Fréttablaðið - 24.05.2014, Page 17

Fréttablaðið - 24.05.2014, Page 17
LAUGARDAGUR 24. maí 2014 | FRÉTTIR | 17 UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun veitti Ísfélagi Vestmannaeyja áminningu fyrir að nota úrgangsolíu í fiskimjölsverksmiðju útgerðarfyrirtækisins á Þórshöfn á Langa- nesi. Áminningin var veitt í janúar eftir að Umhverfisstofnun barst ekki staðfesting á að brennslu úrgangsolíu væri hætt. Vísaði stofnunin til hagsmuna almennings af heilnæmu umhverfi. Þetta kemur fram í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en þangað kærði Ísfélagið áminninguna frá Umhverfisstofnun. Ísfélagið vildi að tillit væri tekið til þess að endurunna olían, sem málið snýst um, væri 20 prósentum ódýrari en svartolía og að fyr- irtækið sparaði 29 milljónir króna á ári með notkun hennar, sem yrði í náinni framtíð í samræmi við íslensk lög. Umhverfisstofnun minnti á að ekki hefði verið gripið til annarra þvingunarúrræða gagnvart Ísfélaginu en áminningar. Þá hafi stofnunin stöðvað brennslu á olíuúr- gangi hjá öllum öðrum rekstraraðilum fiski- mjölsverksmiðja á landinu. Úrskurðarnefndin hafnað kröfu Ísfélags- ins og því stendur áminningin sem veitt var félaginu. - gar Spara með brennslu úrgangsolíu í verksmiðju en Umhverfisstofnun segir það óheilnæmt fyrir íbúana: Ísfélaginu veitt áminning fyrir úrgangsolíu VERKSMIÐJAN Á ÞÓRSHÖFN Ísfélagið vill halda áfram að spara með úrgangsolíu sem Umhverfisstofn- un segir ólöglega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Penninn skilaði 123 milljóna króna hagnaði á rekstr- arárinu 2013-2014, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í fyrsta sinn í nokkur ár sem fyrir- tækið er rekið með hagnaði. Eignir Pennans í lok rekstrar- ársins, 28. febrúar síðastliðinn, námu 1.805 milljónum króna Skuldir námu 1.369 milljónum og eigið fé var 436 milljónir. Til stendur að opna nýja verslun Pennans á Laugavegi 77 í byrjun júní. - rkr Opna verslun í byrjun júní: Hagnaður var á rekstri Pennans HEILBRIGÐISMÁL Rætt hefur verið að hefja notkun „tékklista“, líkt og notaðir eru í flugi áður en vélar taka á loft, á gjörgæsludeild Landspítalans. Steinn Jóns- son, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir fólki hafa orðið tíðrætt um hugmynd- ina eftir að fram kom mann- drápsákæra rík- issaksóknara á hendur hjúkrunarfræðingi Land- spítalans. Kæran vekti alvarlegar spurningar um verklag á spítal- anum. Að mati Steins er nauðsynlegt að skerpa á öllum reglum innan spítalanna er lúta að sambæri- legum atvikum. Málið sé mikið umhugsunarefni fyrir allt heil- brigðisstarfsfólk. - sáp Spurningar vakna á LSH: Gætu byrjað að nota tékklista STEINN JÓNSSON ALÞJÓÐAMÁL Fjórtán nemendur frá Jafnréttisskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi útskrif- uðust á fimmtudag við hátíðlega athöfn. Átta konur og sex karlar eru í hópnum og er þetta í annað sinn sem skólinn útskrifar nem- endur eftir að hann varð hluti af Háskóla SÞ fyrir ári, að því er kemur fram í tilkynningu. Nemendurnir sem útskrifuð- ust eru frá Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu, sem eru þau lönd sem Ísland leggur höfuð- áherslu á í alþjóðlegri þróunar- samvinnu. Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla SÞ: Jarðhita- skólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnrétt- isskólinn. - fb Fjórtán manns luku prófi: Útskrift frá Jafnréttisskóla HÁTÍÐLEG ATHÖFN Átta konur og sex karlar útskrifuðust við hátíðlega athöfn á fimmtudag. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ LÖGREGLUMÁL 28 prósent óku of hratt Að sögn Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu voru í vikulokin mynduð umferðarlagabrot 23 ökumanna í Rofabæ í Reykjavík. „Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Rofabæ í vesturátt, á móts við Árbæjarskóla. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 82 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en fjórðungur ökumanna, eða 28 prósent, of hratt eða yfir afskipta- hraða,“ segir á vef lögreglunnar. Meðal- hraði þeirra sem of hratt óku var 44 kílómetrar á klukkustund, en á svæðinu er 30 kílómetra hámarkshraði. www. utkall.is Í ÞÁGU VÍSINDA BÍÐUR ÞÚ MEÐ TILBÚIÐ SKILAUMSLAG? Hringdu eða sendu póst á Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna og björgunarsveitirnar koma og sækja umslagið til þín. Skilaumslagið má setja ófrímerkt í póst. HAFÐU SAMBAND OG VIÐ SÆKJUM 520 2800 rannsokn@rannsokn.is EÐA SENDU OKKUR UMSLAGIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.