að mynda fyrir átaki
gegn stífkrampa um þessar mund-
ir í samstarfi við UNICEF. Hjá
Hjálparsíma Rauða krossins starf-
ar tæplega hundrað manna sjálf-
boðaliðahópur sem veitir gjald-
frjálsa hlustun og ráðgjöf þeim
sem illa líður.
Heiðursverðlaunin
Heiðursverðlaun Samfélagsverð-
launa Fréttablaðsins hlotnuðust
að þessu sinni Jóni Stefánssyni,
organista og kórstjóra við Lang-
holtskirkju. Verðlaunin eru veitt
fyrir ævistarf viðkomandi, að
þessu sinni ómetanlegt ævistarf
í þágu tónlistar. Jón fagnar fimm-
tíu ára starfsafmæli við kirkj-
una um þessar mundir og hefur
á þeim tíma átt stóran þátt í að
byggja upp kórastarf á landinu
og opnað heim tónlistar fyrir fjöl-
mörgum börnum og unglingum.
Til atlögu gegn fordómum
Það voru svo Eurovision-fararn-
ir í hljómsveitinni Pollapönki sem
hlutu Samfélagsverðlaunin í flokk-
inum Til atlögu gegn fordómum.
Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir
að breiða út jákvæðan boðskap til
barna í textum sínum. Var framlag
þeirra til Eurovision-keppninnar í
ár, lagið Enga fordóma eða No pre-
judice, sérstaklega nefnt í þessu
samhengi.
Til þessara verðlauna hlutu einn-
ig tilnefningu Alma Rut Lindudótt-
ir og Félagasamtökin Erindi. Alma
Rut er áfengis- og forvarnarráð-
gjafi sem hefur undanfarin ár bar-
ist fyrir bættum kjörum útigangs-
manna. Félagasamtökin Erindi og
feðginin Selma Björk Hermanns-
dóttir og Hermann Jónsson hafa
svo staðið fyrir fyrirlestrunum Ást
gegn hatri þar sem Selma segir
grunnskólanemum frá reynslu sinni
af einelti.
Hvunndagshetja
Sigurður Hallvarðsson er Hvunn-
dagshetja ársins fyrir að vera
öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir
erfiðar aðstæður. Hann safnaði
til að mynda milljónum króna til
styrktar Ljósinu við Langholtsveg
með áheitagöngu í roki og rigningu
frá Hveragerði til Reykjavíkur. Sig-
urður gat ekki mætt á verðlaunaaf-
hendinguna og tóku synir hans þrír
við verðlaununum fyrir hans hönd.
Einnig hlutu tilnefningu þeir Guð-
jón Hólm Gunnarsson og Sigurð-
ur Már Sigmarsson og hin tíu ára
gamla Hafdís Ýr Birkisdóttir. Guð-
jón Hólm og Sigurður Már söfnuðu
peningum til kaupa á hnoðtækjum í
sjúkrabíla á Akranesi og Búðardal
og hafa hafið söfnun fyrir svipuð-
um kaupum á Ólafsvík og í Stykk-
ishólmi. Hafdís Ýr stóð fyrir söfn-
un til styrktar heimilislausum með
því að útbúa matreiðslubók sem hún
afhenti þeim sem vildu gegn frjáls-
um framlögum.
Frá kynslóð til kynslóðar
Í flokknum Frá kynslóð til kyn-
slóðar hlutu Samfélagsverðlaun-
in Móðurmál, samtök um tvítyngi.
Samtökin styðja við og efla móður-
málskunnáttu barna með íslensku
sem annað mál. Hópurinn sem stend-
ur að samtökunum kennir launalaust
einu sinni í viku og aðstoðar börn á
ólíkum aldri við að viðhalda móður-
máli sínu. Í dag eru tuttugu tungu-
mál kennd hjá félaginu.
Ómar Ragnarsson og Guðmund-
ur Vignir Guðmundsson voru einn-
ig tilnefndir í þessum flokki. Ómar
hlaut tilnefningu fyrir fræðslu til
margra kynslóða um náttúruvernd
og líf fólks um allt land. Guðmundur
Vignir var tilnefndur fyrir framúr-
skarandi sundkennslu barna í þrjá-
tíu ár.
Á fjórða hundrað tilnefninga
Tilnefningar til Samfélagsverð-
launanna eru fengnar frá lesend-
um Fréttablaðsins og í ár bárust á
fjórða hundrað tilnefninga. Dóm-
nefnd skipuðu þau Ólafur Stephen-
sen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna
Kristinsdóttir, mannréttindastjóri
Reykjavíkurborgar, og Þorsteinn J.
Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Aðal-
verðlaun Samfélagsverðlaunanna
eru 1,2 milljónir króna og aðrir
verðlaunahafar hljóta 49 tommu
United-sjónvarp frá Sjónvarpsmið-
stöðinni auk verðlaunagripa frá
Ásgarði í Mosfellsbæ.
bjarkia@frettabladid.is
Mikilvægar fyrirmyndir verðlaunaðar
Fréttablaðið veitti í gær Samfélagsverðlaun sín í níunda skiptið við hátíðlega athöfn. Í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga frá lesendum.
HEIÐURSVERÐLAUN Jón
Stefánsson organisti hefur
haldið utan um tónlistarstarf
í Langholtskirkju í hálfa öld.
TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM Hljómsveitin Pollapönk veitti verðlaununum við-
töku í hinum þekktu Henson-göllum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR „Þú bætir þessu í
safnið,“ sagði forsetinn er hann afhenti Ómari Ragnars-
syni verðlaunagrip fyrir tilnefningu sína.
SAMFÉLAGSVERÐLAUNIN
Klúbburinn Geysir hlaut
aðalverðlaun blaðsins í ár
fyrir frábært starf undan-
farin fimmtán ár.
ASKÝRING | 12
SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS