Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 10
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.hi.is LAGADEILD Inntökupróf í Lagadeild Háskóla Íslands fyrir grunnnám í lögfræði haustið 2014 verður haldið í Reykjavík föstudaginn 13. júní 2014. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní og sótt er um rafrænt á heimasíðu HÍ www.hi.is. Allir þeir sem skrá sig til náms við Lagadeild HÍ verða sjálfkrafa skráðir í inntökuprófið að uppfylltum inntökuskilyrðum. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) telst sambærilegt stúdentsprófi. Umsækjendur skulu skila inn staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini eða rafrænu stúdentsprófsskírteini úr Innu til Nemendaskrár HÍ, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík eigi síðar en 5. júní. Nánari upplýsingar um inntökuprófið verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur 3 ½ tíma. Niðurstaðan úr inntökuprófinu gildir 80% og meðaleinkunn á stúdentsprófi gildir 20%. Þeir 150 nemendur sem bestum árangri ná, fá rétt til náms í Lagadeild HÍ á haustmisseri 2014. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Lagadeild, eiga þess kost að skrá sig í nám við aðrar deildir HÍ til 1. ágúst. Umsækjendur eru hvattir til að kynnar sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem finna má á heimasíðu Lagadeildar, www.lagadeild.hi.is. Inntökupróf í Lagadeild HÍ Rúmfatalagerinn er með frábær garðhúsgögn af mörgum gerðum og í margs konar litum. Þú finnur alveg örugglega stílinn og gæðin sem henta þér, því í úrvali okkar má finna allt frá góðum plasthúsgögnum til úrval harðviðar- og tekkhúsgagna. Við erum stolt af því að öll harðviðarhúsgögn okkar eru gerð úr FSC-vottuðum viði. Það er trygging þín fyrir því að þú styðjir sjálfbæra skógrækt. FSC vottun merkir að skógurinn sem tréð er úr er skoðaður af óháðum aðilum og metinn samkvæmt þeim umhverfislegu, félagslegu og hagrænu reglum og viðmiðum sem Forest Stewardship Council setur ábyrgri skógrækt. FSC eru alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og þar vinna umhverfissamtök, framfarasinnaðir eigendur skóga og fyrirtæki saman að því að bæta eftirlit með skógum heimsins. www.fsc.org FSC® N001715 ® www.rumfatalagerinn.is ÚKRAÍNA Vladímír Pútín Rússlands- forseti hét því í gær að virða úrslit forsetakosninganna í Úkraínu, sem haldnar verða á morgun. Hann sagðist vilja frið í Úkraínu og hvatti enn á ný stjórnina í Kænugarði til þess að ræða við uppreisnarmenn í austanverðu landinu. Hann viðurkenndi jafnframt að refsiaðgerðir Vesturlanda vegna afstöðu Rússa gagnvart Úkraínu væru farnar að bíta. Rússneskt efnahagslíf hefði beðið skaða af. Hann sagðist vonast til þess að ná að bæta tengsl Rússlands við Vesturlönd, bæði Bandaríkin og aðildarríki Evrópusambandsins, en þau tengsl hafa verið harla stirð undanfarið. Á hinn bóginn sakaði hann Vest- urlönd alfarið um að eiga sökina á „ringulreiðinni og borgarastyrjöld- inni“ í Úkraínu. Rússland ætti þar enga sök. Rótin að ólgunni lægi í því að leiðtogar Vesturlanda hefðu stutt uppreisnarmenn sem gerðu stjórn- arbyltingu gegn Viktor Janúkovítsj forseta. „Þeir studdu stjórnarbylt- inguna og steyptu landinu út í glund- roða, og nú reyna þeir að koma sök- inni á okkur og láta okkur hreinsa til eftir sig,“ sagði Pútín á ráðstefnu fjárfesta í Pétursborg í gær. Rúmlega tuttugu frambjóðend- ur sækjast eftir forsetaembætt- inu í Úkraínu, en sigurstrang- legastur þykir auðkýfingurinn Petro Porosjenkó, sem er á bandi Vesturlanda frekar en Rússlands. Næstmest fylgi virðist ætla að fara til Júlíu Tímosjenkó, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem sat í fangelsi þangað til henni var sleppt úr haldi í vetur. Fái enginn frambjóðenda hrein- an meirihluta verður efnt til ann- arrar umferðar forsetakosning- anna innan fárra vikna. Ljóst þykir samt að sigurvegari kosninganna komi úr röðum þeirra sem ekki vilja styrkja tengslin við Rússland. Hörð átök brutust út í gær skammt frá þorpinu Rúbísjne í aust- anverðu landinu og kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Varnar- málaráðuneyti Úkraínu segir að þar hafi allt að fimm hundruð uppreisn- armenn ráðist á liðsmenn stjórnar- hersins. Ráðuneytið segir að allir hinir látnu séu úr röðum uppreisn- armanna. gudsteinn@frettabladid.is Pútín lofar að virða kosningarnar Átök í austanverðri Úkraínu kostuðu tugi manna lífið í gær. Forsetakosningar verða haldnar á morgun og þykir auðkýfingurinn Petro Porosjenkó sigurstranglegastur. RÚSTIR Í ÚKRAÍNU Íbúi í þorpinu Semjonovka, skammt frá borginni Slovjansk, gengur fram hjá húsi sem eyðilagðist í sprengjuárás. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Save the Children á Íslandi Yfi r tuttugu sækjast eft ir forsetaembættinu í Úkraínu. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.