Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 4
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
UNGVERJALAND Fyrrverandi inn-
anríkisráðherra Ungverjalands
var í gær dæmdur í fimm og hálfs
árs fangelsi fyrir stríðsglæpi,
samkvæmt frétt BBC. Hinn 92 ára
Bela Biszku er sagður hafa skipað
öryggissveitum að hefja skothríð
á óbreytta borgara í uppreisninni
árið 1956. 49 manns létu lífið.
Kommúnískri ríkisstjórn lands-
ins var steypt af stóli í uppreisn-
inni, sem var brotin á bak aftur
með innrás Sovétmanna stuttu
síðar. Biszku er fyrsti fyrrver-
andi leiðtogi kommúnista í land-
inu sem dreginn er fyrir dóm. - bá
Lét skjóta óbreytta borgara:
Dæmdur fyrir
stríðsglæpi
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Protron 500
27.5” Diskabremsur, dempari, 24 gíra
Tilboð kr. 79.995.-
KÖNNUN Þrjú framboð sem bjóða
fram í fyrsta skipti í sveitar-
stjórnarkosningunum á Reykja-
nesi fá samtals 38,8 prósent
atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa
af ellefu, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar skoðanakönnunar Frétta-
blaðsins.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er
hrunið samkvæmt könnuninni.
Flokkurinn fær 30,8 prósent
atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa,
en fékk 52,8 prósent í kosningun-
um árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.
Samfylkingin tapar einnig tals-
verðu fylgi frá síðustu kosning-
um. Um 19,6 prósent ætla að kjósa
flokkinn nú, sem skilar Samfylk-
ingunni tveimur bæjarfulltrúum.
Fylgi flokksins hefur minnkað um
þriðjung frá kosningum, þegar
flokkurinn fékk 28,4 prósent
atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa.
Fylgi Framsóknarflokksins
minnkar einnig um þriðjung, úr
14 prósentum í 9,3 prósent. Flokk-
urinn heldur þrátt fyrir það sínum
eina bæjarfulltrúa.
Stærst nýju framboðanna er
Frjálst afl, klofningsframboð úr
Sjálfstæðisflokknum. Framboðið
fær 18,6 prósent atkvæða sam-
kvæmt skoðanakönnun Frétta-
blaðsins, og tvo bæjarfulltrúa.
Píratar fá samkvæmt könnun-
inni 10,4 prósent atkvæða og einn
mann kjörinn. Þá fær Bein leið
9,8 prósent atkvæða og einn bæj-
arfulltrúa.
Miðað við þessar niðurstöður
eru einu möguleikarnir á tveggja
flokka stjórn samstarf Sjálfstæð-
isflokks við annaðhvort Sam-
fylkinguna eða Frjálst afl. Verði
gerð tilraun til að mynda stjórn
án aðkomu Sjálfstæðisflokksins
þurfa svo gott sem öll önnur fram-
boð að taka saman höndum, þótt
eitt framboðanna þriggja sem fá
einn bæjarfulltrúa gæti orðið út
undan án þess að það stöðvi mynd-
un meirihlutans. brjann@frettabladid.is
Fylgi Sjálfstæðisflokks
í Reykjanesbæ hrunið
Ný framboð velta meirihlutanum í Reykjanesbæ og fá samtals fjóra bæjarfulltrúa
samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokks hrynur úr
53 prósentum í 31 prósent og Samfylkingin tapar um þriðjungi af fylgi flokksins.
STUÐNINGUR VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA
Frjálst afl Sjálfstæðis-
flokkurinn
Samfylkingin PíratarBein leiðFramsóknar-
flokkurinn
18
,6
%
9,
3%
14
,0
%
52
,8
%
28
,4
%
30
,8
%
19
,6
%
9,
8%
10
,4
%
Kosningar 29.5.2010
Könnun 12.5.2014
Vi
km
ör
k
2,
8%
2,
1%
3,
3%
2,
9%
2,
2%
2,
2%
Fjöldi bæjarfulltrúa
Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki
niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð
uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaður-
inn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í
úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann.
Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta
gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starf-
manninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests.
Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins.
Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt
AÐFERÐAFRÆÐIN Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt
lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur
voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlut-
fallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-
stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú
myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist
í afstöðu til spurningarinnar.
Brjánn Jónasson
brjann@frettabladid.is
Sveitarstjórnarkosningar 2014
Reykjanesbær
1,5 milljónir tonna af kolum hafa verið flutt inn til Ís-
lands frá og með árinu 2000.
Minnst rúm 85.000 tonn en mest
árið 2007, eða 139.568 tonn.
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HLÝNAR FYRIR NORÐAN Í dag má búast við skúrum fram eftir degi en það léttir
til er líður á daginn, fyrst suðaustan til. Vindur verður yfirleitt hægur fram að helgi og
það hlýnar heldur á norðanverðu landinu.
5°
3
m/s
6°
4
m/s
10°
6
m/s
9°
6
m/s
3-8 m/s
en strekk-
ingur við
SA-strönd-
ina
Fremur
hægur
vindur.
Gildistími korta er um hádegi
18°
30°
14°
18°
29°
11°
13°
13°
13°
24°
18°
24°
21°
28°
22°
12°
14°
15°
8°
3
m/s
8°
8
m/s
7°
4
m/s
9°
5
m/s
10°
2
m/s
11°
2
m/s
4°
4
m/s
11°
9°
4°
5°
12°
8°
11°
6°
8°
5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
ÚKRAÍNA, AP Uppreisnarmenn sátu
fyrir hermönnum í austanverðri
Úkraínu í gær, drápu sex þeirra og
særðu átta. Þetta fullyrti talsmað-
ur Úkraínuhers. Árásin var gerð
skammt frá borginni Kramatorsk í
Donetsk-héraði, þar sem uppreisn-
armenn hafa lýst yfir sjálfstæði í
kjölfar kosninga um helgina.
Frank-Walter Steinmeier, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, hélt til
Úkraínu í gær til að hvetja ráða-
menn þar til viðræðna við upp-
reisnarmenn, í samræmi við
friðaráætlun Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu. Rússnesk
stjórnvöld hafa sömuleiðis hvatt
til þess að Úkraínustjórn og upp-
reisnarmenn fallist á áætlunina.
Úkraínustjórn hefur verið ófá-
anleg til viðræðna við uppreisnar-
mennina og hefur stuðning Vest-
urlanda sem fordæma kosninguna
um síðustu helgi. Rússar styðja
hins vegar uppreisnarmennina
og segja Úkraínustjórn ekki síður
ólöglega en uppreisnina í austur-
hluta landins. - gb
Mannskæð átök halda áfram í Austur-Úkraínu þrátt fyrir tilraunir til sátta:
Hermenn vegnir úr launsátri
UPPREISNARMENN Í LUHANSK Bæði
í Luhansk og Donetsk lýstu uppreisnar-
menn yfir sjálfstæði á mánudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Frá 2009 til 2013 komu
um 100 þúsund útlendingar til
Danmerkur til að setjast þar að.
Samkvæmt frétt Jótlandspóstsins
komu jafnmargir frá vestrænum
löndum og frá öðrum löndum.
Danski þjóðarflokkurinn
vill takmarka innflutning með
strangari innflytjendalöggjöf.
Jafnaðarmannaflokkurinn segir
ekki þörf á að herða reglur. Nú
þegar sé viðmiðunin að danskt
samfélag geti boðið þeim sem
koma aðlögun. - ibs
Fjöldi innflytjenda:
100 þúsund til
Danmerkur
KJARADEILUR Yfirstjórn Iceland-
air og flugmenn greinir á um
launahækkanir innan fyrirtækis-
ins. Í fréttabréfi Félags íslenskra
atvinnuflugmanna er því haldið
fram að laun
æðstu yfirmanna
hafi hækkað
mikið á síðustu
árum.
Í fréttabréfinu
kemur fram að
árslaun forstjóra
Icelandair Group
hafi verið 44,2
milljónir í fyrra
og hafi hækkað um 13 prósent frá
2010. Laun forstjóra Icelandair
námu 36,7 milljónum og höfðu
hækkað um 60,5 prósent á sama
tímabili.
Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri Icelandair, segir í bréfi
til starfsmanna, að flugmenn
fari ekki með rétt mál. Grunn-
laun stjórnenda hafi ekki hækk-
að umfram samningsbundnar
launahækkanir. Þá segir hann að
af 100 launhæstu starfsmönnum
fyrirtækisins séu 92 flugmenn.
- jme
Deilt um launahækkanir:
Flugmenn 92 af
100 launahæstu
EFNAHAGSMÁL Stærstur hluti
gjaldeyriseigna slitabús Lands-
bankans (LBI) er vistaður á
bankareikningum erlendis og
undanþága vegna útgreiðslu
þeirra hefur ekki áhrif á greiðslu-
jöfnuð landsins.
Krónuvandinn svokallaði er
ekki fyrir hendi. Ekki þarf að
skipta krónum í erlendan gjald-
eyri eins og hjá Kaupþingi og
Glitni. Eignir LBI eru aðallega
gjaldeyrir.
Eignirnar urðu til fyrir hrun
og gjaldeyrishöft. LBI þarf und-
anþágu frá höftum til að greiða út
kröfur þótt eignirnar séu erlendis
því LBI er íslenskur lögaðili. - þþ
Eignir LBI vistaðar erlendis:
Ekki áhrif á
greiðslujöfnuð
NEYÐARÁSTAND Sjúkraliðar og
aðstandendur við námumunnan seint í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TYRKLAND, AP Rúmlega 150 eru
sagðir látnir eftir sprengingu í
kolanámu í Soma í Tyrklandi í
gær. Rúmlega tvö hundruð menn
voru í gær fastir neðanjarðar.
Sprengingin átti sér stað tvo kíló-
metra undir yfirborði jarðar.
Taner Yildiz, orkumálaráð-
herra Tyrklands, kom til Soma í
gær til að stýra björgunaraðgerð-
um á svæðinu. Fyrirtækið Komur
Isletmeleri, sem á námuna, segir
að það sé algjört forgangsmál að
bjarga þeim sem enn eru á lífi úr
námunni. - bá
Mannskætt slys í Tyrklandi:
Hundruð föst
neðanjarðar
BJÖRGÓLFUR
JÓHANNSSON