Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 12
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
REYKJAVÍK FJÁRMÁL 2 3 41
V
Sjá má ákveðinn samhljóm í stefnu
flestra stóru framboðanna í Reykja-
vík í stefnumálum þeirra tengdum
fjárhagsstöðu borgarinnar. Aðeins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur það
beinlínis á stefnuskrá sinni að
lækka álögur á borgarbúa, en for-
svarsmenn annarra framboða
telja ekki svigrúm til þess að svo
stöddu.
Reykjavíkurborg er þriðja skuld-
ugasta sveitarfélag landsins þrátt
fyrir að góður árangur hafi náðst
í því að koma böndum á skuldir
Orkuveitu Reykjavíkur á kjörtíma-
bilinu. Heildarskuldir borgarinn-
ar hafa minnkað um 30 prósent að
raungildi frá árinu 2009.
Helsta skýringin á lækkandi
skuldum borgarinnar eru aðgerð-
ir sem lagt var í til að bjarga
Orkuveitunni, segir Sigurður
Jóhannesson, hagfræðingur hjá
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Þá hefur styrking á raungengi
krónunnar einnig hjálpað til við að
lækka skuldirnar miðað við innlent
verðlag, enda skuldir Orkuveitunn-
ar að mestu í erlendri mynt.
Í lok árs 2009 voru heildarskuld-
ir borgarinnar um 330 prósent af
tekjum. Hlutfallið hefur lækkað
jafnt og þétt og var komið niður í
220 prósent í lok síðasta árs, segir
Sigurður. Hann bendir á að þrátt
fyrir þessa miklu lækkun sé borg-
in enn langt frá því lögfesta mark-
miði að skuldir verði ekki meira en
150 prósent af tekjum. Orkufyrir-
tæki séu raunar undanskilin, en
það væri í samræmi við anda lag-
anna að halda þeim undir 150 pró-
sentum að þeim meðtöldum.
Þegar rekstur Orkuveitunnar og
annarra fyrirtækja borgarinnar er
tekinn út fyrir sviga og aðeins er
skoðaður sá hluti rekstrar borgar-
innar sem fjármagna á með skattfé
er staðan ekki slæm, segir Sigurð-
ur. Halli á rekstri borgarinnar, án
fyrirtækja, var tæpir þrír milljarð-
ar árið 2011, lítilsháttar halli var
árið eftir, en í fyrra var um þriggja
milljarða afgangur af rekstri borg-
arinnar án fyrirtækja.
„Skuldahlutfall borgarinnar, án
fyrirtækja, hefur haldist nokkuð
stöðugt frá árinu 2010, og hefur
verið um 80 prósent,“ segir Sig-
urður. Hann segir að hlutfallið sé
víða hærra, en í öðrum sveitar-
félögum hafi þróunin á kjörtíma-
bilinu almennt verið að þetta hlut-
fall hafi lækkað.
Vextir eru almennt mjög lágir
um þessar mundir og því kostar
ekki sérstaklega mikið að skulda.
Það gæti þó breyst stefni í nýtt góð-
æri og hækkandi vexti, og því mik-
ilvægt fyrir borgina að nýta svig-
rúm til að greiða niður skuldir,
segir Sigurður. Þó verði einnig að
líta til þess að stundum sé hægt að
réttlæta skuldsetningu með fjár-
festingum sem skila munu tekjum
í framtíðinni, en ákvæði laga frá
2011 um skuldir sveitarfélaga setja
lántökum þeirra þröngar skorður.
Fjárhagurinn á góðri leið
Fjárhagsstaða borgarinnar er á
góðri leið, lán borgarinnar eru
borguð hraðar niður en ráð var
fyrir gert og fjármálastjórnin á
síðasta kjörtímabili hefur verið
ábyrg, segir S. Björn Blöndal, odd-
viti Bjartrar framtíðar í borginni.
Lítið er fjallað um fjármál borg-
arinnar í stefnu flokksins, en Björn
segir mikilvægt að halda áfram
að borga niður skuldir. Sérstak-
lega miklu skiptir að vel takist
til að greiða niður skuldir Orku-
veitu Reykjavíkur, og vel hægt
að sjá fyrir sér að einhverjar arð-
greiðslur geti komið frá fyrirtæk-
inu, segir Björn.
„Útsvarið þarf að standa undir
margs konar útgjöldum, en það er
okkur ekki keppikefli að halda því
í botni. Við erum vel tilbúin til að
skoða lækkun á útsvari og gjald-
skrám ef svigrúm skapast,“ segir
Björn.
Hann segir að vinna verði mark-
visst í því að búa til það svigrúm,
og ekkert bendi til þess að hægt
verði að lækka útsvar eða gjald-
skrár borgarinnar næstu tvö árin.
Skera niður hjá yfirstjórninni
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, segir
að staðan í fjármálum borgarinn-
ar sé ekki nógu góð. Sérstaklega
sé afgangur af rekstri mun lægri
en æskilegt væri.
Sjálfstæðisflokkurinn er með
það á stefnuskrá sinni að skera
niður í rekstri borgarinnar, og
mun hefja þann niðurskurð hjá
yfirstjórninni. „Fitulagið hefur
fengið að safnast fyrir á kjör-
tímabilinu,“ segir Halldór. Þá
segir hann að hagræða megi með
því að auka útboð og gera stofn-
anir sjálfstæðari.
Hann segir frambjóðendur
flokksins vilja vinna að því að
auka tekjur borgarinnar með
metnaðarfullri stefnu í atvinnu-
lífinu til að fá ný fyrirtæki til
borgarinnar. Þá skipti lóðamál
miklu til að auka tekjur bæði frá
fyrirtækjum og nýjum Reykvík-
ingum.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
lækka útsvar og fasteignaskatta
en Halldór segir ekki ljóst hversu
mikið verði hægt að lækka þess-
ar álögur á borgarbúa. Hann
segir að það muni ráðast af þeim
árangri sem hægt sé að ná við
hagræðingu í rekstri borgarinn-
ar.
„Við viljum viðhalda góðu þjón-
ustustigi og ætlum ekki að skerða
þjónustu. Við munum leggja okkur
fram við að hækka ekki gjöld fyrir
þjónustu borgarinnar,“ segir Hall-
dór. Hann segir að gengið hafi
verið langt í hækkunum á gjald-
skrám, sérstaklega hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, og segir flokkinn
ekki ætla að hækka gjaldskrár.
Reksturinn verið í járnum
Stóru verkefnin á síðasta kjörtíma-
bili voru að ná utan um fjármál
Orkuveitu Reykjavíkur og rekstur
borgarinnar og hvort tveggja tókst,
segir Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hann segir að sett hafi verið
met í niðurgreiðslu skulda og halda
verði áfram á þeirri braut á næsta
kjörtímabili. „Rekstur borgarinnar
hefur verið í járnum og það hefur
þurft að spara mikið allt kjörtíma-
bilið.“
„Þegar horft er á heildarmynd-
ina er hagkvæmast fyrir fjöl-
skyldur að búa í Reykjavík,“ segir
Dagur. Hann segir ekki svigrúm til
að lækka útsvarið. Frekar sé hægt
að lækka gjaldskrár með auknum
systkinaafsláttum, enda hafi það
sýnt sig að fjölskyldur með fleiri
en eitt barn eigi erfiðast með að ná
endum saman.
Vilja opna bókhaldið upp á gátt
Ekki er svigrúm fyrir aukin
útgjöld hjá borginni að svo stöddu,
en útlit er fyrir að staðan verði
orðin bærileg eftir nokkur ár,
gangi áætlanir eftir, segir Halldór
Auðar Svansson, oddviti Pírata í
Reykjavík.
Stefna Pírata sem snýr að fjár-
málum borgarinnar snýst aðallega
um að opna bókhald borgarinnar
og fyrirtækja hennar. Eitt af því
sem ætti að gerast í framhaldinu
er aukið aðhald og þar af leiðandi
ætti að draga úr útgjöldum, segir
Halldór.
Þjónustugjöldin við þolmörk
„Staðan í borginni er ágæt, og það
er ljóst að sparnaðaraðgerðir hafa
skilað einhverju,“ segir Sveinbjörg
B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti Fram-
sóknar og flugvallarvina.
Flokkurinn hefur ekki mótað
sér stefnu í þessum málaflokki en
Sveinbjörg segir þó ljóst að það sé
ekki svigrúm til að lækka útsvar
eða þjónustugjöld borgarinnar.
Þar sé þó heldur ekki möguleiki á
að hækka gjöldin, enda séu þjón-
ustugjöldin komin að þolmörkum.
Menntun og velferð í forgang
„Við stefnum á ábyrgan rekstur
borgarinnar,“ segir Sóley Tóm-
asdóttir, oddviti Vinstri grænna
í Reykjavík. Hún segir flokkinn
leggja mikið upp úr því að auka
aðkomu borgarbúa að fjárlaga-
gerðinni.
Vinstri græn vilja forgangs-
raða þannig að menntamál og vel-
ferðarmál séu sett í forgang. Þá
vill flokkurinn auka gagnsæi í
fjármálum borgarinnar og bæta
aðgengi borgarbúa að upplýsing-
um. „Borgarsjóður er fyrst og
fremst sameiginlegur sjóður borg-
arbúa og við viljum að hann nýtist
með sem sanngjörnustum hætti í
þjónustu sem allir eiga að njóta,“
segir Sóley.
Í stefnuskrá flokksins segir enn
fremur að flokkurinn ætli að halda
áfram að innleiða kynjaða starfs-
og fjárhagsáætlunargerð og taka
upp græna starfs- og fjárhags-
áætlunargerð sem byggist á sams
konar hugmyndafræði.
Þriðja skuldugasta sveitarfélagið
Þótt markvisst hafi verið unnið í því að greiða niður skuldir Orkuveitu Reykjavíkur er Reykjavíkurborg enn þriðja skuldugasta sveitarfélag
landsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og gjöld, en aðrir flokkar telja ekki svigrúm til að lækka álögur.
Samfylkingin vill halda áfram að
greiða niður skuldir borgarinnar á
næsta kjörtímabili.
Þegar horft er á
heildarmyndina
er hagkvæmast
fyrir fjölskyldur
að búa í Reykja-
vík.
Dagur B. Eggertsson.
Ekki er svigrúm til að lækka útsvar
eða þjónustugjöld, þótt gjöldin séu
komin að þolmörkum.
Staðan í borg-
inni er ágæt, og
það er ljóst að
sparnaðarað-
gerðir hafa
skilað ein-
hverju.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Björt framtíð telur mikilvægt að halda
áfram að borga niður skuldir
borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur.
Við erum vel
tilbúin til að
skoða lækkun
á útsvari og
gjaldskrám ef
svigrúm skap-
ast.
Björn Blöndal.
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9,
KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata
HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17
REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7
AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13
www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð!
EX
PO
-
w
w
w
.ex
po
.is
Sími: 535 9000
BÓNORÐIN7
HAGNAÐUR AF
REKSTRI A-HLUTA 2013
3.007 milljónir
SKULDIR SAMTALS 2013
62.204 milljónir
SKULDIR SEM HLUT-
FALL AF TEKJUM
ÁRIÐ 2009
330%
ÁRIÐ 2013
220%
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
FramsóknB
Vinstri grænirPíratarÞ SjálfstæðisflokkurinnD
Björt framtíðÆ
Píratar vilja opna bókhald borgarin-
nar og fyrirtækja hennar sem ætti
að leiða af sér minnkandi útgjöld.
Það er ekki
svigrúm fyrir
aukin útgjöld
hjá borginni að
svo stöddu.
Halldór Auðar Svansson.
Sjálfstæðisfl okkurinn vill skera
niður í rekstri borgarinnar og lækka
álögur á borgarbúa.
Fitulagið
hefur fengið að
safnast fyrir á
kjörtímabilinu.
Halldór Halldórsson.
Vinstri græn vilja forgangsraða þannig
að menntamál og velferðarmál verði
sett í forgang hjá borginni.
Við stefnum á
ábyrgan rekstur
borgarinnar.
Sóley Tómasdóttir.
SamfylkinginS