Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 44
 | 10 14. maí 2014 | miðvikudagur „Enginn saknar blóma sem aldrei urðu til, en garður án blóma laðar ekki að sér fólk,“ segir í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbending- ar. Í orðunum er vísað til lymskufullrar skaðsemi gjaldeyrishaftanna. Í nýju Sjónarmiði Viðskiptaráðs Íslands, „Bætt fjárfestingarum- hverfi: Lykill að afnámi hafta“, er líka bent á að gjaldeyrishöft séu „stærsta hindrun í vegi efnahagsframfara“ hér á landi og að fórnar- kostnaður vegna þeirra nemi „tugum milljarða á ári hverju“. Höftin verða að víkja, um það er engum blöðum að fletta og eitthvað virðist smámjakast í áttina, svo sem með samkomulagi milli gamla Landsbank- ans og þess nýja um að lengja í lánum. Fórnarkostnaðurinn af þessu öllu saman virðist um leið allmikill. Og að vanda eiga byrðarnar að lenda á herðum almennings. „Það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntan- lega að sætta okkur við lægra raungengi krónunn- ar,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir, formaður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við Frétta- blaðið um helgina. Lækkandi gengi þýðir verri lífskjör, vöruverð hækkar og verðtryggðar skuld- ir í takt. Þessi þróun er bara í aðdraganda afléttingar. Í umfjöllun Viðskiptaráðs kemur fram að við það að höftum verði létt megi gera ráð fyrir að krónan veikist og verðbólga aukist og ofan á það bætist vaxta píning Seðlabankans, sem þykist geta haft áhrif á verðbólgu með því að skerða lánakjör í land- inu. Verði aðstæður hagfelldar á þetta ástand að verða tímabundið (að minnsta kosti fram að næsta krónusnúningi). Verði aðstæður andsnúnar fer allt til andskotans, líkt og lesa má úr umfjöllun Mark- aðarins í dag um Sjónarmið Viðskiptaráðs. Í besta falli getur þjóðin því vænst þess að geta, eftir að hafa tekið á sig skerðingu lífskjara, kom- ist í tímabundið jafnvægisástand í skugga óstöð- ugs gjaldmiðils. Stórkostleg framtíðarsýn það. Ekki alveg peningastefna sem stólandi er á. Mætti þá heldur biðja um að fullreyndar yrðu aðrar leiðir, svo sem með stuðningi Seðlabanka Evr- ópu í ERM-II-myntsamstarfi áður en hér yrði tekinn upp alvörugjaldmið- ill. Með þeirri leið gæti fólk á endanum losnað við eilífar áhyggjur af stöðu smæstu sjálfstæðu myntar í heimi og hvernig henni reiðir af. Þannig hyrfi líka vaxtaálag það sem hér þarf að vera til þess að tryggja alþjóðleg við- skipti með þessa örmynt, áhættuálagið sem smyrst ofan á öll önnur kjör og skerðir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Vitlegast hefði maður talið í þessari stöðu sem þjóðin er í að ljúka að- ildarviðræðum við Evrópusambandið og leggja fullbúinn samning í dóm þjóðarinnar, með hverjum þeim kostum og göllum sem þeirri leið eru sam- fara. Kostirnir við það að fá gjaldgenga og stöðuga mynt hljóta að vega upp einhverja galla. Áframhaldandi samlíf með krónunni ætti alltaf að vera leið B eða C í áætlunum, slíkir eru kostir þess að losna við þann bagga sem þessi gjald- miðill er og verður áfram á efnahagslífi landsins; örmynt sem sýnt hefur verið fram á að er sjálfstæð uppspretta óstöðugleika og verðbólgu vegna gengissveiflna sinna. Eitthvað verður undan að láta. Í besta falli getur þjóðin því vænst þess að geta, eftir að hafa tekið á sig skerðingu lífskjara, komist í tímabundið jafnvægisástand í skugga óstöð- ugs gjaldmiðils. Stórkostleg framtíðarsýn það. Markaðshornið Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Það kannast einhverjir við barna- þættina um póstinn Pál sem bros- leitur annaðist störf án skaðlegra inngripa frá opinberum aðilum. Má segja að einfaldleikinn sem þar birtist sé ágætis einföldun á póstmarkaði þar sem á fyrirtækj- um hvíla ströng skilyrði neytend- um til hagsbóta. Fyrirtækin eru einnig háð því að starfsemi opin- berra aðila sé í fullu samræmi við góða og vandaða stjórnsýslu þannig að markaðurinn gangi eins og vel smurð vél – ekki ólíkt því hjá áður- nefndum Páli. En hvernig er svo stjórnsýsla póstmála? Í stuttu máli er yfir- stjórn í höndum innanríkisráðherra en Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur umsjón með framkvæmd málaflokksins. Þá starfar sérstök úrskurðarnefnd fjarskipta- og póst- mála en heimilt er að kæra ákvarð- anir PFS til hennar. Ætla mætti að markaðurinn byggi við ábyrga stjórnsýslu og afskipti stjórnvalda í samræmi við lögbundin hlutverk þeirra. En því miður er þann veru- leika eingöngu að finna í áður- nefndum barnaþáttum. SVÞ hafa gagnrýnt stjórnsýslu póstmála hér á landi. Gagnrýnin hefur meðal annars verið að svo virðist sem PFS hafi í störfum sínum tekið sér hlutverk umfram lögbundin verkefni stofnunarinn- ar. Hefur stofnunin meðal annars tekið til umfjöllunar eigin tillög- ur að gjaldskrám fyrirtækja og haft eigin hagsmuni að leiðarljósi frekar en hagsmuni fyrirtækja eða almennings. Á kjarnyrtri íslenskri tungu kallast slíkt brot gegn lög- mætisreglu stjórnsýsluréttar. Því var áhugavert að sjá að umboðs- maður Alþingis sendi nýlega á úrskurðarnefnd fjarskipta- og póst- mála og PFS ábendingar varðandi starfsemi þessara aðila þar sem gagnrýnt er að PFS hafi ekki gætt að vönduðum stjórnsýsluháttum í tilteknu máli. Gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að úrskurðar- nefndin hefði staðfest ákvörðun PFS þrátt fyrir að stofnunin hefði farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt og þannig brugðist því hlut- verki sínu að hafa aðhald með stofnuninni. Einnig telur umboðs- maður vafa leika á að tilteknir nefndarmenn uppfylli lögbundin hæfisskilyrði sem til þessara aðila eru gerð. Ef satt reynist er komin upp verulega alvarleg staða ef litið er til þeirra úrskurða sem nefndin hefur þegar kveðið upp. En hver eru þá starfsskilyrði póstfyrirtækja? Í fyrsta lagi er yfirstjórn málaflokksins í höndum ráðuneytis sem hefur ekki brugðist að fullu við meintum meinbugum. Í öðru lagi er eftirlit í höndum stofn- unar sem umboðsmaður Alþingis telur hafa farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Í þriðja lagi er starf- semi úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í uppnámi, enda vafa- mál hvort einstakir nefndarmenn uppfylla tiltekin hæfisskilyrði. Í þessu umhverfi er fyrirtækjum í samkeppni ætlað að starfa. Að gefnu tilefni skal hér áréttað eitt af markmiðum ríkisstjórnar- innar, sem er að beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnu- lífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. SVÞ ítreka mikil vægi þess að markmiði þessu verði fylgt eftir. SVÞ telja mikilvægt að stjórn- völd tryggi að starfsumhverfi póst- fyrirtækja sé í samræmi við hags- muni fyrirtækja og almennings og að eftirlitsaðilar starfi ávallt í samræmi við vandaða stjórnsýslu. Stjórnvöld verða því að bretta upp ermarnar og taka rösklega til hendinni í þessum málum og vinna á þeim meinbugum sem uppi eru. Ekki eingöngu til að tryggja starfs- skilyrði póstfyrirtækja heldur einnig til að lágmarka það tjón sem þegar hefur orðið á starfsemi þess- ara aðila. Pósturinn Páll í íslenskum raunveruleika Lífskjaraskerðingu almennings virðist þurfa til þess að bankar fái borgað af erlendum lánum og gjaldeyrishöftum verði lyft: Úr höftum án krónu SKOÐUN LÁRUS M. K. ÓLAFSSON lögfræðingur hjá Samtökum versl- unar og þjónustu Volkswagen hefur náð yfi rráðum yfi r Scania í Svíþjóð UNDIRVAGNAR VÖRUBÍLA FYRIR UTAN VERKSMIÐJU SCANIA Í SÖDERTÄLJE Í SVÍÞJÓÐ Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen greindi frá því í gær að hann hefði eignast nægilega stóran hlut í vörubílaframleiðandanum Scania til að taka yfir þau hlutabréf sem út af standa. Fyrirtækið getur því haldið áfram áætlunum sínum um hagræðingu í vörubílaframleiðslu sinni og tekið Scania af markaði. Financial Times greindi frá því í gær að Volkswagen hefði farið yfir 90 prósenta markið sem þurfti til að kaupa út þá hluthafa sem eftir stóðu þegar sænski lífeyrissjóðurinn Alecta, með 2,04 prósenta hlut, lét af andstöðu sinni og gekk að tilboði Volkswagen upp á 200 sænskar krónur á hlut. Tilboðið var lagt fram í febrúar á þessu ári. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.