Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 18
24. maí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Áform utanríkisráðherra um að slíta aðildarvið-ræðunum við Evrópusam-bandið fóru út um þúfur. Ísland er því áfram umsóknarríki. Trúlega getur enginn státað af því að hafa látið sér til hugar koma, þegar tillagan var lögð fram, að þau yrðu lok málsins á þessu þingi. Þetta er meiri kúvending í pólitískri atburðarás en svo. Ríkisstjórnin hefur að vísu ekki kúvent skoðunum sínum á mál- inu. Það var einfaldlega þungur straumur almenningsálitsins sem sneri henni við áður en hún náði til lands. Þótt skaftfellskir vatna- menn hafi jafn- an talið óráð að snúa við í miðju straumvatni var hitt pólitískur ómöguleiki eins og á stóð. Þrátt fyrir allt hefur ríkis- stjórnin ekki tapað málinu og þeir sem styðja aðildarviðræður geta heldur ekki hrósað sigri. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann hygg- ist leggja í strauminn á ný án þess þó að vita, eins og sakir standa, hvernig hann ætlar í hann. Það er til ígrundunar í sumar. Helstu and- stæðingar frekara Evrópusam- starfs telja að þessar málalyktir séu mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og hún standi veikari á eftir. Margt er til í því þó að utanríkisráðherr- ann sitji öðrum fremur eftir með sárt ennið. Þeir sem ýttu utanríkisráðherra út í ófært vaðið í byrjun góu telja nú að hann eigi að leggja í það aftur fyrir sumarsólstöður. Með öðrum orðum: Þeir vilja að hann beiti þing- meirihlutanum gegn almennings- álitinu og taki þann tíma sem til þess þarf. Ekki er víst að það sé vel ráðið nú fremur en í fyrra sinnið. Áfram umsóknarríki Utanríkisráðherra ber sig vel og segir að það sé formsat-riði eitt að hafa ekki náð til lands hinum megin. Að því leyti er sú kokhreysti ekki alveg út í hött að engar viðræður fara nú fram og munu að sögn ráðherra aldrei fara fram meðan annar hvor eða báðir núverandi stjórnarflokkar eiga aðild að ríkisstjórn. Eftir sem áður eru formsatriði oft og tíðum þeirrar náttúru að þau geta haft efnislegt gildi. Þetta sjá þeir ráðunautar utanríkisráðherra sem gagnrýna hann nú af mestum ákafa fyrir að hafa látið undan straum- þunganum. Það hefur einfaldlega mikið pólitískt gildi að Ísland skuli áfram vera umsóknarland. Á tvennt er að líta í því sambandi: Í fyrsta lagi veikir þetta þá utan- ríkisstefnu sem forseti Íslands hefur talað fyrir og tekin var óbreytt upp í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. Slit aðildarviðræðna var mikilvæg forsenda þeirrar stefnubreytingar. Reyndar má segja að hún hafi fallið áður en á hana reyndi. Rússland og Kína áttu að verða ný samstarfsríki. Það er ekki lengur trúverðugt. Forsetinn hefur líka þagnað. Sú þögn virkar eins og tómahljóð úr tunnu. Utanríkisráðherra minnist ekki orðið á þann kjarna stjórnarsátt- málans að öll ný skref í alþjóðasam- vinnu eigi að stíga með nýmarkaðs- ríkjum utan Evrópusambandsins. Nú talar hann bara um mikilvægi Evrópusamstarfs sem hann er þó á móti að dýpka. Rússland þurfti að sýna vígtennurnar til að ráð- herrann sæi að sér. En um leið hafa mikilvægar röksemdir gegn aðild- arviðræðunum molnað. Í öðru lagi þýðir þessi niður- staða, meðan hún stendur, að engum dyrum hefur verið lokað. Í því eru fólgnir miklir pólitískir og efnahagslegir hagsmunir fyrir þjóðina. Þó að það sé keypt dýru verði að eyða þessu kjörtímabili eins og því síðasta í biðleiki er þetta þó betra en að loka leiðum. Formsatriði eða efnisatriði Nokkrir kostir eru í stöðunni en enginn þeirra tekur málið út af borðinu fyrir næstu kosningar eins og ætlun- in var með tillögunni sem dagaði uppi. Það er önnur pólitísk staða en ráðherrann reiknaði með í byrjun. Verði tillagan endurflutt óbreytt og samþykkt munu næstu þing- kosningar fyrst og fremst snúast um aðildarviðræðurnar. Fram að þeim yrði ríkisstjórnin í viðvar- andi vörn fyrir að hafa útilokað þjóðina frá svo stórri ákvörðun. Annar kostur er að láta málið liggja. Það myndi gefa ríkisstjórn- inni meiri frið fram að átakamán- uðunum fyrir kosningarnar. Síðan er sá kostur að efna til þjóðaratkvæðis. Þá vaknar fyrst sú spurning hvort það á að vera leiðbeinandi eða bindandi. Eins og mál hafa skipast mælir flest með því að þjóðin fái raunveru- legt úrslitavald í málinu. Hætt er við að seint verði samkomulag um hvernig spyrja eigi í leiðbein- andi þjóðaratkvæði og niðurstaðan verði því alltaf háð mati og túlkun- um. Það er umhugsunarefni hvort efna á til þjóðaratkvæðis sem eykur á óvissu. Tímasetningin skiptir líka máli. Eftir því sem atkvæðagreiðslan er nær þingkosningum bindur hún aðeins ríkisstjórn næsta kjörtíma- bils. Verði hún fyrr styttist aftur á móti sá tími sem ríkisstjórnin þarf að verjast í vök. Utanríkis- ráðherra hefur því um margt að hugsa meðan hann liggur undir feldi í sumar. Til umhugsunar undir sumarfeldi Orlofsnefnd Húsmæðra í Hafnarfirði Auglýsir kynningar og skráningarfund í orlofsferðir á árinu 2014 Fundurinn verður haldinn í Vonarhöfn þriðjudaginn 27.mai kl. 18.00 Ferð um SUÐURLAND. 13. – 15. júní Flogið til MUNCHEN og ekið til PRAG. 6. – 13. nóv. Rétt til þess að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Orlofsnefndin Svanhildur Guðmundsdóttir s. 698 0472 Kristín Gunnbjörns s. 692 3129 Jóhanna F. Dalkvist s. 840 3933 Sigríður Skarphéðinsd. s. 555 2721 Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar um ferðirnar: R íkisstjórnin hefur mótað nýja og skynsamlega stefnu um vísindarannsóknir og nýsköpun, sem var sam- þykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs í fyrradag. Stjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að skera niður fé til vísindarannsókna á fjárlögum þessa árs, en nú er snúið af þeirri braut, fjárfest í framtíðinni og vonandi komið í veg fyrir að þekking hverfi úr landi vegna þess að ungir og efnilegir vísindamenn fá ekki rannsóknir sínar fjármagnaðar. Á næsta ári og því þarnæsta á að hækka framlög ríkisins í samkeppnissjóði, þar sem vísindamenn keppa um styrki, um samtals 2,8 milljarða króna. Þá eiga framlög til rannsókna og nýsköpunar að nema sam- tals um þremur prósentum af landsframleiðslu, en í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þetta á jafnframt að leiða til þess að hlutfall samkeppnisfjár af fram- lögum til rannsókna hækki úr 18 prósentum í ár í 27 prósent að tveimur árum liðnum. Þetta eru góð markmið, en samt er ekki nógu langt gengið. Í hinum norrænu ríkjunum er hlutfall samkeppnissjóða af fjármögnun rannsókna á bilinu 30 til 40 prósent og í Banda- ríkjunum um 85 prósent. Sömuleiðis eru sumir núverandi samkeppnissjóðir því marki brenndir að þar er peningunum úthlutað út frá hagsmunum atvinnugreina, byggðarlaga eða stofnana, fremur en gæðum rannsóknanna. Það verður að sjá til þess að það breytist í leiðinni. Í nýju stefnunni eru raunar ákvæði um að taka eigi upp fjár- veitingar til rannsóknarstofnana byggðar á árangursmati og að haga eigi fjárhagslegu umhverfi háskóla og stofnana þannig að „ljóst sé að fjárveitingar tengist árangri og gæðum“. Með því er í rauninni viðurkennt að hinar pólitísku úthlutanir rann- sóknafjár undanfarna áratugi hafa iðulega hvorki tekið tillit til árangurs né gæða. Stefnt er að því að efla fjármögnun háskólastigsins, þannig að hún verði svipuð og hjá hinum norrænu ríkjunum, þar sem háskólar eru að mestu leyti fjármagnaðir af opinberu fé. Ekkert stendur hins vegar í stefnunni um hvort ætlunin er að auka einkafjármögnun háskólakerfisins, með því að nemendur í núverandi ríkisháskólum greiði skólagjöld. Ríkið ætlar að gera sitt ekki einvörðungu með beinum fram- lögum til rannsókna, heldur líka með því að búa til ýmiss konar skattaívilnanir og fjárhagslega hvata fyrir fyrirtæki sem vilja fjármagna rannsóknir og styrkja vísindamenn. Enn fremur á að auka skattalegan hvata til að fjárfesta í nýsköpunarfyrir- tækjum. Það er dálítið bratt hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni for- sætisráðherra að fullyrða að þegar stefnunni hafi verið hrint í framkvæmd verði Ísland „komið í fremsta flokk meðal allra landa heims hvað varðar áherslu á vís indi, rann sókn ir og ný- sköp un“. Samkeppnin í þessum bransa er hörð og stefnan þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Ríkisstjórnin þarf um leið að huga að undirstöðunni fyrir rekstur nýsköpunarfyrirtækja – þegar þau eru komin á legg þurfa þau að búa við stöðugleika og opið fjárfestingarumhverfi, þannig að þau fari ekki annað með þekkinguna sem hefur meðal annars verið fjármögnuð með opinberum fjárfram- lögum. Slíkt umhverfi er ekki í boði í dag. Ný stefna um rannsóknir og nýsköpun: Fjárfest í framtíð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.