Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2014 | LÍFIÐ | 23
„Það eru þegar komnir mjög
margir spennandi titlar inn í pró-
grammið og er dagskráin til marks
um þá grósku sem er í gangi í
íslenskri heimildarmyndagerð,“
segir leikstjórinn Hafsteinn Gunn-
ar Sigurðsson um Skjaldborgarhá-
tíðina, sem fer fram á Patreksfirði
helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur
fest sig í sessi sem helsti vettvang-
ur fyrir frumsýningar á íslenskum
heimildarmyndum.
„Skjaldborg er góður stökkpall-
ur fyrir íslenskar myndir. Margar
þeirra hafa í gegnum tíðina náð í
almenna dreifingu og jafnvel verið
sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn.
Hann bætir við að lokað verði
fyrir umsóknir í næstu viku
og því sé enn möguleiki fyrir
íslenska leikstjóra að koma
myndum sínum að á hátíðinni.
Heiðursgestur Skjaldborgarhá-
tíðarinnar í ár er rússneski heim-
ildarmyndagerðarmaðurinn Vic-
tor Kossakovsky en hann hefur
á undanförnum árum skapað sér
stórt nafn í alþjólegri heimild-
armyndagerð. Nokkrar mynd-
ir Kossakovsky verðar sýndar á
hátíðinni, þar á meðal verðlauna-
myndin Vivan Las Antipodas! en
myndin hlaut Umhverfisverðlaun
RIFF árið 2012 og var tilnefnd
sem besta heimildarmyndin á Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaununum
sama ár. -ka
Frábær stökkpallur fyrir íslenskar myndir
Skjaldborgarhátíðin, hátíð íslenskra heimildarmynda, fer fram á Patreksfi rði um hvítasunnuhelgina.
HÁTÍÐIN FESTIR SIG Í SESSI Leikstjórinn
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er einn
þeirra sem standa að Skjaldborgarhá-
tíðinni á Patreksfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Leikkonan Ellen Page segist ekki
hafa fengið neitt annað en stuðn-
ing eftir að hún kom út úr skápn-
um í febrúar. Leikkonan, sem
þessa dagana er að kynna mynd-
ina The X-Men: Days of Future
Past sem er frumsýnd í lok maí,
bjóst við að fá einhver leiðinleg
viðbrögð þegar hún opinberaði
kynhneigð sína. „Ég hef feng-
ið mjög góðan stuðning, það er
eiginlega ótrúlegt. Ég hélt að ég
fengi að heyra meira af skotum á
mig í kjölfarið,“ segir leikkonan í
samtali við Access Hollywood.
Góður
stuðningur
ÁNÆGÐ Ellen Page er ánægð með
stuðninginn sem hún fékk þegar hún
kom út úr skápnum. NORDICPHOTOS/GETTY
Það eru þegar
komnir mjög margir
spennandi titlar inn í
prógrammið.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri
Fyrrverandi hjónin Gwyneth
Paltrow og Chris Martin eyddu
mæðradeginum saman. Parið til-
kynnti á dögunum að það væri
að skilja eftir tíu ára hjónaband
en þau eiga saman tvö börn,
þau Apple níu ára og Moses átta
ára. Fjölskyldan eyddi deginum
saman á ströndinni við Malibu og
litu út fyrir að vera hamingjusöm
að sögn sjónarvotta.
Eyða tíma
saman
MÆÐRADAGURINN Gwyneth Paltrow
eyddi mæðradeginum með fyrrverandi
eiginmanni sínum, Chris Martin.
NORDICPHOTOS/GETTY
Söngkonan Kelly Rowland hefur
gengið í það heilaga með umboðs-
manninum Tim Witherspoon.
Brúðkaupið fór fram á Kostaríka
á föstudaginn að viðstöddum 30
vinum og vandamönnum pars-
ins. Þar á meðal voru söngdívan
Beyoncé Knowles og systir henn-
ar Solange.
Rowland gerði garðinn frægan
í stúlknasveitinni Destiny´s Child
en hefur ekki verið mikið á söng-
sviðinu síðustu árin.
Brúðkaup
á Kostaríka
GIFT KONA Kelly Rowland hélt lítið
brúðkaup á ströndinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Velkomin í Háskólann á Bifröst
– hvar sem þú ert!
Menningarstjórnun – MA
Atvinnugreinar framtíðarinnar
Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst er vandað nám sem býr nemendur undir
viðamikil og oft vandasöm störf á sviði menningar og menntunar. Námið gerir nemendum kleift að
þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík um leið og þeir öðlast þjálfun í rekstri, stjórnun og
skipulagningu. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms
sem hefur sérstaklega verið löguð að íslenskum veruleika.
www.nam.bifrost.is
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí