Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 41
 9 | 14. maí 2014 | miðvikudagur Íslenska sprotafyrirtækið Lauf Forks hannaði nýstárlegan hjólagaff al úr kolt- refj aefnum sem náð hefur talsverðum vinsældum, en um er að ræða fram- dempara fyrir reiðhjól. Gaff allinn er einstakur því hann byggir á alveg nýrri og einstakri hönnun. Lauf Forks lauk nýlega við hlutafj áraukningu upp á 190 milljónir króna sem H.F. Verðbréf ann- aðist. Á stuttum tíma hefur Lauf Forks komið hugmynd sinni af teikniborðinu í framleiðslu og sölu erlendis, en gaffl - arnir eru framleiddir í Kína. Nú þegar hefur skapast eft irspurn eft ir hjólagöffl - um frá Lauf Forks á meðal fj allahjóla- garpa í fremstu röð og fyrirtækið hef- ur fengið góðar umsagnir um vöruna í erlendum fagtímaritum. Gestur Klinks- ins að þessu sinni er Benedikt Skúla- son, verkfræðingur og einn stofnenda Lauf Forks, en þáttinn má nálgast á for- síðu Vísis. BENEDIKT SKÚLASON Með nýstárlega vöru sem er sú eina sinnar tegundar Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@365.is Viðtalið við Benedikt Skúlason er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. Hvað er það sem gerir hjólagaffalinn ykkar svona einstakan? „Hann er mjög léttur en tilfellið er að hann er allur gerður úr koltrefjaefnum. Það eru sérstakar blaðfjaðrir sem gera okkur kleift að gera hann allan úr koltrefjaefnum. Við erum að brjóta fullt af reglum við hönnunina.“ Þessi hlutafjáraukning sem þið réðust í, eru þetta allt íslenskir fjárfestar sem tóku þátt? „Já, meira og minna. Þetta var önnur umferð fjármögnunar. Síðasta umferð var afar mikilvæg. Við settum upp fjárfestakynningu fyrir lokaðan hóp og það gekk ótrúlega vel. Þá fengum við breiðan og góðan hluthafahóp sem nýttist vel í þessari (síðari) fjár- mögnun.“ Þeir sem eru að kaupa svona sérhæfða vöru, eru þetta ein- staklingar sem taka áhugamál sitt mjög alvarlega og eru á mjög dýrum hjólum? „Já, þetta eru menn sem liggja á netinu og lesa allar umsagnir og velta þessu mikið fyrir sér áður en þeir kaupa. Við höfum verið að selja gaffalinn á 990 Bandaríkjadali auk viðeigandi gjalda. Varan kostar um 140 þúsund krónur hér heima með virðisaukaskatti.“ Þurfið þið stöðugt að koma með nýjar vörur til að vaxa? „Við erum alltaf með hugmyndir en það er endalaust að gera næstu árin við að vinna í vörum sem eru afbrigði af þessu. Þetta er flaggskipið okkar sem við kynnum fyrst. Þetta er svipað og hjá Tesla, þeir byrjuðu með roadster-sportbílinn til að sýna að tæknin virkar og svo fikra þeir sig að meginstraumnum. Við erum núna að leggja drög að talsvert ódýrari útgáfu gaffalsins sem er hugsuð fyrir borgarhjól.“ Fyrirtækið fékk styrk frá Tækniþróunarsjóði. Skipti það sköpum? „Við þurftum að leggja í alls kyns útgjöld eins og mótakostn- að og fleira og þess vegna var það mjög mikils virði að fá peninginn. Svo var það líka hitt að fá aðhald og viðurkenningu á verkefninu.“ „Við erum að mæta þörf sem hefur ekki verið mætt áður.“ Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is volvo v40 rennilegt útlit og framúrskarandi tækninýjungar. kynntu þér volvo v40, öruggasta bíl í heimi. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,4 l/100 km. CO2 88 g/km. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,9 l/100 km. CO2 102 g/km. Volvo V40 búinn D2 dísilvél uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. KOMDU OG PRÓFAÐU VOLVO V40, ÖRUGGASTA BÍL Í HEIMI VOLVO V40 FÉKK HÆSTU EINKUNN SEM HEFUR VERIÐ GEFIN Í ÖRYGGISPRÓFUNUM Euro NCAP. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 OG LAUGARDAGA KL. 12-16. Volvo v40 beinskiptur frá 4.590.000 kr. sjálfskiptur frá 5.090.000 kr. lifðu í lúxus - veldu volvo volvo.is V40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.