Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 52
„Zoë Martlew, tónskáld og sellóleikari, er ósvikinn breskur húmoristi sem notar kaldhæðni í list sinni og varpar fram spurningum um kynjafræðileg álitamál,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld. Þórunn er ein þeirra sem sjá um tónleikaröðina Jaðarber í Listasafni Reykjavíkur, sem stendur að komu Martlew hingað til lands, meðal annars til að flytja kabarettinn Revue Z klukkan 20 í kvöld. Zoë Martlew hefur flutt Revue Z við góðan orðstír um allt Bretland og á tónlistarhátíðum víða um heim. Þar tvinnar hún saman eigin tónsmíðar og vel þekkta slagara sem hún velur út frá hverjum tónleikastað fyrir sig. Dagana 16. til 18. maí mun Martlew, ásamt Þórunni Grétu og Kristínu Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, halda opna vinnustofu um listgjörninga á mörkum leiklistar og tónlistar. Nánari upplýsingar um vinnustofuna eru á jadar- ber.is. -gun Ósvikinn breskur húmoristi Breska listakonan Zoë Martlew fl ytur einnar konu kabarett, Revue Z, í Lista safni Reykjavíkur Hafnarhúsi í kvöld. Viðburðurinn er á vegum Jaðarbers. LISTAKONAN Zoë tvinnar saman eigin tónsmíðar og vel þekkta slagara. MYND/ÚR EINKASAFNI MENNING 14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR „Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sig- ríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helm- ingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slum- ber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Val- geir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leik- rit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvar- ar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræð- ingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefn- rannsókna við Rihel Lab í Univer- sity College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsókn- ir við Harvard Museum of Com- parative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreym- ingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópur- inn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heil- anum við drauma og hinn hópur- inn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógur- legt magn af alls konar rannsókn- arniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntan- lega ekki munu ganga út af sýn- ingunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upp- lifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“ Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói. fridrikab@frettabladid.is Lífshringur fi ðrildis og andvökunótt Tónleikhúsverkið Wide Slumber verður frumsýnt í Tjarnarbíói 24. maí. Verkið er samstarfsverkefni leikhópsins VAVaVoom og Bedroom Community og er þetta í fyrsta sinn sem hóparnir vinna saman. Sara Martí er leikstjóri verksins. LEIKSTJÓRINN „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum,“ segir Sara Martí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir. Söngdeild Tónlistarskóla Kópa- vogs frumflutti í gærkvöldi óper- una Prima la musica poi le parole eða Tónarnir ríkja og textinn skal víkja eftir Antonio Salieri í Salnum í Kópavogi. Önnur og síð- asta sýning er í kvöld klukkan 20. Þetta er í fyrsta sinn sem óper- an er flutt á Íslandi. Hljómsveitarstjóri er Guð- mundur Óli Gunnarsson og leik- stjórn og lausleg íslensk þýðing er verk Önnu Júlíönu Sveinsdótt- ur, söngkennara skólans. Sýna Salieri í Salnum Í HLUTVERKUM Þetta er í fyrsta sinn sem ópera Salieris er flutt hérlendis. ÞÚ ÁTT VALIÐ! Í Keili býðst þér að gerast tæknifræðingur, flugmaður, ævintýraleiðsögumaður eða einkaþjálfari, svo örfá dæmi séu tekin, auk Háskólabrúar sem býður aðfaranám til háskólanáms. Keilir býður vandað og fjölbreytt nám en áhersla er lögð á nútímalega kennsluhætti og persónulega þjónustu. Tæknifræði Keilis heyrir undir verkfræði- og náttúru- vísindasvið Háskóla Íslands. Háskólabrú Keilis er tekin gild í öllum háskólum á Íslandi. Umsóknarfrestur í flugvirkjun er til 15. maí. Umsóknarfrestur í tæknifræði er til 5. júní. Umsóknarfrestur í Háskólabrú, Flugakademíuna og Íþróttaakademíuna er til 10. júní. # IT R O T T A A K A D E M IA # T A E K N IF R A E D I #FLUGAKADEMIA # H A S K O L A B R U PI PA R\ TB W A S ÍA 1 41 29 8 KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net N 28 2014 Listahátíð í Reykjavík 20% afsláttur á Listahátíð þegar keyptir eru miðar á 3 eða fleiri viðburði. Nánar í síma 561 2444 Öll dagskráin og miða sala á www.listahatid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.