Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2014 | LÍFIÐ | 23 „Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í pró- grammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunn- ar Sigurðsson um Skjaldborgarhá- tíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvang- ur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpall- ur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni. Heiðursgestur Skjaldborgarhá- tíðarinnar í ár er rússneski heim- ildarmyndagerðarmaðurinn Vic- tor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimild- armyndagerð. Nokkrar mynd- ir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlauna- myndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evr- ópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár. -ka Frábær stökkpallur fyrir íslenskar myndir Skjaldborgarhátíðin, hátíð íslenskra heimildarmynda, fer fram á Patreksfi rði um hvítasunnuhelgina. HÁTÍÐIN FESTIR SIG Í SESSI Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er einn þeirra sem standa að Skjaldborgarhá- tíðinni á Patreksfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikkonan Ellen Page segist ekki hafa fengið neitt annað en stuðn- ing eftir að hún kom út úr skápn- um í febrúar. Leikkonan, sem þessa dagana er að kynna mynd- ina The X-Men: Days of Future Past sem er frumsýnd í lok maí, bjóst við að fá einhver leiðinleg viðbrögð þegar hún opinberaði kynhneigð sína. „Ég hef feng- ið mjög góðan stuðning, það er eiginlega ótrúlegt. Ég hélt að ég fengi að heyra meira af skotum á mig í kjölfarið,“ segir leikkonan í samtali við Access Hollywood. Góður stuðningur ÁNÆGÐ Ellen Page er ánægð með stuðninginn sem hún fékk þegar hún kom út úr skápnum. NORDICPHOTOS/GETTY Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Fyrrverandi hjónin Gwyneth Paltrow og Chris Martin eyddu mæðradeginum saman. Parið til- kynnti á dögunum að það væri að skilja eftir tíu ára hjónaband en þau eiga saman tvö börn, þau Apple níu ára og Moses átta ára. Fjölskyldan eyddi deginum saman á ströndinni við Malibu og litu út fyrir að vera hamingjusöm að sögn sjónarvotta. Eyða tíma saman MÆÐRADAGURINN Gwyneth Paltrow eyddi mæðradeginum með fyrrverandi eiginmanni sínum, Chris Martin. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Kelly Rowland hefur gengið í það heilaga með umboðs- manninum Tim Witherspoon. Brúðkaupið fór fram á Kostaríka á föstudaginn að viðstöddum 30 vinum og vandamönnum pars- ins. Þar á meðal voru söngdívan Beyoncé Knowles og systir henn- ar Solange. Rowland gerði garðinn frægan í stúlknasveitinni Destiny´s Child en hefur ekki verið mikið á söng- sviðinu síðustu árin. Brúðkaup á Kostaríka GIFT KONA Kelly Rowland hélt lítið brúðkaup á ströndinni. NORDICPHOTOS/GETTY Velkomin í Háskólann á Bifröst – hvar sem þú ert! Menningarstjórnun – MA Atvinnugreinar framtíðarinnar Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst er vandað nám sem býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á sviði menningar og menntunar. Námið gerir nemendum kleift að þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík um leið og þeir öðlast þjálfun í rekstri, stjórnun og skipulagningu. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms sem hefur sérstaklega verið löguð að íslenskum veruleika. www.nam.bifrost.is Umsóknarfrestur rennur út 15. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.