Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 4
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 KOSNINGAMÁL Oddvitar fyrir borgarstjórn- arkosningar í Reykjavík eru sammála um að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins, séu vart svara- verð. Sveinbjörg sagði í gær að hún teldi að aftur- kalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur. Hreiðar Eiríksson, fimmti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur dreg- ið stuðning sinn við framboðið til baka vegna ummæla Sveinbjargar. Enginn oddvitanna sem rætt var við segir koma til greina að draga lóð- arúthlutun Reykjavíkurborgar til moskubygg- ingar til baka. „Þetta er örvæntingarfull leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunn- ar. En maður stýrir ekki borg með því að mis- muna fólki eftir trúarskoðunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir umæli Sveinbjargar furðuleg. „Þetta er undarleg afstaða á 21. öldinni í samfélagi þar sem trúfrelsi og mannréttindi eiga að vera virt.“ Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, segir mikilvægt að gæta jafnréttis meðal trúfélaga, múslima jafnt sem annarra. S. Björn Blöndal segir ummælin dæma sig sjálf. Bæði Björn og Halldór, kapteinn Pírata, telja að ekki ætti að skylda sveitarfélög til að úthluta trúfélögum lóðum þeim að kostnaðar- lausu. Trúfélög ættu að sjá um slíkt sjálf. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, tók í sama streng og aðrir oddvitar og sagði mikilvægt að trúfrelsi væri virt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Hvorki náðist í Sigurð Inga Jóhannesson, varaformann Framsóknar- flokksins, né Eygló Harðardóttur jafnréttis- málaráðherra vegna málsins. ingvar@frettabladid.is ÁRÉTTING Vinstri græn í Reykjavík vilja taka fram að flokkurinn hafi aldrei talað fyrir einkavæðingu í skólakerfinu, og því sé ekki rétt sem fram kom í frétta- skýringu í Fréttablaðinu í gær að allir flokkar telji eðlilegt að boðið sé upp á einkarekna skóla. 350 iðkendur bogfi mi eru á skrá hjá Íþróttasambandi Íslands. 200 megavött gæti vindorkugarður við Búrfell framleitt. 1.300 tonn hafa strandveiði- menn veitt það sem af er sumri. 596 klukkustundir var samanlögð tímalengd þingfunda á vorþinginu. 67% oddvita framboða fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eru karlkyns. 15,5 milljarðar króna var samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja fyrstu þrjá mánuði ársins. SVÍNSHÖFUÐ Borgarstarfs- menn þurftu að hreinsa upp svínshöfuð sem dreift var á fyrirhugaða bygg- ingarlóð í Soga- mýri í Reykjavík síðastliðinn vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Segja ummæli oddvita um múslima vart svaraverð Oddvitar framboða í Reykjavík fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um múslima og moskubygg- ingu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir telur ekki rétt að leyfa byggingu mosku á meðan hér sé þjóðkirkja. SJÁVARÚTVEGUR Umsóknarferli vegna starfs- og rekstrarleyfa fisk- eldisfyrirtækja hefur verið ein- faldað og auknar kröfur gerðar til rannsókna á umhverfi fiskeldis. Þessar breytingar voru gerðar á fiskeldislögum í síðustu viku. Fyrirtæki í sjókvíaeldi munu greiða árgjald í umhverfissjóð sem kostar meðal annars rannsóknir vegna burðarþolsmats „Rannsóknir á burðarþoli fjarða eru nú afar brýnt verkefni vegna vaxtar í fiskeldi og hefur skortur á rannsóknum haft hamlandi áhrif á greinina,“ segir Guðbergur Rún- arsson hjá Landssambandi fisk- eldisstöðva. - ebg Lögum um fiskeldi breytt: Auknar kröfur um rannsóknir TOLLAMÁL Tollkvóti vegna innflutn- ings á nautakjöti hefur verið opinn síðan í lok febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytis vegna umræðu um málið. Það hefur þau áhrif að verð- hækkun á innlendu nautakjöti hefur engin áhrif á innflutnings- verðið. Innflytjendur geta flutt inn nautakjöt gegn greiðslu á ákveðn- um tolli, sem er 45 prósent af þeim magntolli sem leggjast myndi á kjötið ef tollkvótinn væri ekki opinn. Auk þess legðist þá á 30 prósent verðtollur. - ebg Tollkvóti á nautakjöti opinn: Hækkun heima breytir engu um tollkostnað ➜ Ummælin ekki líkleg til vinsælda Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sagði að þessi umræða kæmi honum ekki á óvart. „Það eru um fjögur þúsund manns í hópi á Facebook gegn byggingu mosku í Reykjavík.“ Hann bætti þó við að hann teldi þessi ummæli ekki líkleg til vinsælda. „Þegar svínshöfðum var dreift á fyrirhugaða byggingarlóð mosku fundum við fyrir mikilli samúð.“ Sverrir bendir einnig á að sé þetta stefna Framsóknarflokksins hljóti hann að þurfa að endurskoða aðild sína að Samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu. ➜ Rangfærslur Sveinbjargar Í viðtali við Vísi.is í gær fór Sveinbjörg rangt með fjölda atriða. Sveinbjörg hélt því fram að hún væri eini frambjóðandinn á lista í Reykjavík sem búið hefði í erlendis. Hið rétta er að frambjóðendur úr flestum ef ekki öllum flokkum hafa búið erlendis. Sveinbjörg sagði einnig að engar kirkjur væru í Abu Dhabi. Fjöldi kirkna er í Abu Dhabi. Kirkjur eru í öllum löndum múslima nema Sádi-Arabíu. Sveinbjörg sagðist einnig ekki vera á móti byggingu bænahúsa múslima í Reykjavík, einungis mosku. Múslimar gera engan greinarmun á bænahúsi og mosku. Samkvæmt orðabók er moska bænahús múslima. 17.05.2013 ➜ 23.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÆTA MEÐ KÖFLUM um vestanvert landið en yfirleitt bjart á austurhluta landsins. Áfram milt í veðri og gæti hitinn náð 16 stigum á Norðausturlandi í dag. 8° 6 m/s 10° 8 m/s 11° 8 m/s 10° 12 m/s 5-13 m/s, hvassast SV-til. 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 21° 35° 21° 18° 21° 20° 20° 19° 19° 23° 16° 22° 22° 28° 23° 22° 23° 20° 10° 6 m/s 8° 7 m/s 13° 6 m/s 14° 5 m/s 12° 5 m/s 13° 7 m/s 5° 10 m/s 9° 11° 8° 9° 10° 10° 12° 13° 13° 14° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.