Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 6
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 EFNAHAGSMÁL Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að nota hefði mátt þá fjármuni sem fara í skuldaleið- réttingu ríkisstjórnarinnar í önnur áríðandi verkefni eins og að greiða niður skuldir hins opinbera. Þetta segir Peter Dohlman, yfirmaður sendinefnd- ar AGS. Hann kynnti nýja úttekt sjóðsins á stöðu Íslands á Kjarvalsstöðum í gær. Þar kom fram að sendinefndin telur að skuldaleið- réttingin muni hafa jákvæð áhrif á efnahag íslenskra heimila og að íslenska hagkerfið sé á réttri leið. Ýmis skref hafi verið tekin í vetur sem hafi leitt til aukins efnahagslegs stöðuleika. Stjórnvöld þurfi hins vegar að halda áfram að takast á við afleiðingar fjármála- kreppunnar og meðal annars móta skýra og skyn- samlega stefnu um afnám gjaldeyrishafta, enda hafi skilningur manna á umfangi málsins breyst. Ríkisstjórnin er að mati sjóðsins á réttri leið þegar kemur að lækkun opinberra skulda en AGS telur, eins og áður segir, frekari skuldalækkun nauðsynlega. Þá sagði Peter tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismál- um skref í rétta átt. Í yfirlýsingu sendinefndarinnar er einnig bent á að verðbólgan sé nú undir verðbólgumarkmiðum Seðla- banka Íslands en að hún eigi líklega eftir að hækka á næsta ári, meðal annars vegna nýgerðra kjarasamn- inga. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um Seðlabank- ann muni varðveita sjálfstæði hans og ábyrgð. - hg, fbj Á KJARVALSSTÖÐUM Anna Bordon-Rose hagfræðingur og Peter Dohlman, yfirmaður sendinefndar AGS. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjármunum skuldaleiðréttingar betur varið í að draga úr skuldum ríkisins: AGS segir skref tekin í rétta átt TAÍLAND Yingluck Shinawatra, fyrr- verandi forsætisráðherra Taílands, var handtekin í gær ásamt fleiri ráðherrum stjórnar hennar. Herforingjastjórnin, sem tók öll völd í landinu á fimmtudag, kallaði um það bil hundrað manns á sinn fund í gær, flest hátt setta ráðamenn fyrri stjórnar en einnig nokkra for- sprakka stjórnarandstöðunnar. Tugir þeirra voru enn í haldi þegar liðið var að kvöldi, en að minnsta kosti átta fyrrverandi ráð- herrum hafði þó verið sleppt. Prayuth Chan-ocha yfirherforingi kallaði á sinn fund æðstu embætt- ismenn landsins og sagði þeim að áður en hægt yrði að efna til kosn- inga í landinu yrði að gera breyting- ar á stjórnarskránni. Stjórnarandstæðingar höfðu mánuðum saman krafist afsagnar stjórnar Yinglucks, og tóku ekk- ert mark á þingkosningum í febrú- ar. Fyrst vildu þeir stjórnarskrár- breytingar sem tryggðu að ný stjórn kæmist ekki upp með sömu spill- ingu og stjórn Yinglucks. - gb Taílenski herinn vill stjórnkerfisbreytingar áður en boðað verði til kosninga: Yingluck handtekin í Taílandi YFIRHERFORINGINN Prayuth Chan- ocha fer með völdin í Taílandi núna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Lögmaður Hjördís- ar Svan Aðalheiðardóttur í Dan- mörku, Thomas Berg, segir samn- ing milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fang- elsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæsta- réttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsis- dómur er ekki stærsta áhyggju- efni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræði- skýrsla, sem var tekin af stúlk- unum, var tekin til greina hér í Hors ens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyr- irskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sál- fræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarð- haldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Frétta- blaðinu að aðstandendur Hjör- dísar hafi farið á fund innan- ríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeð- ferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan vald- sviðs ráðherra. erlabjorg@frettabladid.is Hjördís Svan afplán- ar í íslensku fangelsi Hjördís mun ekki áfrýja dómi danskra dómstóla en hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi. Lögmaður Hjördísar segir hana vilja vera nær dætrum sínum á Íslandi og berjast fyrir því að þær verði ekki sendar úr landi til föður síns í Danmörku. KVENNAFANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Hjördís Svan hefur sótt um að fá að afplána fangelsisdóm sinn á Íslandi og mun þá að öllum líkindum afplána hann í Kvennafangelsinu í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar. Thomas Berg, lögmaður Hjördísar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.